Búnaðarrit - 01.01.1998, Page 18
BÚNAÐARRIT 1998
fóðraðar kindur að hausti fyrir hvert ærgildi
greiðslumarks á komandi ári. Beingreiðsla
greiðist til handhafa með jöfnum mánaðar-
legum greiðslum hinn 1. hvers mánaðar þó
þannig að greiðsla vegna janúar greiðist 1.
febrúar.
Stuðningur við íslenskan landbúnað
samkvæmt mati OECD
Efnahags- og framfarastofnunin í París,
OECD, gefur árlega út skýrslu um stöðu
landbúnaðar í aðildarlöndunum. Þróaðar
hafa verið aðferðir til að bera saman
stuðning við landbúnað milli landa og milli
ára. I skýrslu, sem kom út í maí 1999 og
fjallar um árið 1998, kemur fram að aðferðir
við mat á stuðningnum hafi verið endur-
skoðaðar. Hugtakið “tekjuígildi” (“subsidy
equivalent”) fær nú heitið “áætlaður stuðn-
ingur” (“support estimate”). Stuðningnum
er í grundvallaratriðum skipt í fjóra þætti:
Aætlaðan stuðning við framleiðendur
(PSE), áætlaðan stuðning við neytendur
(CSE), áætlaðan stuðning við almenna
þjónustu (GSSE) og áætlaðan heildar-
stuðning (TSE).
Stuðningur við landbúnað hefur farið
lækkandi í flestum OECD löndunum á
undanförnum árum og hefur Island ekki
verið eftirbátur annarra ríkja í þeim efnum.
Á síðasta ári brá hins vegar svo við að
stuðningur við landbúnað jókst í öllum
aðildarlöndum OECD nema tveimur.
Þarna voru á ferðinni viðbrögð við erfiðum
markaðsaðstæðum en heimsmarkaðsverð á
mörgum landbúnaðarafurðum var í mikilli
lægð á árinu 1998. Sem viðbrögð við lágu
verði á afurðum og minni eftirspurn voru
tollar á einstökum vörum hækkaðir í
nokkrum aðildarlöndum. Auk þess voru
útflutningsbætur notaðar í meira mæli en
áður, sem takmarkaði markaðsaðgang.
Fjöldi nýrra leiða til tekjustuðnings var
tekinn upp. Þessar aðferðir voru yfirleitt
gagnsæjar og tímabundnar en þær hlífðu
framleiðendum fyrir breytingum á heims-
markaðsverði og geta því vakið væntingar
um að framhald verði á stuðningnum.
Stuðningur við framleiðendur í nokkrum
16