Búnaðarrit - 01.01.1971, Side 262
256
BÚNAÐARRIT
heyniiðlun og lieyskap á fjarlægum slóðum var stór-
kostlegur heyskortur lijá mörgum bændum og sára
fáir aflögufærir. Mikil bót er |)ó, að bey eru yfirleitt
góð, en bændur þurfa að spara þau eftir beztu getu og
nota kjarnfóður meira og minna í stað lieyja allan vetur-
inn. Er þá von, að vel fari, þótt of djarft liafi verið
sett á sl. liaust.
Samkvæmt tillögum Harðærisnefndar hefur Bjargráða-
sjóður lánað kr. 59.385.000,00 til fóðurkaupa í þær sveitir,
þar sem heyskortur var mestur.
Búfjúreign og búfjárframleiSsla. 1 ársbyrjun 1970 var
bústofn landsmanna: Nautgripir 53.370, þar af 35.994
kýr, sauðfé 780.589, hross 34.498, svín 3.075 og alifuglar
136 þúsund. Nautgripum hafði fjölgað frá árinu áður uni
1.096, en þó fækkaði kúm um 891 eða 2,4%. Sauðfé
fækkaði á sama tíma um 39.577 eða 4,8%, en hrossum
fækkaði aðeins um 173.
Samkvæmt upplýsingum frá Framleiðsluráði landbún-
aðarins var innvegin mjólk til mjólkursamlaga 1970
100.598.992 kg, sem er 5.458.697 kg aukning frá fyrra
ári eða 5,74%. Samkvæmt upplýsingum frá sömu aðilum,
var slátrað 759.232 kindum baustið 1970, þar af 694.355
lömbum og 64.877 kindum fullorðnum. Var því slátrað
71.052 kindum færra en liaustið 1969. Þrátt fyrir hina
miklu fækkun sláturfjár, fækkaði sauðfé í landinu um
45.046 kindur á sl. ári. Sýnir þetta, að ótrúlega fá lömb
voru framleidd árið 1970. Eru til þess ýmsar ástæður,
og eru þessar lielztar: Ær voru aðeins færri en árið
áður, mun færra fæddist af tvílembingum 1970 en undan-
farin ár, vegna þess hve hey voru léleg á sunnan- og
vestanverðu landinu, og í þriðja lagi urðu fjárhöld bjá
ýmsum bændum lakari en venjulega vegna ótíðar á
sauðburði og vegna öskufallsins, og h'ka gekk fé sums
staðar ekki nógu vel fram. Mun því einkum liafa valdið
skortur á síldar- og fiskimjöli með beitinni og llinum
lélegu lieyjum og skortur á góðum eggjabvítuefnum úr