Búnaðarrit - 01.01.1998, Blaðsíða 17
BÚNADARRIT 1998
Beinar greiðslur
Beinar greiðslur eru greiðslur frá ríkinu til þess að lækka verð á mjólk og kindakjöti til neytenda og styrkja
byggð í landinu. Greiðslumark verður aðeins skráð á lögbýli og beingreiðslur greiðast til ábúanda sem
verður þá handhafi greiðslumarksins. Heimilt er að flytja greiðslumark til mjólkurframleiðslu við sölu milli
lögbýla að uppfylltum skilyrðum sem landbúnaðarráðherra ákveður með reglugerð. Mun þrengri skorður
eru settar við flutningi greiðslumarks í kindakjöti milli lögbýla og verður það aðeins gert við eftirfarandi
aðstæður:
a) Við sameiningu lögbýla skal skrá greiðslumark á það lögbýli sem verður til við sameininguna.
b) Flytjist eigandi lögbýlis, sem hefur búið og stundað framleiðslu siðastliðin tvö ár á lögbýlinu, á annað
lögbýli er heimilt að sameina greiðslumark lögbýlanna.
c) Ef eigandi að sérskráðu greiðslumarki flytur á annað lögbýli.
Heildargreiðslumark til framleiðslu mjólkur verðlagsárið 1998/1999 var 103 milljónir lítra mjólkur. I raun er
þetta það hámarksmagn sem framleiðendum er tryggð beingreiðsla úr rikissjóði og fullt afurðastöðvaverð
fyrir. Sé ekki þörf fyrir framleiðslu umfram þetta magn á innanlandsmarkaði er hún flutt út á ábyrgð afurða-
stöðva og framleiðenda án afskipta hins opinbera.
Beingreiðslumark sauðfjárafurða er tiltekin fjárhæð, 1.564 millj. kr. á verðlagi í desember 1998, og skiptist
á milli lögbýla í hlutfalli við greiðslumark þeirra hinn 1. janúar ár hvert. Greiðslumark einstakra framleiðenda
er þannig fyrst og fremst ávísun á beinar greiðslur frá ríkinu.
greiðslur 47,1% af verði til bænda
samkvæmt verðlagsgrundvelli verðlagsárið
1998/1999, greiðslur frá afurðastöðvum
52,9%.
Fyrir kindakjöt greiðast beinar greiðslur
úr ríkissjóði til handhafa í samræmi við
greiðslumark lögbýlisins eins og það er á
hverjum tíma. Mælt á verðlagi í desember
1998 nam árleg beingreiðsla á ærgildi kr.
3.948. Verðbætur eru reiknaðar árlega í
desember. Til að fá fulla beingreiðslu þarf
handhafi að eiga að lágmarki 0,6 vetrar-
15