Búnaðarrit - 01.01.1998, Page 42
BÚNAÐARRIT 1998
Alifuglarækt
Afurðir alifugla eru egg og kjöt, aðallega
kjúklingakjöt en einnig kjöt af kalkúnum,
öndum og gæsum. Árið 1998 gáfu eggin
39% tekna í greininni samkvæmt verð-
mætaáætlun Framleiðsluráðs landbúnaðar-
ins en kjötið 61%. Verðmæti alifuglaafurða
voru samkvæmt sömu heimild 7,6%
heildarverðmæta landbúnaðarafurða árið
1998.
Fjöldi alifugla
Alifuglaræktin skiptist í raun í tvær sjálf-
stæðar búgreinar, eggjaframleiðslu og kjúkl-
ingarækt, en umfang annarrar framleiðslu
innan alifuglaræktarinnar er mun minna en
þessara tveggja búgreina. Árið 1998 voru
varphænsn í landinu talin vera 166.911 en
holdahænsn 35.322. Árið 1997 voru varp-
hænsn talin 154.844 en holdahænsn
23.928. Varphænsnum hefur því fjölgað
milli ára um 7,8% en holdahænsnum hefur
fjölgað um 47,6%. Langflest varphænsn eru
40
á Reykjanessvæðinu eða rúm 72% stofnsins.
Á Reykjanessvæðinu eru 37%, holda-
hænsna, á Vesturlandi 28% en 60% á
Suðurlandi. Tafla 22 sýnir fjölda alifugla
eftir kjördæmum.
Tafla 22. Fjöldi alifugla 1998 eftir
kjördæmum.
Fjöldi varp- hænsna Fjöldi holda- hænsna
Reykjanessvæði 120.697 13.200
Vesturland 3.803 10.000
Vestfirðir 74 0
Norðurland vestra 4.241 0
Norðurland eystra 11.574 0
Austurland 6.734 0
Suðurland 19.788 12.122
Samtals allt landið 166.911 35.322
Heimild: Hagstofa íslands.
Á