Búnaðarrit - 01.01.1971, Page 259
LAN DBÚNAÐURINN 253
Snæfellsnes og í Blöndudal, sem var talin lítt niengaður
af öskufalli.
Er komið' var nokkuð fram í júlí, var fluormengun
gróðurs orðin svo lítil víðast hvar á öskufallssvæðunum,
að liættulaust mátti telja að beita fénaði jafnt sauðfé og
mjólkurkúm á landið.
Þrautseigja flestra bænda í baráttunni við þessa erfið-
leika reyndist frábær, og undrun sætti, bve víða reyndust
næg bey til að liabla fénaði á því nær fullri gjöf fram
milli fardaga og Jónsmessu ineð því þó að nota feikn
af kjarnfóðri. En illt var að þurfa að eyða upp fyrning-
um og fá svo jafn rýrt heyskaparsumar og sl. sumar
reyndist. Neyddust því margir bændur á öskusvæðunum
til þess að fækka fénaði til muna í haust.
Harðærisnefnd var falið að gera tillögur til ríkisstjórn-
arinnar um aðstoð til bænda á öskufallssvæðunum.
Ríkisstjórnin sýndi þessu máli mikinn skilning. Harð-
ærisnefnd lagði álierzlu á það, að sú aðstoð, sem veitt
'kynni að verða, yrði óafturkræft framlag, en ekki lán,
enda yrði Bjargráðasjóði um megn að taka allt það fé,
sem þurfti, að láni með fullum vöxtum, en lána það svo
út vaxtalaust til langs tíma, til viðbótar venjulegum
skyldum sínum vegna grasbrests og fleiri áfalla. Fjárveit-
ingarvaldið á þakkir skildar fyrir að fallast á þetta
sjónarmið og veita það fé allt beint úr ríkissjóöi, sem
þurfti til aðstoðar og bóta vegna tjóns af öskufallinu.
Bændum á öskufallssvæðunum var veitt aðstoð eftir
þessum leiðum:
1. Þeir, sem þurftu að kaupa bey, fengu flutningskostnað
greiddan. Ennfremur var greiddur flutningskostnaður
á fénaði, sem fluttur var af öskusvæðunum á ómengað
land.
2. Þá voru greidd lyf og dýralækniskostnaður til varnar
gegn og lækningar á fluoreitrun.
3. Greidd voru 60% af samþykktmn aukafóðurkostnaði
vegna öskufallsins á aðalöskufallssvæðunum.