Fréttablaðið - 27.03.2010, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 27.03.2010, Blaðsíða 40
2 vín&veisla Kassavínin eiga sér stutta sögu á mark-aðinum en þau hafa náð sterkri stöðu í löndum sem ekki eru víngerðarlönd og ég held ég megi fullyrða að Norðurlanda- þjóðirnar eigi heimsmet í notkun á þeim,“ segir Gissur. Hann telur Svía duglegasta að kaupa kassavín en Íslendingar teygja sig í áttina til þeirra. „En ef þú ferð hins vegar til landa þar sem vín hafa verið framleidd í ár- hundruð, til dæmis Ítalíu, Spánar eða Frakk- lands, þá er fólk þar með flöskuna á lofti,“ tekur hann fram. Kassavín sem seld eru í ÁTVR eru mis- munandi að gæðum að sögn Gissurar en mörg þeirra segir hann prýðisgóð. Hvernig á almenningur svo að fara að því að velja? „Við reynum að leiðbeina viðskiptavinum okkar enda erum við með fólk hér í smökk- un og gæðamati á vínum alla daga. Svo setj- um við upp hillumiða með lýsingum á því sem við finnum í víninu, eiginleikum þess og bragði, til dæmis hvort það sé ávaxtaríkt, sætt eða súrt. Einnig setjum við matartákn á miðana til að gefa hugmynd um með hvaða mat hvert og eitt vín henti best,“ segir hann og útskýrir nánar. „Við erum kannski með tvo kassa af rauðu víni, annað er það bragð- mikið að gott er að drekka það með nauta- steik, lambi og einhverju kjöti af grillinu en svo er hitt lauflétt og hentar í fordrykk eða með pastaréttum, pinnamat, salati eða kjúklingi.“ Verðbil milli kassavíntegunda hefur breikkað en Gissur segir ekki fyllilega hægt að treysta á að samhengi sé milli gæða og verðs. Hann bendir líka á að smekkur fólks sé misjafn og best sé fyrir hvern og einn að prófa sig áfram. „Það er þó almenn stað- reynd að enginn heiðvirður framleiðandi setur bestu vínin sín í pappaumbúðir,“ segir hann. „Um leið og hann er kominn í betri hluta framleiðslunnar á hverju ári þá tappar hann henni á flöskur.“ Kaupendahópur kassavína er alltaf að stækka því æ meira selst af þeim, eins og fram kemur í byrjun þessarar greinar. „Okkar sölukerfi í Vínbúðunum er þannig að það sem selst fær hillupláss en ef eitt- hvað hættir að seljast þá kemur annað inn í staðinn. Við starfsmennirnir í búðunum skiptum okkur ekkert af vöruvalinu, viðskiptavinurinn stýrir því alfarið. Ef keypt er nóg af einhverri tegund þá helst hún í inni, annars ekki.“ Viðskiptavinir stýra vöruvali í hillunum Úrval kassavína er alltaf að aukast hér á landi enda vex sala þess jafnt og þétt. Sú þróun er í takt við það sem gerst hefur í kringum okkur, að sögn Gissurar Kristinssonar vínfræðings. VINSÆL VÍN Tegundum kassavínflórunnar er alltaf að fjölga að sögn Gissurar, sem er vínfræðingur hjá ÁTVR og hefur kennt verðandi kokkum og þjónum í Hótel- og matvælaskólanum í fjölda ára. LÉTT OG LJÚFFENG MÁLTÍÐ Ung vín batna við að komast í karöflur og anda áður en þeirra er neytt. NORDICPHOTOS/GETTYIMAGES FR É TTA B LA Ð IÐ /P JE TU R vín&veisla fylgir laugardagsblaði Fréttablaðsins l Útgefandi: 365 miðlar Forsíðumynd: NordicPhotos/Getty 8 KASSAVÍN LA HABANERA TEMPRANILLO Þetta vín hefur legið í 6 mánuði á eik og er frábært með lambi og grillmat. Verð í Vínbúðinni: 5.599. J.P.CHENET CABERNET SAUVIGNON – SYRAH Mest útfluttu vín Frakklands og hafa fyrir löngu sannað gildi sitt hér á landi. Gott eitt og sér en flott með veislumat af ýmsu tagi. Verð í Vínbúðinni: 5.799. SUNRISE CABERNET SAUVIGNON Hefur farið sigurför um landið undan farin ár og ekkert lát virðist vera á vinsældum þessa frábæra víns. Ein bestu kaupin í dag. Verð í Vínbúðinni: 5.599. CONCHA Y TORO RESERVA CARMENÉRE – CABERNET SAUVIGNON Vín sem kemur skemmtilega á óvart. Hentar einstaklega vel með kjöti og þá sér í lagi grillmat. Hágæða vín í kassa. Verð í Vínbúðinni: 5.999. MEZZACORONA PINOT GRIGIO Frábært vín frá Norður-Ítalíu sem hefur mikinn og frísklegan ávöxt og hentar afar vel með ýmsum sjávarréttum og ljósu kjöti. Verð í Vínbúðinni: 5.999. J.P. CHENET COLOMBARD – CHARDONNAY Snilldar vín frá Frakklandi sem hefur í sér ferskan sítrus í bland við algjöra ávaxta- bombu – hentar vel eitt og sér eða með léttum mat. Verð í Vínbúðinni: 3.599. ARTHUR METZ RIESLING Líflegt vín með frísklegum ávöxtum, millisætt með ástríðualdin og perum – alvöru vín frá Alsace í kassa. Verð í Vínbúðinni: 4.999. SUNRISE CHARDONNAY Suðrænir ávextir eru áberandi og vínið er ferskt með góðri fyllingu. Frábært í veisluna, vinahópinn eða á veröndina. Verð í Vínbúðinni: 5.599.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.