Búnaðarrit - 01.01.1971, Síða 260
254
BÚNAÐARRIT
4. Greitt var aukaríkisframlag til grænfóðurræktar á
öskufallssvæðunum samtals að fjárhæð kr. 6.460.522,00.
5. Ríkið lagði fram nokkurt magn áburðar, til þess að
bera á ómengað land, þar sem þrengt var verulega í
bögum vegna öskufallsins. Hvar og live mikið borið
var á, var ákveðið af Landgræðslu Islands og viðkom-
andi héraðsráðunautum og hreppsnefndaroddvitum.
6. Þá voru greiddar vanhaldatjónsbætur á öskufallssvæð-
unum, 60% af matsverði sauðf jár, bæði lamba og full-
orðins fjár, sem fórst frá 5. maí til júníloka umfram
eðlileg meðalvanliöld. Alls voru bættar á þennan hátt
1.161 ær óborin, 1.476 bornar ær og 11.476 lömb.
Þessi aðstoð hefur kotað ríkissjóð kr. 35.518.603,00 auk
framlagsins til grænfóðurræktar, sem greitt er samkvæmt
jarðræktarlögum, og kostnaðar við dreifingu áburðar,
sem framkvæmd var á vegum Landgræðsbi Islands.
Þótt þessar aðgerðir bafi kostað mikið fé, þá er öruggt,
að þær hafa margfaldlega svarað kostnaði. Hefði ekki'
verið hægt að rannsaka fluormagn ösku og gróðurs og
bændur befðu sleppt fé sínu, eins og ekkert liefði í
skorizt, eru allar líkur til, að stórkostlegur fjárfellir
hefði orðið á öskufallssvæðunum, a. m. k. lijá öllum,
sem áttu slaklega fóðrað fé. Það er athyglisvert, að van-
höld, einkum þó lambavanhöld, reyndust jafnmeiri á
jöðrum öskufallssvæðanna, þar sem bændur gættu engrar
sérstakrar varúðar, en inni á aðalöskufallssvæðunum. Sem
betur fór, náði fé góðuin vænleika víðast livar á ösku-
fallssvæðunum, og má að veralegu leyti þakka það að-
hlynningunni á því á sl. vori, og að borið var á þau svæði,
þar sem verulega var þrengt í högum.
Ráðstafanir vegna heyskorts af völdurn hals og sprettu-
leysis. Er séð var, live stórkostleg ný köl voru í túnum í
vor, eins og að framan getur, og að spretta varð mjög
lítil vegna kulda, fól landbúnaðarráðbera Harðærisnefnd
að atbuga fóðuröflunarmálin og gera lillögur til land-