Búnaðarrit - 01.01.1998, Qupperneq 19
BÚNAÐARRIT 1998
löndum mældur sem PSE hlutfall er sýndur
í töflu 2.
Framtíðarhorfur
Árið 1998 var hagstætt flestum greinum
íslensks landbúnaðar. Aukinn kaupmáttur
launa stuðlaði að góðri sölu á innanlands-
markaði og verð á mikilvægum aðföngum,
s.s. kjarnfóðri og eldsneyti, var hagstætt auk
þess sem almenn þróun verðlags stuðlaði að
lágum vöxtum á fjármagnsmarkaði. Líklegt
er því að þetta ár fái góð eftirmæli meðal
bænda í grænmetisframleiðslu og svína- og
alifuglarækt. Sama má segja um mjólkur-
framleiðslu en mikil framleiðsluaukning á
seinni hluta ársins 1998 leiðir hins vegar til
þess að nokkrar tekjur af beinum greiðslum
færast í raun af árinu 1999 yfir á árið 1998.
Verðfall á gærum olli hins vegar tekju-
skerðingu hjá sauðfjárbændum, æðarbænd-
ur og loðdýrabændur máttu þola verðfall á
afurðum sínum og hrossaútflutningur dróst
saman vegna tímabundins útflutningsbanns
af völdum sjúkdóms í hrossum hér á landi.
Margt bendir til að nú við aldamót séu að
verða ýmis þáttaskil í Iandbúnaði og takast
þurfi á við bæði gömul og ný verkefni. Fyrst
er til að taka að á árinu 2000 rennur út
• PSE (Producer Support Estimate): Mæli-
kvarði á árlegar peningalegar tilfærslur frá neyt-
endum og skattgreiðendum til búvörufram-
leiðenda sem stafa af aðgerðum sem styðja við
landbúnað óháð eðli þeirra og tilgangi eða áhrifum
á framleiðslu búanna eða tekjur. PSE er ýmist
tilgreint sem fjárhæð eða sem hlutfall af heildar-
tekjum mælt á afurðaverði við túnfót (PSE%).
• CSE (Consumer Support Estimate): Mæli-
kvarði á árlegar peningalegar tilfærslur til/frá neyt-
endum búvara, mældar á verði til framleiðenda,
sem stafa af aðgerðum sem styðja við landbúnað
óháð eðli þeirra og tilgangi eða áhrifum á neyslu
landbúnaðarafurða. CSE er ýmist tilgreint sem
fjárhæð eða sem hlutfall af útgjöldum neytenda til
kaupa á búvörum á verði til framleiðenda (CSE%).
• GSSE (General Services Support Estimate):
Mælikvarði á árlegar peningalegar tilfærslur til
„sameiginlegrar” þjónustu við landbúnað sem
stafa af aðgerðum sem styðja við landbúnað,
óháð eðli þeirra og tilgangi eða áhrifum á fram-
leiðslu búanna, tekjur þeirra eða neyslu búvara.
GSSE er ýmist tilgreint sem fjárhæð eða hlutfall af
heildarstuðningi við landbúnað.
• TSE (Total Support Estimate): Mælikvarði á
árlegar heildar peningatilfærslur frá skattgreið-
endum og neytendum sem stafa af aðgerðum
sem styðja við landbúnað að frádregnum sköttum
á framleiðsluna óháð eðli þeirra og tilgangi eða
áhrifum á framleiðslu búanna, tekjur þeirra eða
neyslu búvara. TSE er ýmist tilgreint sem fjárhæð
eða sem hlutfall af landsframleiðslu.
Tafla 2. Áætlaður stuðningur við framleiðendur,
sem hlutfall af verðmæti framleiðslunnar (PSE%) eftir löndum
1986-88 1991-93 1996-98 1997p 1998p
Ástralía 7 8 6 7 7
Kanada 34 30 15 14 16
ESB 46 47 39 38 45
ísland 75 71 60 58 69
Japan 65 58 63 61 63
Nýja-Sjáland 11 2 1 2 1
Noregur 67 69 66 65 70
Sviss 74 71 69 68 73
Tyrkland 20 30 29 31 39
Bandaríkin 26 19 17 14 22
OECD 24 1) 41 39 33 32 38
Heimild: OECD.
p= Áætlun
1) Án nýjustu aðildarlandanna (Tékklands, Ungverjalands, Kóreu, Mexíkó og Póllands) en Austurríki,
Finland og Svlþjóð eru talin með ESB öll árin.
17