Búnaðarrit - 01.01.1998, Side 29
BÚNAÐARRIT 1998
Tafla 10. Framleiðsla og sala nautgripakjöts 1994-1998.
Framleiðsla kg Sala kg Útflutningur kg Sala á íbúa kg
1994 3.544.686 3.252.388 0 12,2
1995 3.060.648 3.159.709 11.740 11,8
1996 3.142.392 3.275.571 37.172 12,2
1997 3.440.806 3.435.672 17 12,7
1998 3.443.460 3.513.183 0 12,8
Heimild: Framleiösluráð landbúnaðarins.
ákveðið kr. 61,27 og hélst það óbreytt til
ársloka. Verð til bænda var því hið sama allt
árið 1998, kr. 61,27 á lítra, en skilgreint sem
lágmarksverð frá I. september. Að teknu
tilliti til verðs fyrir innlagða mjólk umfram
greiðslumark varð meðalverð mjólkur til
bænda kr. 61,08 á lítra og hækkaði um 8,5%
miðað við árið 1997. Á verðlagi ársins 1998
er hækkunin 6,8%. Þetta er mesta hækkun
sem orðið hefur á milli ára s.l. 5 ár en
reiknað á verðlagi ársins 1998 hefur hækkun
á mjólkurverði til framleiðenda frá árinu
1994 verið 8,0%.
Mjólkursamlögin greiddu flest arð til
framleiðenda fyrir framleiðslu ársins 1998
sem víða nam kr. 2,30-2,50 á innveginn
lítra. Samkvæmt gildandi búvörusamningi
um framleiðslu mjólkur skulu beingreiðslur
nema 47,1% grundvallarverðs mjólkur en
afurðastöðvar skulu greiða 52,9%. Greiðslur
frá afurðastöð eru algerlega miðaðar við
efnainnihald mjólkurinnar þannig að 75%
miðast við prótein en 25% við fituinnihald.
Verð til framleiðenda á nautgripakjöti er
reiknað inn í verðlagsgrundvöll kúabús.
Með búvörulagabreytingunni 1. september
27