Fréttablaðið - 27.03.2010, Blaðsíða 88
44 27. mars 2010 LAUGARDAGUR
timamot@frettabladid.is
„Við ætlum að opna litla sýningu á ljós-
myndum og fleiru, aðallega frá fyrri
árum þegar mest var um að vera í félag-
inu en eitthvað frá seinni tímum líka,“
segir Ívar H. Jónsson, formaður Félags-
ins MÍR, Menningartengsla Íslands og
Rússlands, sem varð 60 ára 12. mars
síðastliðinn en afmælinu verður fagnað
í húsakynnum félagsins að Hverfisgötu
105 í dag klukkan 15.
Ívar tók við formennsku MÍR árið
1974 og er jafnframt einn af stofnendum
félagsins, en forgöngumenn að stofnun
voru rithöfundarnir Halldór Kiljan Lax-
ness og Þórbergur Þórðarson og Krist-
inn E. Andrésson magister. Þeir Halldór
og Þórbergur gegndu formennsku og
varaformennsku fyrst um sinn. Félagið
bar þá nafnið Menningartengsl Íslands
og Ráðstjórnarríkjanna og eins og heit-
ið gefur til kynna var markmið þess
að styrkja menningarleg tengsl milli
Íslands og Sovétríkjanna, sem voru öflug
á fyrstu árunum að sögn Ívars.
„Ýmsir sovéskir listamenn heimsóttu
Ísland fyrir tilstilli þessa sambands,
þeirra á meðal tónskáldið Aram Khats-
atúrjan, sem stjórnaði Sinfóníuhljóm-
sveit Íslands, sem þá var aðeins ársgöm-
ul, á tónleikum í Þjóðleikhúsinu,“ rifjar
Ívar upp í tengslum við komu sovéskr-
ar sendinefndar til landsins árið 1951.
Hann segir listamennina hafa vakið
mikla hrifningu og upp frá því hafi hver
stórstjarnan, yfirleitt úr tónlistarlífinu
sótt landið heim, auk þekktra rithöfunda
og fyrirlesara.
Almennt var vel tekið í stofnun MÍR.
Félagsmönnum, sem voru flestir úr
röðum vinstri manna, fjölgaði jafnt og
þétt fyrstu árin. Þegar mest lét voru þeir
nær tvö þúsund og stofnaðar voru sex-
tán undirdeildir félagsins víðs vegar um
landið. Viðtökurnar voru þó ekki allar
á einn veg og brátt fékk félagið á sig
kommúnistastimpil. „Kalda stríðið krist-
allaðist vel í þeirri gagnrýni, en eftir
sem á leið dró úr henni enda tóku allra
liða menn að ganga til liðs við félagið,“
segir Ívar.
Hann segir verulega hafa dregið úr
umsvifum MÍR þegar Sovétríkin leyst-
ust upp árið 1991, en þá var nafni félags-
ins breytt í samræmi við það í Menn-
ingartengsl Íslands og Rússlands.
„Rússneska sendiráðinu er í mun að
halda tengslum við okkur en þau eru
ekki eins mikil og áður, sem sést af því
að heimsóknum hefur fækkað til muna.
Hins vegar höfum við í meira en 35 ár
staðið fyrir sýningum á kvikmyndum
sem tengjast Rússlandi og Sovétríkjun-
um og gerum enn við góðar undirtekt-
ir á Hverfisgötu á sunnudögum á vet-
urna.“
Ívar býður fólk velkomið í afmælis-
veislu MÍR sem hefst í dag klukkan 15.
Við opnun sýningarinnar flytja ávörp
Andrei V. Tsyganov, nýskipaður sendi-
herra Rússneska sambandsríkisins á
Íslandi og Margrét Guðnadóttir próf-
essor. Tónlistarmaðurinn Vadím Fjod-
orv leikur nokkur lög á harmonikku og
bornar verða fram kaffiveitingar í boði
félagsins. roald@frettabladid.is
FÉLAGI MÍR, MENNINGARTENGSL ÍSLANDS OG RÚSSLANDS: ER 60 ÁRA
Fagna vináttu við Rússland
STÓRAFMÆLI Félagið MÍR, Menningartengsl Íslands og Rússlands, minnist 60 ára sögu með afmælisveislu í húsakynnum félagins við Hverfis-
götu. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
MERKISATBURÐIR
1945 Þjóðverjar skjóta síðustu
V-2 flugskeytum sínum á
England og Belgíu.
1958 Nikíta Krústsjev formlega
gerður að forseta Sovét-
ríkjanna.
1963 Mikill jarðskjálfti, um
sjö stig, á upptök norð-
ur af mynni Skagafjarðar.
Skjálftinn finnst víða og
flýja sumir hús sín.
1968 Júrí Gagarín, fyrsti mað-
urinn til að fara út í geim,
ferst í flugslysi.
1980 Norski olíuborpallurinn
Alexander Kielland brotn-
ar í Norðursjó með þeim
afleiðingum að 123 af
212 manna áhöfn ferst.
AFMÆLI
STYRMIR
GUNNARS-
SON, fyrrver-
andi ritstjóri,
er 72 ára.
GUNNAR
ODDSSON
knattspyrnu-
þjálfari er 45
ára.
Inga Jónsdóttir ræðir við
gesti um sýninguna Íslensk
myndlist – hundrað ár í hnot-
skurn í Listasafni Árnesinga
á sunnudaginn klukkan 15.
Á sýningunni er leitast
við að veita innsýn í þróun
íslenskrar myndlistar á 20.
öld og samspil hennar við
íslenskt þjóðfélag. Val verk-
anna á sýningunni byggist á
þeirri hugmynd að þau end-
urspegli ákveðinn tíðaranda
og hugmyndafræði en ekki
einstaka listamenn. Þó var
haft í huga að velja lista-
menn og viðfangsefni af
Suðurlandi þegar hægt var
án þess að hverfa frá grunn-
hugmyndinni.
Sýningin er samstarfs-
verkefni með Listasafni
Íslands og koma verkin flest
úr safneign þess. Einnig eru
til sýnis verk í eigu Lista-
safns Árnesinga, einkum úr
gjöf Bjarnveigar Bjarnadótt-
ur og sona.
Sýningin stendur til 2. maí
og safnið er opið fimmtu-
daga til sunnudaga klukk-
an 12- til 18. Um páskana er
opið eins og venjulega, skír-
dag, föstudaginn langa, laug-
ardag og páskadag en lokað
á annan í páskum.
Hundrað ár í
hnotskurn
ELSTU OG YNGSTU VERKIN Sýn-
ingin endurspeglar vel fjölbreytni
í íslenskri myndlist.
Nikíta Krústsjev var kosinn
forsætisráðherra Sovétríkjanna
þennan dag árið 1958 og tók
einnig við embætti aðalritara
sovéska kommúnistaflokksins.
Þar með var hann kominn með
þau völd sem Jósef Stalín hafði
haft fimm árum fyrr og meðal
annars lagt með grunn að kalda
stríðinu milli stórveldanna
í austri og vestri, Sovét- og
Bandaríkjanna.
Krústsjev var fæddur 15.
apríl 1894 í rússneska þorpinu
Kalinovka. Hann vann sig upp
innan kommúnistaflokksins og
varð einn af nánum sam-
starfsmönnum Stalíns en var
samt byrjaður að fordæma
stefnu hans áður en hann
sjálfur komst til valda. Hann
þótti fremur óheflaður og varð
frægur fyrir að berja skó sínum
í ræðupúlt á þingi Sameinuðu
þjóðanna í New York.
Þrátt fyrir veikburða tilburði
til frjálslyndis innanlands
viðhélt hann kalda stríðinu á
sínum valdatíma sem stóð til
1964. Þá var honum skipt út
fyrir Leonid Brezhnev. Krústsjov
lést í ágúst 1971 úr hjartameini.
ÞETTA GERÐIST: 27. MARS 1958
Krústsjev fékk alræðisvald í SovétJÚRÍ GAGARÍN (1934-1968) LÉST ÞENNAN DAG Í FLUGSLYSI.
„Ég hefði getað haldið
áfram flugi mínu um geim-
inn að eilífu.“
Hinn rússneski Júrí Gagarín varð
fyrsti geimfari sögunnar árið 1961.
Fréttablaðið býður nú upp
á birtingu æviminninga á
tímamótasíðum blaðsins.
Upplýsingar um stærðir og verð,
hafið samband í síma 512 5490 -
512 5495 eða sendið fyrirspurnir á
netfangið timamot@frettabladid.is
Æviminning
Gísli Eirík
ur Helgaso
n
Laugateigi 7
2, Reykjavík
Gísli Eirík
ur Helgaso
n fæddist
í
Reykjavík
1. janúar 1
931. Hann
lést á Hraf
nistu í Ha
fnarfirði 1
2.
janúar síð
astliðinn.
Foreldrar
hans
voru Guðr
ún Jónsdót
tir frá Þing
eyri
í Dýrafirði
f. 1917, d.
1988, og H
elgi
Gíslason fr
á Ísafirði,
f. 1915, d.
1970.
Gísli Eirík
ur bjó fyrs
tu æviár sí
n í
Reykjavík
en fluttist
eftir það v
estur
til Ísafjarð
ar með for
eldrum sín
um
og systkin
um.
Systkini G
ísla Eiríks
eru Jón
Hannes, f.
1933, Sigrí
ður Ása, f.
1936 og G
uðmundur
, f.
1941.
Eiginkona
Gísla Eirí
ks er Marg
rét Magnú
sdóttir hjú
kr-
unarfræði
ngur, f. 4.
apríl 1937
. Þau geng
u í hjóna-
band árið
1960. Börn
Gísla Eirí
ks og Mar
grétar eru:
1) Magnús
kennari, f
. 1.5. 1972
, kvæntur
Guðbjörgu
Björnsdótt
ur kennara
, f. 30.11. 1
971. Börn
þeirra eru
Margrét, f.
17.2. 1997
og Björn J
óhann, f. 2
0.1. 1999.
2) Helgi tæ
knifræðin
gur, f. 18.6
. 1975, í sa
mbúð með
Jórunni Dr
öfn Ólafsdó
ttur leiksk
ólakennar
a, f. 15.2.
1975. Þeir
ra dóttir e
r Þórunn Á
sta, f. 24.12
. 2001. 3)
Guðrún læ
knir, f. 14.
11. 1979, í
sambúð m
eð Þór
Halldórssy
ni stjórnm
álafræðing
i, f. 6.6. 19
80.
Gísli Eirík
ur lauk sk
yldunámi
á Ísafirði e
n hélt suð
ur
til Reykjav
íkur 17 ára
gamall til
að nema h
úsasmíði.
Húsasmíð
ar urðu æv
istarf hans
. Framan a
f starfsæv-
inni vann
hann á Tré
smíðaverk
stæðinu Fu
ru en eftir
að
hafa fengi
ð meistara
réttindi í i
ðn sinni st
ofnaði han
n
sitt eigið f
yrirtæki, G
ísli, Eiríku
r, Helgi, se
m hann át
ti
og rak þar
til fyrir fá
einum áru
m.
Stangveið
i var aðalá
hugamál G
ísla Eiríks
alla tíð
og sinnti h
ann meða
l annars tr
únaðarstö
rfum fyrir
Stangveið
ifélag Reyk
javíkur.
Útför Gísla
Eiríks fer
fram í dag
kl. 13.00 í
Fossvogskir
kju.
G
1
gason
fæddist í
. Hann
firði 12.
drar hans á Þingeyri 8, og Helgi5, d. 1970. ár sín í
að ve tur m sínum
dur, f.
úkr-
-
u:
u
ð
ur
ð
Gísli Eiríkur HelgasonTrésmíðameistariGísli Eiríkur Helgason fæddist í Reykjavík 1. janúar
1931. Hann lést á Hrafnistu í Hafnarfirði 12. janúar
síðastliðinn. Foreldrar hans voru Guðrún Jónsdóttir frá
Þingeyri í Dýrafirði f. 1917, d. 1988, og Helgi Gíslason
frá Ísafirði, f. 1915, d. 1970. Gísli Eiríkur bjó fyrstu
æviár sín í Reykjavík en fluttist eftir það vestur til
Ísafjarðar með foreldrum sínum og systkinum.
Systkini Gísla Eiríks eru Jón Hannes, f. 1933, Sigríður
Ása, f. 1936 og Guðmundur, f. 1941.
Eiginkona Gísla Eiríks er Margrét Magnúsdóttir hjúkr-
unarfræðingur, f. 4. apríl 1937. Þau gengu í hjóna-
band árið 1960. Börn Gísla Eiríks og Margrétar eru:
1) Magnús kennari, f. 1.5. 1972, kvæntur Guðbjörgu
Björnsdóttur kennara, f. 30.11. 1971. Börn þeirra eru
Margrét, f. 17.2. 1997 og Björn Jóhann, f. 20.1. 1999.
2) Helgi tæknifræðingur, f. 18.6. 1975, í sambúð með
Jórunni Dröfn Ólafsdóttur leikskólakennara, f. 15.2.
1975. Þeirra dóttir er Þórunn Ásta, f. 24.12. 2001. 3)
Guðrún læknir, f. 14.11. 1979, í sambúð með Þór
Halldórssyni stjórnmálafræðingi, f. 6.6. 1980.
Gísli Eiríku lauk skyldunámi á Ísafirði en hélt suður
til Reykjavíkur 17 ára gamall til að nema húsasmíði.
Húsasmíðar urðu ævistarf hans. Framan af starfsæv-
inni vann hann á Trésmíðaverkstæðinu Furu en eftir að
hafa fengið meistararéttindi í iðn sinni stofnaði hann
sitt eigið fyrirtæki, Gísli, Eiríkur, Helgi, sem hann átti
og rak þar til fyrir fáeinum árum.
Stangveiði var aðaláhugamál Gísla Eiríks alla tíð
og sinnti hann meðal annars trúnaðarstörfum fyrir
Stangveiðifélag Reykjavíkur. Útför Gísla Eiríks fer fram í dag kl. 13.00 í Fossvogskirkju.
Ástkær sonur okkar og bróðir,
Jón Sævar Guðmundsson
lést á Landspítalanum 25. mars sl. Útför auglýst síðar.
Guðmundur Jónsson
Bjarnfríður A. Guðnadóttir
Guðrún Guðmundsdóttir
Ástkær bróðir minn,
Þorbjörn Sigurðsson
frá Neðra-Nesi, Stafholtstungum,
síðast til heimilis að Garðabraut 2a, Akranesi, andaðist
á Sjúkrahúsi Akraness fimmtudaginn 25. mars.
Jarðarförin verður auglýst síðar.
Þórir Gunnar Sigurðsson.
Pantanir í síma 562 0200
Á fallegum og notalegum
stað á 5. hæð Perlunnar.
Aðeins 1.750 kr. á mann.
ERFIDRYKKJUR
Vinur okkar,
Jóhann Sigurður
Hjartarson
Leirhöfn,
síðast til heimilis á dvalarheimilinu Hvammi, lést á
Heilbrigðisstofnun Þingeyinga fimmtudaginn
18. mars. Útförin fer fram frá Skinnastaðarkirkju
miðvikudaginn 31. mars kl. 14.00.
Fyrir hönd aðstandenda,
Hildur Jóhannsdóttir Jón Þór Guðmundsson.