Fréttablaðið - 25.03.2010, Side 37

Fréttablaðið - 25.03.2010, Side 37
FIMMTUDAGUR 25. MARS 2010 Puma First Round Safari Flottur strigaskór með gamla laginu. Töff, gamaldags hönnun færð í nútímalegan stíl. Puma First Round Safari fást hjá okkur: Útilíf - Skór.is - Fjölsport - Borgarsport - Blómsturvellir - Hafnarbúðin - Sportver Tákn - Fjarðasport - Veiðiflugan - K-sport - Axel Ó - Sportbær Verð: Kr. 15.990.- Hver er þinn litur? Þorsteinn Einarsson, skóari í Kringlunni, er að bæta striga- skó í saumavélinni þegar hann er truflaður. Sá skór er með röndum og gylltum kósum. „Það er allt- af eitthvað um að fólk komi með uppáhaldsstrigaskóna sína í við- gerð því allir eiga svoleiðis,“ segir hann og segir skóinn sem hann er að meðhöndla dæmi um tískuna í dag. „Ég var að koma af sýningu úti í Wiesbaden í Þýskalandi og sá þar alls konar skraut á strigaskó og pantaði marglitar reimar sem koma bráðum. Svo var hægt að fá skraut til að þræða upp á reim- arnar, til dæmis skrautsteina og fána allra liðanna sem keppa á heimsmeistaramótinu í fótbolta. Veit ekki hvort það hentar hér í slabbinu en reimarnar eru mjög vinsælar úti í Evrópu.“ Límingarnar meðfram sólan- um er það sem helst vill bila, að sögn Þorsteins, og líka tauið rétt við samskeyti þess og gúmmís- ins.“ Það eru engar vélar notaðar í sambandi við hliðarlímingar en ef þarf að gera við sólana sjálfa þá nota ég pressur. Við erum með gúmmí í svona sóla,“ segir hann. Einnig rifnar stundum út úr götun- um sem reimarnar eru þræddar í og þá er bætt og saumað en kósur eru sjaldan settar í nema þær séu til staðar áður. Hælfóðrið vill líka trosna enda yfirleitt úr þunnu og mjúku efni. „Það kemur fyrir að við setjum leðurklæðningu þar inn í,“ lýsir skóarinn. Eitt heilræði leggur Þorsteinn til að lokum. „Það er gott að skipta stundum um leppana inni í striga- skónum og endurnýja þá, því bæði lýjast þeir og svo safnast í þá svitalykt.“ - gun Uppáhaldsskórnir í viðgerð „Límingarnar meðfram sólanum er það sem helst gefur sig á strigaskónum að sögn Þorsteins, skóara í Kringlunni. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Vörumerkið Puma er að senda frá sér nýja skó á markaðinn. Skórinn er nýkominn í búðirn- ar á Íslandi í hressandi litum fyrir sumarið. „Þessir skór heita First Round Saf- ari og eru úr Puma Archive-línunni en Archive-línan sækir innblástur sinn til upphafsára Puma,“ útskýr- ir Ragnhildur Rósa Guðmundsdótt- ir, sölumaður hjá Tótem, umboðsað- ila Puma. „Puma sækir reglulega í eldri hönnun. Þeir byggja á langri hefð allt frá árinu 1948 og hafa því af nógu að taka.“ First Round Safari-skórinn er tískuíþróttaskór, upphár, reimaður úr striga. Hann hefur áður komið fram í Archive-línu Puma en nú er hann í nýrri útfærslu og nýjum litum. „Skórinn er í svörtu, hvítu, túrk- isbláu, fjólubláu og gulu og er fer- lega flottur. Við reiknum með að hann verði vinsælastur hjá stelpun- um, kannski á fermingaraldrinum og upp úr.“ Puma-vörumerkið er bæði íþrótta- og lífsstílsmerki. Ragnhild- ur segir fólk hafa tilhneigingu til að líta á Puma eingöngu sem tísk- umerki en metnaður fyrirtækisins undanfarin ár hafi verið sá að sýna fram á að Puma sé alvöru íþrótta- merki sniðið að þörfum alvöru íþróttamanna. „Usain Bolt og allt frjálsíþrótta- lið Jamaíka keppir í Puma. Nýjasti kylfingurinn í röðum Puma, Rick- ie Fowler, hefur verið að stimpla sig inn í golfheiminn undanfar- ið. Þá er landslið Ítalíu, ríkjandi heimsmeistara, og Egyptalands, núverandi Afríkumeistara, einn- ig í Puma. Puma hefur frá upphafi verið í fararbroddi í framleiðslu á íþróttavörum og kom til dæmis með fyrsta fótboltaskóinn á mark- aðinn með skrúfutökkum. Vör- urnar hjá okkur spanna allt sviðið en við erum heildsala og þjónust- um verslanir um allt land. Við hjá Tótem erum einnig með söluskrif- stofu þar sem við þjónustum fé- lagslið og einstaklinga. Eins bjóð- um við upp á mikið úrval af annarri vöru til íþróttaiðkunar hvort sem er fatnaður eða fylgihlutir.“ Puma sækir í gamla hefð í nýjum skóm Ragnhildur Rósa Guðmundsdóttir og Sigþór Árnason sölumenn hjá Tótem, umboðsaðila Puma á Íslandi. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.