Búnaðarrit

Árgangur

Búnaðarrit - 01.01.1998, Síða 79

Búnaðarrit - 01.01.1998, Síða 79
BÚNAÐARRIT 1998 Ari Teitsson, Hrísum, Reykjadal, formaður Hrafnkell Karlsson, Hrauni, Olfusi, fyrri varaformaður Gunnar Sæmundsson, Hrútatungu, Húnaþingi vestra, annar varaformaður Guðmundur Grétar Guðmundsson, Kirkjubóli, Dýrafirði Hörður Harðarson, Laxárdal, Gnúpverjahreppi Þórólfur Sveinsson, Ferjubakka II, Borgarbyggð Örn Bergsson, Hofi, Öræfum. Framkvæmdastjóri er Sigurgeir Þorgeirsson. Á árinu 1998 var skipað í 38,7 stöðugildi hjá Bændasamtökum fslands auk félags- stjórnar og starfsfólks í mötuneyti og við ræstingar. Þau skiptust þannig á starfssvið: Yfirstjórn og skrifstofa 7,5 Ráðunautar 13,0 Utgáfa, bókasafn, námskeið 4,3 Tölvudeild - skýrslur og forritun 8,4 Byggingaþjónusta 1,5 Nautastöðvar 4,0 Yfirstjórn og félagsstarf Búnaðarþing 1998 kom saman 8. ntars og starfaði í eina viku. Kosningar til þingsins höfðu farið fram um sumarið og haustið áður og urðu talsverðar breytingar í hópi fulltrúa. Þingið afgreiddi 39 mál og meðal þeirra helstu voru frumvarp til búnaðarlaga, stefnumótun BI, frumvörp varðandi eignar- rétt, stjórnsýslu og afnotarétt á hálendinu og eignarhald á auðlindum í jörðu, frumvarp til laga um dýralækna og tilraunainnflutningur á NRF-erfðaefni frá Noregi til kynbóta á kúastofninum. Setning búnaðarlaga nr. 70/1998 og samningagerð við ríkisvaldið á grundvelli þeirra setti svip á starfsemi samtakanna á árinu enda marka nýju lögin tímamót í samskiptum þessara aðila en samkvæmt þeim er samið til fimm ára í senn um verkefni á sviði leiðbeininga, búfjárræktar og jarðabóta og framlög til þeirra. Auk þess er sarnið um framlög til Framleiðnisjóðs land- búnaðarins. Fyrsti fimm ára samningurinn var fullbúinn í ársbyrjun 1999. Bændasamtökin eiga aðild að ýmsum stjórnum og nefndum á sviði landbúnað- armála og taka þátt í margháttuðu erlendu samstarfi. Á árinu var formaður BÍ jafnframt formaður í Norrænu bændasamtökunum, NBC. Leiðbeiningaþjónusta Störf ráðunauta Bændasamtakanna skiptust þannig eftir fagsviðum og búgreinum: Jarðrækt, vatnsveitur, forðagæsla og hlunn- indi (2 störf). Leiðbeiningar í jarðrækt og vatnsvirkjun, umsjón með jarðabótaúttektum og framlögum, yfir- umsjón með forðagæslu, leiðbeiningar urn hlunnindanytjar, þ.e. æðarrækt, sel- veiðar, reka, söl, fjallagrös, sjávarnytjar og hvers kyns atvinnusköpun. Garðyrkja, ylrækt (2 störf). Leiðbeiningar, þátttaka í rannsókna- og þróunarstarfi og hagtölusöfnun í garðyrkju. Búfjárrækt (5 störf - 4 í árslok). Leið- beiningar í nautgriparækt (1,5), sauð- fjárrækt (0,5), hrossarækt (1,0), svínarækt (0,5) og loðdýrarækt (0,5). Auk þess ein staða við þróun kynbótakerfa og útreikninga á kynbótamati. Lífrænn búskapur og landnýting (1 starf). Auk leiðbeininga á þessum sviðum ann- ast ráðunautur skýrslur geitfjárræktar, landsmarkaskrá og vissa aðra þætti skv. búfjárhaldslögum. Byggingar og bútækni (1 starf). Leiðbein- ingar urn landbúnaðarbyggingar og tæknibúnað en jafnframt yfirumsjón með byggingaþjónustu BÍ. Ferðaþjónusta (1 starf). Leiðbeiningar, eftirlit og úttektir. Lét af starfi í árslok. Hagfræði og bókhald (1 starf). Leiðbein- ingar um rekstur, bóldialds-og skattamál. 77
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Búnaðarrit

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Búnaðarrit
https://timarit.is/publication/595

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.