Búnaðarrit - 01.01.1998, Page 14
BÚNAÐARRIT 1998
umtalsverðar breytingar á lögum um fram-
leiðslu, verðlagningu og sölu á búvörum nr.
99/1993. Mestar breytingar urðu á þeim
kafla laganna sem fjallar um verðskráningu.
Með lögum tók Verðlagsnefnd búvara yfir
alla verðlagningu sem fram fer samkvæmt
búvörulögum og leysir því Fimm- og Sex-
mannanefndir af hólmi. Verðlagsnefnd bú-
vara er skipuð sex mönnum og ákveður hún
afurðaverð til búvöruframleiðenda og verð
búvara í heildsölu, að teknu tilliti til afurða-
verðs til framleiðenda og rökstuddra upp-
lýsinga um kostnað við vinnslu og dreifmgu
nema annað sé tekið fram í búvörusamn-
ingum milli ríkis og bænda (sbr. 30. gr.
laganna). Nefndin skal ákveða lágmarksverð
á mjólk og leyfileg afföll af verði mjólkur
sem ekki stenst kröfur sem 1. flokks mjólk.
Framleiðslukostnaður á nautgripakjöti skal
metinn og skráður af Verðlagsnefnd sam-
hliða ákvörðun lágmarksverðs mjólkur en
verðlagsnefnd er heimilt að ákveða að skrán-
ing á verði þess falli niður. Landssambandi
kúabænda er þá heimilt að gefa út viðmið-
unarverð til framleiðenda. Verðlagsnefnd
metur einnig framleiðslukostnað sauðfjár-
afurða fyrir meðalbú við upphaf verðlagsárs,
var það gert í fyrsta sinn 1. september 1998.
Opinber verðlagning á sauðfjárafurðum féll
niður frá og með sama tíma.
Alþingi samþykkti haustið 1998 með
lögum nr. 140/1998 að fella niður verð-
skerðingargjöld á kindakjöti og verðmiðl-
unargjald, sem innheimt er af heildsölustigi,
var lækkað úr 7 kr. í 5 kr. pr. kg. Þá var
verðskerðingargjald af nautgripakjöti lækk-
að og verður 400 kr. á alla slátraða gripi í
UN og K gæðaflokkum í janúar til ágúst og
800 kr. á grip í september til desember.
Einnig voru á árinu samþykkt ný lög um
dýralækna og heilbrigðisþjónustu við dýr nr.
66/1998 og leysa þau af hólmi lög nr.
77/1981 um dýralækna. í lögunum er verk-
svið yfirdýralæknis og héraðsdýralækna
betur skilgreint en áður var gert. Þar er
kveðið á um dýralæknaráð, sem m.a. á að
fjalla um innflutning búfjár og erfðaefnis og
mælt er fyrir um að héraðsdýralæknis-
umdæmum skuli fækkað úr 25 í 14, enda
sinni héraðsdýralæknar í stærstu umdæm-
unum eingöngu eftirlitsstörfum. Ymis fleiri
nýmæli er að finna í lögunum og er óhætt að
fullyrða að þau boði verulega breytingu á
heilbrigðisþjónustu við búfé þegar frarn líða
12