Fréttablaðið - 25.03.2010, Qupperneq 38
25. MARS 2010 FIMMTUDAGUR6 ● fréttablaðið ● strigaskór
Skemmtilegar stað-
reyndir um strigaskó
Brynja Pétursdóttir, dansari
og danskennari, er forfallinn
aðdáandi strigaskóa og hefur
safnað slíkum í mörg ár.
„Ég hugsa að fólk verði rosalega
erfitt þegar það er á kafi í svona
skósöfnun. Mikið til eru þetta bara
stælar, en ég held líka að við séum
flest mjög stolt af þessari áráttu,“
segir Brynja Pétursdóttir, dansari
og danskennari, sem hefur safnað
strigaskóm í fjölda ára og á orðið
hið myndarlegasta safn. Hún segist
eiga erfitt með að tilgreina hversu
mörg pör af strigaskóm safnið telur,
því hún hefur ekki talið þá nýlega,
en slumpar á að þau séu í kringum
fimmtíu talsins.
Að sögn Brynju má rekja upphaf
söfnunarinnar til þess þegar hún
hóf að starfa sem dansari. „Lengi
einbeitti ég mér aðallega
að hip-hop dansi og tengingin við
strigaskó er rosalega sterk í báðum
þessum menningarkimum. Eftir
því sem árin líða og fjölgar í safn-
inu hef ég í auknum mæli gripið til
þeirrar afsökunar að ég sé dans-
ari, og dansarar þurfa einfaldlega
að líta vel út,“ segir hún og skell-
ir upp úr. „Ég er líka alltaf hlaup-
andi úti um allt og þarf því að vera
í góðum skóm. Og flottum,“ bætir
hún við.
Brynja segist örlítið hafa slakað
á í strigaskóasöfnun síðustu ár.
„Fyrst þegar ég byrjaði að safna
fylgdist ég gríðarlega vel með
allri þróun og hönnun á striga-
skóm, las allar bloggsíður því tengt
og svo framvegis. Þegar ég fer til
útlanda, til dæmis til New York,
kaupi ég eingöngu skó í ákveðn-
um búðum sem selja „exclusive“
pör sem fást ekki í þessum hefð-
bundnari skóbúðum,“ segir
Brynja og rifjar upp þegar hún fann
ákveðna gerð af Nike-strigaskóm í
New York fyrir nokkrum árum, svo-
kallaða Mork and Mindy-skó sem
ætlað var að líkja eftir skóm sem
leikarinn Robin Williams klæddist í
gömlum sjónvarpsþáttum. Skömmu
síðar komst Brynja að því að eins
skór fengust í versluninni Smash
hér á landi. „Þetta var hræðilegt
því ég fæ grænar bólur þegar ég sé
fólk í alveg eins strigaskóm og ég.
Ég hætti alveg að nota skóna og hef
geymt þá uppi á hillu síðan,“ segir
hún.
Dansarinn hneykslast þegar
blaðamaður spyr hvort hún hafi
nokkurn tíma hent skópari. „Ertu
að grínast? Nei, það myndi ég aldrei
gera. Mér þykir vænt um öll skópör-
in mín og á eflaust eftir að glápa á
flotta strigaskó alla ævi,“ segir
Brynja. - kg
Myndi aldrei henda pari
Brynja með hluta af strigaskóa-safninu sínu. „Þetta er úti um allt í íbúðinni, í geymslunni, anddyrinu og úti um allt og er fyrir
okkur alls staðar. Ég veit samt um fólk sem á mun fleiri pör en ég,“ segir Brynja. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
■ Kvikmyndin Sneakers með Ro-
bert Redford og River Phoenix í
aðalhlutverkum hafði ekkert með
strigaskó að gera, þrátt fyrir nafn-
giftina.
■ Adidas heitir eftir skapara
sínum Adolf „Adi“ Dassleer. Ru-
dolf Dassler, bróðir Adis, stofnaði
svo fyrirtækið árið 1948.
■ Kurt Cobain var í svörtum Con-
verse One Stars-rúskinnsskóm
þegar hann fyrirfór sér.
■ Skechers og L.A. Gear eru hug-
arfóstur Roberts Greenberg, og
óhætt að telja hann moldríkan.
■ Converse All-Stars-strigaskórn-
ir fengust bara í svörtu og hvítu til
ársins 1966.
■ Vöfflusóli Nike var upp-
haflega kallaður geirvört-
usólinn af skapara sínum,
Bill Bowerman.
■ Diadora rekur sögusafn
sinna strigaskóa í kjallara
verslunar sinnar í Flórens
á Ítalíu.
■ Rendurnar þrjár
í merki Adidas eru
sagðar tákna þrjá
syni Adis Dass-
lers, stofnanda Ad-
idas.
■ Michael Jordan
vildi samning við
Adidas 1984. Hann er yfirlýst-
ur Adidas-aðdáandi.
■ Rocky Balboa gekk
um í Converse-skóm
og eru skref hans
bronsuð í steypu
listasafnsins í
Philadelphiu.
■ Jerry Sein-
feld á yfir 500
pör af hvítum
strigaskóm.
Usain Bolt, spretthlauparinn frá
Jamaíku, hefur verið kallaður hrað-
skreiðasti maður heims. Hann á
heimsmetið í hundrað metra og tvö
hundruð metra hlaupi. Auk þess
sem hann á heimsmetið í fjórum
sinnum hundrað metra boðhlaupi
ásamt félögum sínum í landsliði
Jamaíku. Hann hefur einnig fengið
Ólympíugull í sömu þremur grein-
unum. Á Ólympíuleikunum í Pek-
ing árið 2008 varð hann fyrsti mað-
urinn til að sigra í þremur sprett-
hlaupsgreinum síðan Carl Lewis
gerði það árið 1984 og fyrsti mað-
urinn til að setja heimsmet í þremur
greinum á einum Ólympíuleikum.
Usain Bolt hefur einnig orðið
þekktur fyrir að keppa í Puma-
skóm og í kjölfar Ólympíuleik-
anna hóf hann samstarf við
Puma-fyrirtækið og hann-
aði sérstaka gulllínu sem
seld var í vefverslun
Puma.
Hlaupari hannar gulllínu
Usain Bolt er
sannkallaður
gullhlaupari.