Búnaðarrit - 01.01.1998, Side 44
BÚNAÐARRIT 1998
íslenskra eggja dregist saman úr 8,4 kg á
íbúa í 7,1 kg. Tafla 24 sýnir framleiðslu og
sölu eggja árin 1994-1998.
Mikil aukning hefur orðið í framleiðslu
og sölu alifuglakjöts undanfarin ár. Árið
1998 var framleiðslan 2.736 tonn en það er
29,9% aukning miðað við árið 1997 þegar
framleiðslan var 2.107 tonn. Miðað við árið
1994 hefur framleiðsla alifuglakjöts aukist
um 1.387 tonn eða meira en tvöfaldast á
aðeins 5 árum.
Árið 1998 nam sala alifuglakjöts 2.620
tonnum en var árið 1997 2.053 tonn. Þetta
er 567 tonnum meiri sala en árið áður eða
27,6% söluaukning. Miðað við árið 1994
hefur sala alifuglakjöts aukist um 1.240
tonn eða 89,9%. Hlutdeild alifuglakjöts
árið 1998 var 14,9% af heildarkjötsölu í
landinu.
Á tímabilinu 1994 til 1998 hefur neysla
alifuglakjöts aukist úr 5,2 kg á íbúa í 9,7 kg.
Tafla 25 sýnir framleiðslu og sölu alifugla-
kjöts árin 1993-1997.
Tafla 24. Framleiðsla og sala eggja 1994-1998, kg.
Framleiðsla Sala á (sl. frl. Innflutningur Sala samtals Sala á íbúa Þar af fsl. frl.
1994 2.234.161 2.224.037 58.400 2.282.437 8,6 8,4
1995 2.209.260 2.110.474 56.500 2.166.974 8,1 7,9
1996 2.271.762 2.081.180 66.700 2.147.880 8,0 7,7
1997 2.373.358 2.115.358 74.500 2.189.858 8,1 7,8
1998 2.309.916 1.952.060 66.325 2.018.385 7,4 7,1
Heimild: Framleiðsluráð landbúnaðarins, Hagstofa íslands.
42