Búnaðarrit

Volume

Búnaðarrit - 01.01.1998, Page 35

Búnaðarrit - 01.01.1998, Page 35
BÚNAÐARRIT 1998 Sauðfé hefur fækkað mikið tvo síðustu áratugi. Flest varð sauðfé árið 1977 eða 896 þúsund ásettar kindur. Árið 1994 voru 499 þúsund ásettar kindur í landinu en árið 1998 490 þúsund. Mynd 11 sýnir fjölda sauðfjár árin 1994-1998. Mynd 11. Fjöldi sauðfjár 1994-1998. Ræktunarstarf Grunnur að öllu skipulegu ræktunarstarfi í sauðfjárrækt hér á landi er skýrsluhald á vegum fjárræktarfélaganna. Á íslandi á slíkt skýrsluhald sér traustari grunn en í flestum öðrum löndum. Þegar þetta er skrifað liggur ekki fyrir endanlegt uppgjör á skýrslum fjárræktar- félaganna fýrir árið 1998. Reglubundið skýrsluhald hefur eflst með hverju ári og er nú að flnna á hátt í eitt þúsund búum. Fyrir skýrsluárið 1997 voru skýrslufærðar ær 178.628 frá 974 búum. Þetta svarar til tæplega 40% af sauðfjárstofninum. Fullorðnu ærnar skiluðu að meðaltali 1,69 lambi til nytja að hausti og reiknuð framleiðsla af dilkakjöti var 26,1 kg eftir hverja á. Veturgömlu ærnar skiluðu að jafnaði 0,66 lömbum til nytja að hausti og reiknuð framleiðsla þeirra í dilkakjöti var 9,8 kg eftir hverja á. Þær breytingar hafa verið að gerast í skýrsluhaldinu á síðustu árurn að sífellt fleiri bændur færa skýrsluhald sitt í heimilistölvu. Sýningarhald á sér mikla hefð í íslenskri sauðfjárrækt. Haustið 1997 var sýningum á fullorðnum hrútum breytt í grundvallar- atriðum. I stað aðalsýninga á hrútum í einum landsfjórðungi á fjögurra ára fresti, eins og verið hefur um áratuga skeið, verður nú tekið upp árlegt sýningarhald um land allt. Stefnt er að því að aðeins veturgamlir hrútar komi til dóms á slíkum sýningum. Haustið 1998 komu 3.073 hrútar til dóms á sýningunum, þar af 2.829 veturgamlir. Með nýju kjötmati sem tekið var í notkun haustið 1998 myndaðist öflugur upplýsingagrunnur sem getur nýst vel í ræktunarstarfmu. Nú er búið að setja upp sérstakar afkvæmarannsóknir þar sem leitast er við að samkeyra upplýsingar úr kjötmati og ómsjármælingum. Þetta starf er enn á Afurðamestu sauðfjárbúin árið 1997 (með 100 eða fleiri skýrslufærðar ær). Fjöldi áa Lömb til nytja pr. á Kg kjöts eftir hverja á Skjaldfönn, N.-lsafjarðarsýslu 205 1,9 38,9 Kvíabekkur, ísafjarðarsýslu 112 1,8 38,3 Bergsstaðir, V-Húnavatnss. 276 2,0 35,7 Kambur, A.-Barða- strandarsýslu 155 1,9 34,6 Reykir, Skagafjarðar- sýslu 108 1,9 34,6 Heimild: Bændasamtök íslands. 33
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Búnaðarrit

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Búnaðarrit
https://timarit.is/publication/595

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.