Búnaðarrit - 01.01.1998, Síða 41
BÚNAÐARRIT 1998
Tafla 20. Efnahagsreikningur sauðfjárbúa 1997 skv. búreikningum (þús. kr.).
Fjöldi búa 139 36 35 18 8
Bústaerð, ærg. Meðaltal, öll 201-300 301-400 401-500 501-700
Eignir:
Veltufjármunir 801 844 854 683 1.252
Fastafjármunir 6.782 6.466 8.062 10.530 12.473
Eignir samtals 7.583 7.310 8.916 11.213 13.725
Skuldir og eigið fé:
Skammtímaskuldir 1.220 1.229 1.387 1.296 2.380
Langtímaskuldir 2.070 1.699 2.791 3.051 5.131
Eigið fé 4.293 4.382 4.738 6.866 6.214
Skuldir og eigið fé samtals 7.583 7.310 8.916 11.213 13.725
Veltufjárhlutfall 0,66 0,69 0,62 0,53 0,53
Eiginfjárhlutfall 0,57 0,60 0,53 0,61 0,45
Heimild: Hagþjónusta landbúnaðarins.
í töflu 20 er efnahagsreikningur sömu
búa og í töflu 19. Veltufjárhlutfall er að
meðaltali 0,66, lítillega breytilegt eftir
bústærð, eða á bilinu 0,53-0,69. Eiginfjár-
hlutfall er að meðaltali 0,57 en er langlægst
í stærsta stærðarflokki, 0,45.
I töflu 21 er sýnd afkoma sauðfjárbúa
1993-1997 samkvæmt búreikningum. Rétt
er að taka fram að ekki er um að ræða sömu
bú öll árin heldur eru hér niðurstöður úr
uppgjöri búreikninga eins og Hagþjónustan
birtir þær árlega. Árið 1993 fengu sauðfjár-
bændur greiðslur fyrir niðurfærslu á
greiðslumarki og námu þær að meðaltali kr.
260 þús. á hvert bú sem kom til uppgjörs. I
kjölfar breytinga á stuðningi við sauðfjár-
ræktina og mikils samdráttar í framleiðslu
hafa sauðfjárbú gengið í gegnum miklar
þrengingar á síðustu árum. Þegar skoðað er
uppgjör þeirra búa sem komu til uppgjörs
bæði árið 1995 og 1996 kemur þó í ljós að
hagnaður fyrir laun eigenda jókst og virðist
mega rekja það til hækkaðs gæruverðs,
hækkaðs verðs fyrir útflutning og lítilsháttar
aukningar á greiðslumarki. Verðhækkanir á
árinu 1997 skila sauðfjárræktinni verulegum
afkomubata. Vandi sauðfjárræktarinnar
liggur þó áfram í því að búin eru orðin of
lítil og nýting fastafjármuna og vinnuafls er
ekki nógu góð.
Tafla 21. Afkoma sauðfjárbúa 1993-1997 (verðlag hvers árs í þús. kr.).
1993 1994 1995 1996 1997
Fjöldi búa 113 117 108 118 139
Meðalbúst. greiðslum. ærg. 284,5 256,6 259,2 278,4 286,4
Tekjur 2.806 2.682 2.656 2.921 3.290
Gjöld 2.201 1.958 2.009 2.275 2.412
Hagn. fyrir laun til eigenda 605 724 647 646 878
Tekjur pr. ærgildi, kr. 9.863 10.452 10.247 10.492 11.487
Gjöld f. laun pr. ærgildi, kr. 7.736 7.631 7.751 8.172 8.422
Hagn. f. laun pr. ærgildi, kr. 2.127 2.822 2.496 2.320 3.066
Heimild: Hagþjónusta landbúnaðarins.
39