Búnaðarrit - 01.01.1971, Side 268
262
BÚNAÐAR RIT
fjölga sérfræðingum og aðstoðarfólki við rannsóknastörf-
in, t. d. er brýn nauðsyn að fá sérfróðan ínann til að
rannsaka steinefna- og snefilefnajafnvægi og þörf búfjár.
Þar er t. d. helzt að leita skýringa á vanþrifum lamba,
sem alin eru upp á ræktuðu landi frá fæðingu til hausts.
Vanaviðkvæði þeirra, sem við rannsóknir og tilraunir
starfa eða stjóma þeim málunt, er, að fjárveitingar skorti
til að gera það, sem gera þarf. Oft er það líka svo, að
fjárveitingavaldið skortir skilning á þörf fjárframlaga til
rannsókna og tilrauna, en sökin er ekki öll hjá fjár-
veitingavaldinu. Það skortir mjög á, að vísindamenn-
irnir sjálfir og/eða stjómendur rannsóknastofnana leggi
nægilega Ijóst fyrir þá; sem ráða fjárveitingum, hver
séu viðfangsefnin, hvernig þurfi að vinna að þeim og
hve rnikið starfslið þurfi til þess. Það er ekki von, að
fjárveitingavaldið gangist upp við það eitt, að vísinda-
maðurinn komi og segist vera vel menntaður vísinda-
maður, sem þurfi að fá mikið fé til starfsemi sinnar og
hækkun launa og metorða fyrir sjálfan sig, þótt sjálfsagt
sé að launa vísindamenn vel.
Tilraunaráð landbúnaðarins í santráði við stjórn Rann-
sóknastofnunar landbúnaðarins og sérfræðinga hennar og
fleiri fagmenn landbúnaðarins, þarf að gera áætlun um
viðfangsefni og fjárþörf og fólksþörf til þess að leysa
þau. Það þarf að mynda embættin og mennta svo menn
til að taka við þeim, ef ekki eru til liæfir menn að gegna
þeim.
Nú er tilfinnanlegur skortur nógu vel menntaðra
manna í búvísindum í sumar þær stöður, sem til eru,
hvað þá ef auka ætti starfsemina. Það vantar t. d. kenn-
ara við búnaðar- og garðyrkjuskólana, svo senda þarf
sérfræðinga frá störfum í Reykjavík til að kenna uppi
í Borgarfirði eða austur í Ölfusi dag og dag eða viku
og viku. Slíkt eykur ekki afköstin. Það þarf að auka
fagmenntun hænda. Á þessari öld örra tæknihreytinga
þurfa allir bændur að vera búfræðingar. Það þarf að