Búnaðarrit - 01.01.1998, Blaðsíða 69
BÚNAÐARRIT 1 998
Tafla 57. Þróun framleiðendaverðs á loðdýraafurðum 1994-1998.
Refaskinn Refaskinn Minkaskinn Minkaskinn
verð ársins kr. pr. skinn verðlag 1998 kr. pr. skinn verð ársins kr. pr. skinn verðlag 1998 kr. pr. skinn
1994 6.498 6.994 1.574 1.694
1995 5.928 6.274 1.463 1.548
1996 5.517 5.710 2.226 2.304
1997 3.536 3.595 1.786 1.816
1998 2.791 2.791 1.922 1.922
Heimild: Hagstofa íslands.
Finnland og Danmörk eru aðalút-
flutningslönd loðdýraræktarinnar og lang-
mestur hluti framleiðslunnar er seldur á
uppboðum þar. Meirihluti refaskinnanna,
eða 61%, var fluttur út til Finnlands en
meirihluti minkaskinnanna, eða 72%, var
fluttur út til Danmerkur. Auk Finnlands og
Danmerkur er lítilsháttar magn loðskinna
flutt út til Bandaríkjanna, eingöngu minka-
skinn. Tafla 56 sýnir útflutning loðskinna
eftir markaðslöndum árið 1998.
Verðlagsmál
Loðdýraskinn eru seld á uppboðsmörk-
uðum erlendis og verð þeirra fylgir algerlega
alþjóðlegri markaðsþróun. Undanfarin ár
hefur verð á refaskinnum farið lækkandi en
verð á minkaskinnum hækkaði þangað til
árið 1997 að það lækkaði umtalsvert eða um
nær 20%. Verð á minkaskinnum hæklcaði
aftur árið 1998 þó sú hæklcun hafi elclci verið
nema 7,6%. Tafla 57 sýnir þróun fram-
leiðendaverðs (fob útfl.verð) á loðdýra-
skinnum árin 1994-1997.
Afkonia loðdýraræktarinnar 1997
Hagþjónusta landbúnaðarins birtir árlega
niðurstöður úr rekstraruppgjöri loðdýrabúa
sem unnið er upp úr skattframtölum. Árið
1997 voru 15 loðdýrabú í úrtakinu. Megin-
niðurstöður úr rekstri eru að rekstrartekjur
voru 75,7 millj. kr. og rekstrarkostnaður
98,3 millj. kr. Rekstrartap fyrir fjármagnsliði
var 29,9% af veltu en tap af reglulegri
starfsemi nam 43,1% af veltu. I heild varð
tap af starfseminni 39,2%. Tafla 58 sýnir
rekstraryfirlit fyrir loðdýraræktina árið
1997.
Tafla 58. Rekstraryfirlit í loðdýrarækt
1997 (þús. kr.).
Fjöldi búa 15 Meðaltal
Tekjur:
Skinn 55.600 3.707
Aðrar afurðir 8.900 593
Birgðabreyting 7.800 520
Bústofnsbreyting -2.500 -167
Aðrar tekjur 5.600 373
Framleiðslustyrkir 300 20
Tekjur samtals 75.700 5.047
Gjöld:
Fóður 37.600 2.507
Greidd laun og launat. gjöld 5.300 353
Reiknuð laun 11.900 793
Annar kostnaður 32.100 2.140
Afskriftir 11.400 760
Rekstrarkostnaður samtals 98.300 6.553
Hagnaður f. vexti og verðbr.f. -22.600 -1.507
Vextir og verðbr.færsla -10.000 -667
Hagnaður af reglul. starfsemi -32.600 -2.173
Óreglulegar tekjur og gjöld 2.900 193
Hagnaður -29.700 -1.980
Heimild: Hagþjónusta landbúnaöarins.
67