Búnaðarrit - 01.01.1998, Blaðsíða 75
BÚNAÐARRIT 1998
Tafla 61. Lax og silungsveiði 1994-1998, stk.
Stangveiði lax Netaveiði lax Netaveiði í sjó, lax Samtals lax Stangveiði urriði Stangveiði bleikja Samtals silungur
1994 28.042 6.712 5.134 39.888 16.071 28.356 44.427
1995 34.241 6.717 6.468 47.426 20.344 36.652 56.996
1996 29.436 5.155 3.513 38.104 21.348 34.419 55.767
1997 27.082 5.705 30 32.817 22.490 29.480 51.970
1998 37.460 5.936 0 43.396 33.961 30.530 64.491
Heimild: Veiðimálastofnun.
Selveiði. Fyrirkomulag á nýringu kópa-
skinna er nú kornið í fastmótaðar skorður.
Spýtt vorkópaskinn fara í útflutning en
söltuð til fataframleiðslu innanlands. Söltuð
liaustkópaskinn fara í leðursútun innan-
lands. Alls voru flutt út 402 spýtt vor-
kópaskinn og 109 söltuð vorkópaskinn voru
notuð til framleiðslu innanlands á kápum og
jökkum. Þá komu 143 söltuð haustkópa-
skinn til vinnslu innanlands sem er óvenju
lítið. Má þar einkum kenna um óhagstæðri
haustveðráttu og lágu verði til bænda. Á
árinu var reynt að flytja út selskinn og fleiri
selaafurðir til nýrra viðskiptavina erlendis en
það skilaði ekki árangri. Handverksfólk
nýtir selskinn í talsverðum mæli í fram-
leiðslu sína og allnokkur sala er á hreifum,
spiki og kjöti. Verðmæti selaafurða, að
meðtöldum greiðslum frá hringormanefnd,
námu um 7 millj. króna á árinu 1998 auk
þess sem fékkst fyrir hreifa, kjöt og spik.
Reki. Á árinu 1998 varð nokkur aukning í
þeim tækjakosti sem notaður er til þess að
fullvinna rekavið í bygginga- og smíðavið
auk hefðbundinnar stauraframleiðslu. Starf-
andi eru félög um öflun og vinnslu rekaviðar
auk fjölda einstaklinga sem sinna úrvinnslu
hans en umtalsverð þróun hefur átt sér stað
á þessu sviði undanfarin ár. Um leið og
tækjakostur eykst og verður fullkomnari er
auðveldara að bregðast við auknum kröfum
um breytileika í stærðum og þar með
auðveldara að vinna nýja markaði. Þá ætti
nýtt tölvuskráningarforrit fyrir rekavið að
auðvelda markaðsstarf. Lágt verð á innfluttu
timbri veldur nú mestum erfiðleikum í
vinnslu rekaviðs. Áætlað verðmæti rekaviðar
árið 1998 var svipað og undanfarin ár eða
um 40-50 millj. króna.
Önnur hlunnindi. Alls er talið að felld hafi
verið 294 hreindýr á árinu 1998 sem er
svipaður fjöldi og árið áður. Meðalverðmæti
á dýr samkvæmt upplýsingum frá veiði-
stjóraembættinu er um 55.000 krónur.
Nýting sölva var með svipuðu sniði og
undanfarin ár. Innanlandsmarkaður tekur
enn við öllu sem tínt er og þokkalegt verð
fæst fyrir sölin. Notkun sölva við matargerð
verður sífellt fjölbreyttari.
Nýting fjallagrasa hefur aukist að undan-
förnu og útflutningur er 3-5 tonn á ári.
Fjallagrös eru auk þess nýtt með fjöl-
breyttum hætti innanlands við matreiðslu, í
sælgæti, drykki o.fl. Allmargir aðilar hafa
einhverjar tekjur af tínslu og vinnslu fjalla-
grasa, landeigendur, tínslufólk og úrvinnslu-
aðilar.
73