Búnaðarrit - 01.01.1971, Page 253
LANDBÚNAÐURINN
247
I október var hagfellt tíðarfar, þótt hiti væri rúmlega
1° C undir meðallagi. Gróður féll seint, því seint liafði
sprottið, og frost voru ekki mikil í september og október.
Sauðfé hélzt við fram eftir október, og hægt var að
nýta há, sem þvínær hvergi hafði sprottið, svo að hægt
væri að slá liana, til beitar handa kúm og lömbum og
einnig grænfóðrið.
Nóvember var kaldur um allt land. illviðrasamur á
Vestfjörðum, umhleypingasamur um allt norðanvert
landið, með mikilli snjókomu og áfreðum víða til skaða.
Hins vegar voru stillur og hægviðri um allt sunnanvert
landið og úrkoma þar óvenju lítil.
Desember var hlýr og eindæma liagfelld tíð eftir 6.
desember. Endaði þetta kalda ár vel. Enginn skammdegis-
gaddur hvíldi yfir byggðum landsins, og því nær enginn
klaki var í jörðu á láglendi í lok ársins.
Abur&arnotkun. Heildarnotkun tilbiiins áburðar síð-
ustu 4 ár hefur verið:
1970 1969 1968 1967
Smál. Smál. Smál. Smál.
Köfnunarefni, hreint N . .... .... 12.150 11.784 11.964 11.472
Fosfóráburður P2O5 .... 6.460 6.107 6.626 5.913
Kalíáburður K2O .... 4.765 4.749 5.111 4.189
Á árinu 1970 var notað 3,1% meiri Kjarni, 5,8% meira
fosfat og því nær sama magn af kalí og 1969.
Áburðarverksmiðjan í Gufunesi framleiddi tæpar 23
þúsund smálestir af Kjarna á árinu 1970, sem er aðeins
minna magn en árið áður.
Áburðarsalan seldi um 60 þústtnd smálestir af áburði
á árinu 1970, sem er aðeins meira en 1969, en svipað
magn og 1968.
Verðlag á innfluttum áburði var óbreytt frá 1969, en
Kjami hækkaði um 11,3% frá 1969, sem var afleiðing
gengislækkunarinnar 1968.