Búnaðarrit - 01.01.1998, Page 66
Loðdýrarækt
Afurðir loðdýra eru refa- og minkaskinn.
Árið 1998 gáfu refaskinn 22% tekna í
greininni samkvæmt verðmætaáætlun Fram-
leiðsluráðs landbúnaðarins en minkaskinn
78%. Verðmæti loðdýraafurða voru sam-
kvæmt sömu heimild 1,6% heildarverð-
mæta landbúnaðarafurða árið 1998.
Fjöldi loðdýra
1 upphafi heimskreppunnar um og eftir
1930 hófst ræktun loðdýra á Islandi með
innflutningi á refum og minkum. Upp úr
seinni heimstyrjöldinni lagðist loðdýra-
ræktin af en hófst á ný með innflutningi
minka um 1970 og refa tíu árum síðar.
Loðdýraræktin skiptist í tvær megin-
búgreinar, refa- og minkarækt. Önnur loð-
dýrarækt hér á landi, s.s. kanínurækt, er
vaxandi en þó óveruleg enn sem komið er.
Árið 1998 voru eldisrefir í landinu taldir
vera 5.672 en eldisminkar 37.999. Árið
1997 voru refir 8.889 en minkar 45.044.
Refum hefur því fækkað mikið milli ára eða
um 36% en minkum hefur einnig fækkað
mikið eða um tæp 16%. Þungamiðja
refaræktarinnar er á Norður- og Austurlandi
þar sem um 91 % stofnsins er en á Norður-
landi vestra eru um 35% minkastofnsins,
tæp 25% á Austurlandi og rúm 22% á
Suðurlandi. Árið 1998 voru starfandi 113
loðdýrabú í landinu og er þá miðað við þann
fjölda búa sem settu á loðdýr skv. forða-
gæsluskýrslum haustið 1997. Refabú voru
samtals 52, minkabú 48 og blönduð bú voru
13. Tafla 53 sýnir fjölda loðdýra og loð-
dýrabúa eftir kjördæmum.
Eftir að skinnaverð hækkaði verulega
fyrir 3-4 árum fjölgaði loðdýrum umtalsvert
árin 1996 og 1997. Skinnaverð lækkaði
verulega aftur árið 1998, sérstaklega verð á
refaskinnum og í kjölfar verðlækkunarinnar
hefur loðdýrum fækkað aftur. Tafla 54 sýnir
fjölda loðdýra árin 1994-1998.
64