Búnaðarrit - 01.01.1998, Qupperneq 77
BÚNAÐARRIT 1998
vörnum gegn meindýrum og sjúkdómum.
Hefðbundin lyf eru ekki notuð nema í neyð
og óheimilt er að nota tilbúinn áburð.
Hvort sem um er að ræða vistvænan eða líf-
rænan búskap skal allt búfé vera ein-
staklingsmerkt og skráð. Þegar á heildina er
litið er því verulegur munur á lífrænum og
vistvænum búskaparháttum.
Nú eru á þriðja hundrað bændur komnir
með viðurkenningu fyrir vistvæna fram-
leiðslu, aðallega sauðfjárbændur, en reiknað
er með að fjöldi íslenskra bænda í ýmsum
búgreinum geti uppfyllt skilyrði reglugerðar
nr. 504/1998. Hún tekur til allrar land-
búnaðarframleiðslu en sérstakir viðaukar eru
komnir fyrir allar sauðfjár- og geitfjáraf-
urðir, fóðurjurtir og afurðir þeirra, eldisfisk,
egg varphænsna í lausagöngu, hrossakjöt svo
og grænmeti og kartöflur bæði í ræktun í
gróðurhúsum og utandyra. Fleiri viðaukar
eru í undirbúningi, svo sem fyrir afurðir
svína og kjúklinga í dreifbærum búskap, og
væntanlega verða nautgripaafurðir teknar
fyrir bráðlega. Notað er eitt vörumerki fyrir
allar vistvænar landbúnaðarafurðir, gæða-
eftirlit er í höndum búnaðarráðunauta og
dýralækna og bæði bændur og afurðastöðvar
skulu sækja um viðurkenningu hjá viðkom-
andi búnaðarsambandi. Engar upplýsingar
liggja fyrir um magn eða verðmæti vist-
vænna landbúnaðarafurða. Þess ber að geta
að viðurkenning fyrir ýmis konar vistvæna
framleiðslu er þekkt erlendis þótt hún sé
ekki innan alþjóðlegs ramma.
Samtals um 40 aðilar, þ.e. rúmlega 30
bændur og nokkrar afurðastöðvar, hafa hlot-
ið vottun fyrir lífræna framleiðsluhætti hjá
þeim tveim vottunarstofum sem annast
Vistvænn landbúnaður
Vistvæn landbúnaðarframleiðsla einkennist af
góðum búskaparháttum, hreinleika afurða, vel-
ferð búfjár og umhverfisvernd. Allri lyfja- og
efnanotkun, svo og áburðarnotkun, er stillt í hóf
og óheimilt er að nota hormóna og vaxtarhvetj-
andi efni við eldi búfjár. Stuðlað er að sjálfbærri
þróun.
Lífrænn landbúnaður
Lífræn landbúnaðarframleiðsla byggist á lifrænni
ræktun jarðvegs, notkun lífræns áburðar, safn-
haugagerð, sáðskiptum og lífrænum vörnum I
stað hefðbundinna lyfja, hormóna og eiturefna.
Gerðar eru miklar kröfur til umhverfisverndar,
velferðar búfjár og hreinleika afurða. Óheimilt er
að nota erfðabreyttar lífverur.
eftirlit og vottun skv. reglugerð nr. 219/
1995, en hún er innan alþjóðlegs ramma.
Þær eru LIV (Vistfræðistofan, lífræn íslensk
vottun) í Reykjavík og TUN (Vottunar-
stofan, vottun lífrænna afurða) í Vík í Mýr-
dal. Lífræn vottun ætti að geta náð til allra
búgreina og flestra afurða. Nú eru einkurn á
markaði lífrænt vottaðar garðávaxta- og
gróðurhúsaafurðir, svo sem kartöflur, rófur,
gulrætur, kálmeti, agúrkur, paprika, krydd-
jurtir og tómatar, en dilkakjöt, nautakjöt,
egg og mjólkurafurðir svo og þörunga- og
jurtaafurðir eru farnar að vera á boðstólum
og reikna má með vaxandi fjölbreytni og
aukningu í lífrænu framleiðslunni á kom-
andi árum. Lífrænar vörur eru seldar undir
merkjum vottunarstofanna en hjá Evrópu-
sambandinu er rætt um að koma upp sam-
evrópsku vörumerki til samræmingar.
Áætlað er að framleiðsla lífrænna vara nemi
tæplega 1% af landbúnaðarframleiðslunni
en einnig er töluverður innflutningur á
ýmsum lífrænunt vörum. Erlendis er víða
mikil gróska á markaði með lífrænar vörur.
Gæðastýring og vottun landbúnaðaraf-
urða er vænleg leið til að auka hagræðingu
og bæta rekstur og samkeppnisstöðu og þar
með tekjur bænda. Gæði íslenskra búsafurða
eru vissulega mikil en á þeim þarf að fást
formleg viðurkenning. Reikna má með að
þau gæði fái viðurkenningu markaðarins
með hærra verði líkt og gerst hefur erlendis
og góðar vísbendingar eru um hér á landi.
Þar sem gera má ráð fyrir vaxandi sam-
keppni við innfluttar landbúnaðarafurðir
skiptir slík viðurkenning miklu máli. Imynd
framleiðslunnar styrkist og nýir möguleikar
skapast til útflutnings á hágæðavörum.
75