Búnaðarrit - 01.01.1971, Side 271
LANDBÚNABURINN
26S
Þó er mér kunnugt uni, að umsóknir ýmissa bænda voru
teknar til greina, þótt þær bærust eftir einhverjum leið-
um löngu eftir að umsóknarfrestur var útrunninn. En
hvers vegna mátti þá ekki framlengja umsóknarfrestinn?
Lantlbúnaðarráðherra fól Stéttarsambandi bænda að vera
Búnaðarbankanum til aðstoðar við þessi mál og reyna að
greiða fvrir, að umsækjendur fengju sem bezta fyrir-
greiðslu, eftir því sem lögin leyfðu. Þetta mun liafa orðið
mörgum bónda til hjálpar, en ennþá er óleyst vandamál,
hvort eða livernig skuli aðstoða þá, sem fengu enga eða
ófullnægjandi fyrirgreiðslu vegna skorts á veðhæfum
eignum. Verður að ætla, að Stéttarsamband bænda, sem
gerþekkir nú liagi þessara bænda, muni innan tíðar bera
fram tillögur til rirbóta.
Þótt bændur séu tekjulægsta stétt þjóðfélagsins, þá
eru þeir að vissu leyti auðugir. Bændur eiga ineginhluta
Islands, og hvaða eign er dýrmætari í þessu landi. Að
vísu gefa jarðeignir ekki af sér mikinn arð árlega, en
þær liafa varanlegra verðgildi en allar aðrar eignir. Jafn-
vel ónytjað land helzt við og hækkar í verðgildi, eftir
því sem fólki fjölgar, á meðan livers konar mannvirki,
liversn vönduð og nauðsynleg sem þau eru, grotna niður
af veðrun og ryði á skömmum tíma, nema með stöðugu
og kostnaðarsömu viðhaldi. En það hvílir mikill vandi
og ábyrgð á bændum að varðveita þetta fjöregg sitt, ekki
sízt þegar fátæktin sverfur að.
Bændur hafa þríþættri köllun að gegna. 1 fyrsta lagi
að sjá sér og sínum farboröa með framleiðslu búvöru,
bæði til nota innanlands og til útflutnings, ef ástæða
þykir til.
I öðru lagi ber bændum skylda til að viðhahla íslenzkri
tungu og sveitamenningunni. Islenzkan varðveittist í
sveitum landsins gegnum aldir velsældar og örbirgðar, og
mun sveitafólki í framtíðinni auðveldara að lialda lienni
hreinni en þeim, sem í þéttbýli búa, því þar sækja erlend
áhrif fastara á tunguna.