Búnaðarrit - 01.01.1998, Page 64
BÚNAÐARRIT 1998
Fiskeldi
Afurðir fiskeldis eru seiði og matfiskur. I
verðmætaáætlun Framleiðsluráðs landbún-
aðarins fyrir árið 1998 eru aðeins talin
útflutningsverðmæti eldisafurða og gaf
matfiskur (lax og silungur) 93% tekna í
greininni en hrogn og seiði 7%. Verðmæti
fiskeldisafurða voru samkvæmt verðmæta-
áætluninni 4,9% heildarverðmæta landbún-
aðarafurða árið 1998.
Fjöldi fiskeldisstöðva
Árið 1998 voru á skrá hjá Veiðimálastofnun
48 starfandi fiskeldisstöðvar. Árið áður voru
þær 44 og hafði því fjölgað um fjórar.
Ræktunarstarf
Mikið starf hefur verið unnið á undan-
förnum árum við kynbætur á eldisfiski, bæði
laxi og bleikju, en einnig með aðrar teg-
undir, s.s. lúðu, barra, sæeyra, þorsk og
hlýra. Verulegur árangur hefur náðst í
kynbótastarfinu með bleikju og tekist hefur
að þróa fram eldisstofna úr viltum bleikju-
stofnum á aðeins örfáum árum. Einnig hef-
ur verulegur árangur náðst í laxeldi og
eldisaðferðir og framleiðni í greininni tekið
miklum framförum. Framleiðni í fiskeldi er
gjarnan mæld sem seld framleiðsla af þeim
seiðum sem fóru í áframeldi tveimur árum
áður. Miðað við þann mælikvarða jókst
framleiðni í laxeldi um nálega 150% á
árunum 1993-1996 eða úr 947 gr. í rúm
2.400 gr. eftir útsett seiði.
Framleiðsla og sala
Árið 1998 var sleppt samtals 395 þús.
gönguseiðum í hafbeit en 1.250 þús. árið
áður. Lélegar heimtur hafa leitt til mikils
samdráttar í fjölda gönguseiða sem sleppt er
til hafbeitar. Sleppingar nú eru vart meiri en
10% af því sem var fyrir aðeins fimm árurn.
Utflutningur hrogna og seiða hefur farið
vaxandi og nam árið 1998 rúmum 63 millj.
króna fob.
Framleiðsla matfisks hefur að mestu
staðið í stað undanfarin ár. Árið 1998 nam
framleiðslan 3.845 tonnum en árið 1997
3.733 tonnum. Um er að ræða aukningu
um 3,0%. Sem fyrr er framleiðsla lax
langmest eða 71% heildarframleiðslunnar.
Bleikja nemur 19% framleiðslunnar og
regnbogasilungur um 10%. Á undanförn-
Tafla 51. Framleiðsla matfisks 1994- 1998 (tonn).
Lax Bleikja Regnb,- urriði Samtals
1994 2.896 388 186 3.470
1995 2.880 471 389 3.740
1996 2.982 628 206 3.816
1997 2.600 644 489 3.733
1998 2.742 731 372 3.845
Heimild: Veiðimálastofnun.
62