Fréttablaðið - 25.03.2010, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 25.03.2010, Blaðsíða 10
10 25. mars 2010 FIMMTUDAGUR aftur næsta vetur en hún gæti líka komið í vor. Inflúensan er ólíkinda- tól. Hún getur breytt sér og gert allar hundakúnstir en þetta bólu- efni er mjög öflugt og við höfum góðar vonir um það að þó að veir- an breyti sér eitthvað eigi bóluefn- ið að koma í veg fyrir sýkingu af breyttri veiru – þótt við vitum það náttúrlega ekki,“ segir Þórólfur Guðnason. gar@frettabladid.is HEILBRIGÐISMÁL „Menn gleyma því að það voru tvö hundruð manns lagðir inn á spítala og tuttugu manns í öndunarvélar á gjörgæslu – allt fólk á besta aldri sem annars hefði dáið,“ segir Þórólfur Guðna- son, yfirlæknir á sóttvarnasviði Landlæknis, sem kveður mikil- vægt að allir verði bólusettir gegn svínaflensu. Að sögn Þórólfs hafa nú um 150 þúsund manns látið bólusetja sig gegn svínaflensunni hérlendis. „Við teljum mikilvægt að ná góðri þekjun og meira ónæmi í samfélag- inu gegn þessari flensu til að koma í veg fyrir að hún geti blossað upp aftur,“ segir Þórólfur og ítrekar að slíkir heimsfaraldrar komi ekki bara einu sinni og hverfi heldur gangi aftur næstu ár. „Oft hafa faraldrarnir verið álíka skæðir þegar þeir koma í annað og þriðja sinn. Og stundum verri.“ Þórólfur segir að þótt mjög gott sé að annar helmingur þjóð- arinnar hafi látið bólusetja sig sé mikilvægt að hinn helmingurinn láti einnig bólusetja sig. Enn sé til bóluefni fyrir 150 þúsund manns því keyptir hafi verið 300 þúsund skammtar. Efnið endist í um tvö ár. Þórólfur hafnar því algerlega að bóluefnið sé lítt rannsakað og jafnvel hættulegt eins og marg- ir haldi fram. Hann bendir á að af öllum sem bólusettir hafi verið hérlendis hafi aðeins tveir fengið alvarlegar aukaverkanir. „En af þeim 55 þúsund manns sem við teljum að hafi fengið inflú- ensuna þá eru tvö hundruð sem fengu hana alvarlega og þurftu að leggjast inn á sjúkrahús og tuttugu voru í lífshættu,“ segir Þórólfur og undirstrikar að tilkynntar auka- verkanir hafi alls ekki verið fleiri en við almennar bólusetningar. „Það er líklegast að flensan komi Um helmingur bólusettur Um helmingur þjóðarinnar hefur látið bólusetja sig við svínaflensunni. Enn er til bóluefni fyrir um 150 þúsund manns því keyptir voru 300 þúsund skammtar af efninu. Allir láti sprauta sig gegn svínaflensunni Yfirlæknir á sóttvarnasviði Landlæknis segir mikilvægt að koma upp meira ónæmi í samfélaginu gegn svínaflensunni. Þó að veiran sé ólíkindatól og geti breytt sér vonist menn til að bóluefnið dugi. 150 þúsund skammtar eru enn til. ÞÓRÓLFUR GUÐNASON Aukaverkanir af bólusetningu gegn eru svínflensu mjög litlar miðað við hættuna af veirunni sjálfri, segir yfirlæknir á sóttvarnasviði Land- læknisembættisins. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN SJÁVARÚTVEGUR Afskrifa þarf allt að tuttugu prósent af skuldum sjávarútvegsfyrirtækja, eða um hundrað milljarða króna, til að þau geti starfað eðlilega og ráðið við sínar skuldbindingar. Þetta kom fram í máli Friðriks J. Arngrímssonar, framkvæmda- stjóra Landssambands íslenskra útvegsmanna, í hádegisfréttum Bylgjunnar. Friðrik segir ljóst að einhverjir aðilar í sjávarútvegi ráði ekki að fullu við sínar fjárhagslegu skuld- bindingar. Til að mynda þeir sem fjárfest hafi í óskyldum atvinnu- greinum. Ákveðin skuldaaðlögun þurfi því að verða í sjávarútvegi líkt og víðar. Hann segir ýmislegt geta gerst. Í sumum tilfellum geti verið að kröfuhafar semji við núver- andi eigendur um niðurfellingu hluta skulda eða skuldaaðlögun. Í öðrum tilfellum geti svo farið að fyrirtækin verði seld. Hugsanlega þurfi að afskrifa allt að tuttugu prósent af skuld- um sjávarútvegsfyrirtækja eða um hundrað milljarða króna til að þau geti starfað eðlilega og ráðið við sínar skuldbindingar, að sögn Friðriks. Framkvæmdastjóri LÍÚ segir skuldaaðlögun þurfa að verða í sjávarútvegi: Afskrifa þarf 100 milljarða FÉLAGSMÁL Bandalag íslenskra skáta er nær öruggt um að fá að halda heimsmót róverskáta hér á landi árið 2017. Mótið verður lang- stærsti alþjóðlegi viðburðurinn sem íslenskir skátar hafa staðið fyrir frá upphafi. Heimsmót róverskáta eru ætluð skátum á aldrinum 18 til 26 ára, og búast má við á bilinu 6.000 til 8.000 skátum hingað til lands á mótið, segir Bragi Björnsson skátahöfðingi. Mótin eru hald- in fjórða hvert ár í mismunandi löndum. Bandalag íslenskra skáta hefur eitt sótt um að halda mótið árið 2017. „Þetta er mjög gott tækifæri og mikill heiður fyrir okkur,“ segir Bragi. Enginn keppir við íslensku skátana um að fá að halda mótið þetta árið, en eftir er að staðfesta endanlega að það verði haldið hér. Bragi segir efnahagsmálin vissu- lega hafa komið upp í umsóknar- ferlinu, en íslenska skátahreyfing- in sé vel rekin og hafi alla burði til að standa fyrir svo stóru móti. „Þetta er í fyrsta skipti sem svo lítið bandalag hefur tekið að sér svo stóran atburð,“ segir Bragi. Hann segir að íslenskum skátum sé treyst fyrir svo stóru móti þar sem afar vel hafi tekist til þegar Roverway-skátamótið var haldið hér á landi í fyrra. „Þjóðirnar sáu hvað við stóðum okkur vel síðasta sumar, Ísland er spennandi land að heimsækja, og þetta verður gott tækifæri fyrir þetta unga fólk til að heimsækja það sem í hugum margra er mjög framandi land,“ segir Bragi. - bj Bandalag íslenskra skáta heldur risavaxið skátamót fyrir eldri skáta árið 2017: Stór atburður hjá litlu félagi SKÁTAMÓT Skátamót fyrir yngri skáta var haldið hér á landi í fyrra, og þótti takast afar vel. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Flestir senda rafrænt Ríflega 57 þúsund manns höfðu skilað inn skattframtali sínu í gær. Langflestir, eða um 55 þúsund, skiluðu framtalinu rafrænt á vef ríkisskattstjóra. Lokaskiladagur á skattframtölum er á morgun. Hægt er að sækja um frest til að skila inn framtali og er þá lokaskiladagur 7. apríl. Um 260 þúsund einstaklingar eru framtalskyldir þetta árið. SKATTAMÁL LÖGREGLUMÁL Lögreglan á Selfossi hefur þurft að sinna fjölmörg- um verkefnum í umdæminu und- anfarna daga, svo sem að taka við tilkynningu um týnda hænu í Hveragerði og geltandi hund á Selfossi. Ökumaður sem lögreglumenn höfðu afskipti af vegna hraðakst- urs reyndist einnig undir áfeng- isáhrifum. Ellefu aðrir ökumenn voru kærðir fyrir hraðakstur. Einn ökumaður var kærður fyrir að aka bifreið sviptur ökuréttindum. - jss Lögreglumenn í önnum: Týnd hæna og geltandi hundurRyksugur - fyrsta flokks. Stór orð sem reynslan réttlætir. Hátúni 6a . 105 Reykjavík Sími 552 4420 . www.fonix.is DekaCryl 7 Innimálning. 10 lítrar 4.990kr.Deka Meistaralakk 40 Akrýllakk. 1 líter 1.495kr. MAKO pensill 50mm 490kr. MAKO rúlla 25 cm 450kr. MAKO málningarlímband 25mm - 50m 445kr. Nóatúni 4 · Sími 520 3000 www.sminor.is A T A R N A Þvottavél WM 14E261DN á hreint frábærum kjörum. Tekur mest 6 kg, vindur upp í 1400 sn./mín. Með 15 mínútna þvottakerfi og íslensku stjórnborði. Tækifærisdagar í verslun okkar! 129.900 Tækifærisverð: kr. stgr. (Verð áður: 169.900 kr.) A u g lý si n g a sí m i Allt sem þú þarft… „Oft hafa faraldrarnir verið álíka skæðir þegar þeir koma í annað og þriðja sinn. Og stundum verri.“ ÞÓRÓLFUR GUÐNASON YFIRLÆKNIR Á SÓTTVARNASVIÐI LANDLÆKNISEMBÆTTISINS. FRIÐRIK J. ARNGRÍMS- SON Hann segir að afskrifa þurfi um 20 prósent af skuldum sjávarútvegs- yfirtækjanna. 16 0 32 0 Þúsund manns
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.