Fréttablaðið - 27.03.2010, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 27.03.2010, Blaðsíða 18
 27. mars 2010 LAUGARDAGUR UMRÆÐAN Andrés Magnússon og Mar- grét Kristmannsdóttir skrifa um stöðugleikasáttmálann Eitt af því sem hefur því miður einkennt okkur Íslendinga eftir hrunið er skortur á samstöðu. Í mörgum mikilvægum málum hefur þjóðin skipst í fylkingar og hver höndin verið upp á móti ann- arri. Þetta hefur síðan valdið því að lausn mikilvægra mála hefur tafist úr hófi. Þegar frá líður verð- ur það væntanlega verkefni sagn- fræðinga eða jafnvel sálfræðinga að greina af hverju þjóðin valdi leið sundurlyndis þegar þörf- in fyrir samstöðu var meiri en nokkru sinni fyrr. Segja má að ljósið í myrkrinu hafi verið undirritun Stöðugleika- sáttmálans sem undirritaður var af hálfu ríkisstjórnarinnar og aðila vinnumarkaðarins í lok júní árið 2009. Við undirritunina ríkti bjart- sýni meðal manna en engu að síður var ljóst að verkefnin fram undan voru erfið og myndu reyna á. Eins og við mátti búast hrikti stundum í stoðum sáttmálans enda kom fljót- lega í ljós að sáttmálinn var ekki að ganga eftir eins og menn höfðu vonast til. Dráttur á lausn Ice save olli vandræðum og hafði í för með sér tafir meðal annars á lækk- un vaxta, styrkingu krónunnar, afnámi gjaldeyrishafta og skap- aði erfiðleika varðandi fjármögn- un ýmissa framkvæmda. En það sem á endanum olli því að upp úr slitnaði var að menn misstu sjón- ar á stóru málunum og urðu ákveð- inni hugmyndafræði að bráð. Íslenska þjóðin stendur frammi fyrir erfiðleikum – en ekki meiri erfiðleikum en svo að með sam- hentu átaki eigum við að geta verið komin á nokkuð lygnan sjó innan 2-3 ára. Ef við hins vegar ákveð- um að velja stöðugt ófrið frekar en samstöðu erum við að gera okkur miklu erfiðara fyrir og lengja þann tíma sem við erum stödd í öldu- dalnum. Í ljósi þessa verða það því að teljast mikil vonbrigði að stjórn- arflokkarnir skyldu ákveða að keyra í gegn skötuselsfrumvarpið svokallaða í mikilli óþökk Samtaka atvinnulífsins. Skötuselurinn einn og sér olli þó ekki gliðnun Stöðug- leikasáttmálans heldur var þessi ófrýnilega skepna punkturinn yfir i-ið. Því skal hins vegar haldið til haga að afar brýnt er að ná víð- tækri sátt um stjórnun fiskveiða meðal þjóðarinnar og þar verða allir aðilar að koma til leiks með ábyrgum hætti og láta af óbilgirni og oft gamaldags baráttuaðferð- um. Það verður hins vegar að telj- ast undarleg tímasetning að keyra í gegn breytingar á fiskveiðistjórn- unarkerfinu í óþökk hagsmunaað- ila á sama tíma og þjóðin er stödd í miðjum skafli efnahagshruns- ins. Skynsamlegra hefði verið að koma þjóðarskútunni í var – ein- blína á brýnustu úrlausnarmálin – og taka síðan á öðrum málum þar sem ekki skiptir öllu hvort lausn finnist á komandi vikum eða drag- ist eitthvað á langinn. Þegar verið er að ausa úr leku skipi á liturinn á bátnum ekki að skipta máli. Fyrst þegar búið er að koma skipinu til hafnar og gera sjófært á ný má velta fyrir sér að gera ýmsar aðrar breytingar sem teljast til bóta. Við Íslendingar stöndum nú frammi fyrir því að sú framsýni sem náðist með undirritun Stöð- ugleikasáttmálans er horfin og aðilar sáttmálans stefna hraðbyri í átt að sundurlyndi með ófyrir- séðum afleiðingum. Fast er skotið úr öllum áttum og aðilar sem áður sneru bökum saman nýta nú flest tækifæri til að senda mótaðilum tóninn. Skrattanum er skemmt! Þetta er óheillaþróun og aðilar verða að þoka sér í átt að samstöðu á ný. Þjóðarhagur krefst þess og þjóðin hefur ekki efni á því að aðilar í lykilhlutverki endurreisn- arinnar – stjórnarflokkarnir og aðilar vinnumarkaðarins – gangi ekki í takt. Við verðum að stíga eitt skref til baka – finna taktinn á ný og einblína á stóru sameiginlegu hagsmunamálin. Það er einsýnt að til að finna þann takt verða sumir að brjóta odd af oflæti sínu, éta ofan í sig þegar sögð orð og taka til baka þegar gerða hluti. Það eru ekki miklar fórnir þegar framtíð fyrirtækja landsins og þar með heimila er í húfi. Þegar Stöðugleikasáttmálinn var undirritaður fyrir níu mán- uðum síðan héldum við að staðan yrði önnur nú en raun ber vitni. Við erum á krossgötum og verð- um að vinna okkur út úr núver- andi stöðu í stað þess að einblína í baksýnisspegilinn og harma glöt- uð tækifæri. Við sem lifum og hrærumst í viðskiptalífinu vitum að þegar upp úr viðskiptasambönd- um slitnar er alltaf hægt að róa á önnur mið og leita nýrra viðskipta- sambanda. Þetta getur ríkisstjórn- in og aðilar vinnumarkaðarins ekki gert. Þau sitja uppi með hvort annað – hvort sem mönnum líkar það nú betur eða verr. Við getum haldið áfram að skemmta skratt- anum og þá eigum við vafalaust skilið döpur eftirmæli um okkar þátt í endurreisninni. Við höfum val um að ganga veg sundurlyndis og ósátta eða gyrða okkur í brók og takast í sameiningu á við þau gríðarlegu verkefni sem við þjóð- inni blasa. Þjóðin gerir bæði kröf- ur um og á skilið að seinni kostur- inn sé valinn. Margrét Kristmannsdóttir er formaður og Andrés Magnússon er framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu. Að slíta í sundur friðinn ANDRÉS MAGNÚSSON MARGRÉT KRIST- MANNSSDÓTTIR Það er einsýnt að til að finna þann takt verða sumir að brjóta odd af oflæti sínu, éta ofan í sig þegar sögð orð og taka til baka þegar gerða hluti. Það eru ekki miklar fórnir þeg- ar framtíð fyrirtækja landsins og þar með heimila er í húfi. Söguskoðun sófaspekinga UMRÆÐAN Helgi Áss Grétarsson skrifar um sjáv- arútvegsmál Ófá íslensk mennta– og gáfumenni virðast endalaust geta framleitt hugmyndir sem til þess eru fallnar að skekkja eða veita furðulega mynd af þróun íslenskrar fiskveiðistjórnar. Ein þessara hugmynda er að um margra áratuga skeið hafi gengisfellingar til hagsbóta fyrir íslenskan sjávarútveg stuðlað að rýrnun kaupmáttar almennings (sjá t.d. rit- stjórnargrein Páls Baldvins Baldvinssonar í Fréttablaðinu 25. mars sl.). Þessi söguskoðun er afar sérstök að því leyti að þegar á 7. og 8. ára- tug síðustu aldar bentu ýmsir virtir hagfræð- ingar á það að gengi íslensku krónunnar væri haldið óeðlilega háu með tilliti til framleiðslu- þátta samfélagsins, þ.e. að hin einhæfa útflutn- ingsstarfsemi leiddi til þess að sjávarútvegur greiddi í reynd auðlindaskatt til samfélagsins í formi of hás gengis. Þetta þýddi með öðrum orðum að reka átti sjávarútveg „á núlli“ til að aðrir hagsmunaaðilar í samfélaginu gætu flutt inn vörur sem þeir ella hefðu ekki haft efni á. Þannig átti hagnaðinum af nýtingu fiskveiðiauð- lindarinnar að vera dreift um allt samfélagið. Þegar óstjórn efnahagsmála og illa skipu- lagðar fiskveiðar í atvinnuskyni leiddu með reglulegu millibili til taprekstrar í sjávarútvegi þurfti að fella gengið til að atvinnugreinin næði núllstöðu. Slíkar gengisfellingar voru eingöngu staðfesting á agalausri efnahagsstjórn og van- hugsaðri fiskveiðistjórn en ekki birtingarmynd þess að sjávarútvegur væri dragbítur á efnahagslífið. Þetta skipulag hélt sér að mestu fram á upphaf tíunda áratugar síðustu aldar. Að mínu mati telst það til pólitískra afreka ríkisstjórnar Steingríms Her- mannssonar að hafa staðið fyrir sam- þykkt ótímabundinna laga um stjórn fiskveiða árið 1990. Þau lög höfðu þau áhrif að leyfilegur heildarafli í mörgum mikilvægum tegundum var að jafnaði ákveðinn í samræmi við tillögur fiski- fræðinga í stað þess að ráðherra á hverjum tíma gæti alfarið hundsað álit þeirra og ákveðið mun hærri heildarafla. Lögin veittu atvinnugrein- inni sjálfri einnig tæki og tól til að veiða heild- araflann með sem lægstum tilkostnaði. Þetta var gert með því að skilgreina aflaheimildir til langs tíma, gera þær einstaklingsbundnar og framseljanlegar. Þrátt fyrir þó nokkur frá- vik frá þessu skipulagi hefur rekstur íslensks sjávarútvegs gengið vel síðan árið 1991, þ.e. hann hefur verið að jafnaði rekinn með hagnaði. Þessi ávinningur skilar sér til samfélagsins með margvíslegum hætti, svo sem hærri launum til þeirra sem starfa við sjávarútveg og hærri skatttekjum ríkis og sveitarfélaga. Það væri þarft verk fyrir marga sófaspek- inga íslenskrar menntaelítu að kynna sér sögu íslenskrar fiskveiðistjórnar betur og bera hana t.d. saman við þróun fiskveiðistefnu Evrópusam- bandsins frá árinu 1983. Sé það gert af bæri- legri sanngirni sést hversu stoltir Íslending- ar geta verið af sínu fiskveiðistjórnkerfi. Það breytir því ekki að þessi árangur af íslenska kerfinu hefur kostað veruleg átök og fórnir. Þótt margt hefði mátt fara betur á þessari vegferð er auðvelt að glutra niður þeim árangri sem náðst hefur. Það mun að öllum líkindum gerast sé það einbeittur vilji stjórnmálamanna að taka upp kerfi sem stuðlar að ofveiði og efnahagslegri sóun. Höfundur er sérfræðingur við Lagastofnun Háskóla Íslands. HELGI ÁSS GRÉTARSSON Það væri þarft verk fyrir marga sófaspekinga íslenskrar menntaelítu að kynna sér sögu ís- lenskrar fiskveiðistjórnar betur og bera hana t.d. saman við þróun fiskveiðistefnu Evrópu- sambandsins frá árinu 1983. 08:00 Afhending fundargagna 08:20 Opnun ráðstefnu 08:30 Hvað er heilsueflandi skóli? Margrét Björnsdóttir, forstjóri Lýðheilsustöðvar 08:45 Reducing youth alcohol drinking through a parent–targeted intervention; The Örebro Prevention Program; Nikolaus Koutakis, Örebro University, Svíþjóð 09:45 Heilsa og líðan framhaldsskólanema; Margrét Lilja Guðmundsdóttir, HR 10:05 Heilsueflandi framhaldsskólar; Héðinn Svarfdal Björnsson, verkefnisstjóri, Lýðheilsustöð 10:25 Flensborg, Hafnarfirði – heilsueflandi framhaldsskóli; Magnús Þorkelsson, skólameistari Flensborg 10:45 11:00 Fæðuval í framhaldsskólum – hvernig er ástandið og hvar liggja helst tækifæri til breytinga? Dr. Anna Sigríður Ólafsdóttir, lektor í næringarfræði, Menntavísindasvið HÍ Handbók um mataræði í framhaldsskólum; Hólmfríður Þorgeirsdóttir, verkefnisstjóri næringar, Lýðheilsustöð 11:10 Íþróttakennsla í framhaldsskólum – Íþróttakennslan, menntamálaráðuneyti, skólastjórnendur, elskulegir nemendur; Guðbrandur Stefánsson, formaður ÍKFÍ 11:30 Forvarnir og samstarf við foreldra framhaldsskólanema 11:50 Mennta- og menningarmálaráðuneyti - Hreyfing er geðveik geðrækt; Jóhanna María Eyjólfsdóttir, sérfræðingur hjá MMRN 12:05 Heilbrigðisráðuneyti – Tilbrigði við heilbrigði; Héðinn Unnsteinsson, sérfræðingur hjá HBR 13:00 Heilsa og líðan grunnskólanema 2010; Þóroddur Bjarnason, HA 13:20 Áherslur á heilsueflingu í sameiginlegri framtíðarsýn fyrir grunnskólastarf til 2020; Svandís Ingimundardóttir, skólamálafulltrúi Sambands íslenskra sveitarfélaga 13:40 Heilsueflandi grunnskólar; Sveinbjörn Kristjánsson, verkefnisstjóri, Lýðheilsustöð 14:00 Heilsueflandi grunnskóli á Austurlandi; Sigurbjörg Kristjánsdóttir, Egilsstaðaskóla 14:15 Hreyfing í grunnskólastarfinu – Handbók um hreyfingu; Gígja Gunnarsdóttir, verkefnisstjóri hreyfingar, Lýðheilsustöð 15:00 „Rödd úr skólasamfélaginu“ Óskar Einarsson, skólastjóri Fossvogsskóla 15:20 Niðurstöður úr könnun á meðal grunnskólastjóra; Jórlaug Heimisdóttir, verkefnisstjóri, Lýðheilsustöð 15:35 Panell og fyrirspurnir – Efling tengsla á milli skólasamfélagsins og heilbrigðiskerfisins 16:00 Skólaþingi slitið Heilsueflandi skólar Skólaþing 9. apríl 2010 Haldið í Rúgbrauðsgerðinni, Borgartúni 6, Reykjavík. Þingið er öllum opið og þátttakendum að kostnaðarlausu, en skrá þarf þátttöku á vefnum www.lydheilsustod.is. *Birt með fyrirvara um breytingar Dagskrá:* Umsækjendur verða að hafa lokið meistaraprófi í lögfræði eða samsvarandi prófi og stunda námið skólaárið 2010-2011. Litið verður til þess hvort umsækjendur ljúka námi vorið 2011 og til fyrri námsárangurs við mat á umsóknum. Styrkþegar verða að sýna fram á að hafa staðfesta skólavist og verður styrkur greiddur út þegar nám er hafið. Nánari upplýsingar veitir María Thejll forstöðumaður Mannréttinda- stofnunar Háskóla Íslands, netfang mariath@hi.is. Umsóknarfrestur er til 1. maí 2010 og skal skila umsóknum merktum „Styrkumsókn“ með staðfestum upplýsingum um framhaldsnámið, fyrri námsárangur og próf ásamt starfsferillýsingu og senda á: Mannréttindastofnun HÍ, Lögbergi við Suðurgötu, 101 Reykjavík Mannréttindastofnun Háskóla Íslands auglýsir styrki allt að 500.000 kr. til framhaldsnáms í mannréttindum skólaárið 2010-2011. Styrkir til framhalds- náms í mannréttindum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.