Fréttablaðið - 27.03.2010, Blaðsíða 110

Fréttablaðið - 27.03.2010, Blaðsíða 110
66 27. mars 2010 LAUGARDAGUR 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 FRÉTT VIKUNNAR LÁRÉTT 2. steypuefni, 6. í röð, 8. farfa, 9. erlendis, 11. tónlistarmaður, 12. kál, 14. afspurn, 16. bardagi, 17. traust, 18. goð, 20. hreyfing, 21. nabbi. LÓÐRÉTT 1. malargryfja, 3. á fæti, 4. fitlari, 5. stykki, 7. málmtittur, 10. angan, 13. sigað, 15. fiskur, 16. siða, 19. tveir eins. LAUSN LÁRÉTT: 2. gifs, 6. rs, 8. lit, 9. úti, 11. kk, 12. salat, 14. umtal, 16. at, 17. trú, 18. guð, 20. ið, 21. arða. LÓÐRÉTT: 1. krús, 3. il, 4. fiktari, 5. stk, 7. stautur, 10. ilm, 13. att, 15. lúða, 16. aga, 19. ðð. Íslenski listamaðurinn Ólafur Elíasson er meðal níu listamanna sem koma fram í níu þátta heim- ildarmyndaþáttaröð bandaríska sjónvarpsrisans HBO undir nafn- inu Masterclass. Í þeim fá fimm- tíu listnemar frá öllum hornum Bandaríkjanna að heimsækja fremstu listamenn heims, kynnast því hvernig þeir vinna og hvaða hugmyndir þeir hafa um listina. Leikstjórar þáttanna eru Karen Goodman og Kirk Simon en þau tvö hafa verið tilnefnd til þriggja Óskarsverðlauna fyrir stuttu heim- ildarmyndirnar sínar. Fyrsti þátturinn verður frum- sýndur 18. apríl næstkomandi en þá verður óperustjarnan Placido Domingo heimsótt. Meðal ann- arra listamanna sem taka þátt í þessu verkefni eru hin norska Liv Ullmann, arkitektinn heims- frægi Frank Gehry og banda- ríski kvikmyndagerðarmaðurinn Julian Schnabel sem gerði meðal annars The Diving Bell and the Butterfly. Samkvæmt opinberri heima- síðu Ólafs er undirbúningur nú í fullum gangi fyrir opnun sýningar hans í Ullens-lista- miðstöðinni í Peking sem verður 3. apríl og heitir „Tilfinningar eru staðreyndir“. Þá stendur til að listamaðurinn íslenski opni regnboga- sýningu sína í Jerús- alem í maí. - fgg Ólafur meðal þeirra bestu Einn ástsælasti söngvari þjóðarinnar, Friðrik Ómar Hjörleifsson, flytur til Stokkhólms eftir tvær til þrjár vikur og er ekki væntanlegur aftur í bráð. Friðrik segir að það hafi verið kominn tími á nýja áskorun. „Ég ætla bara að fara að semja tónlist með innfæddum og taka upp nýtt efni. Þetta eru sambönd sem ég hef komist í í gegnum Eurovision og und- anfarin tvö ár hafa margir hvatt mig til að fara út. Nú var bara rétti tímapunkturinn,“ segir Friðrik en síðustu tónleikar hans á Íslandi verða annað kvöld þegar hann syngur Elvis-lög í Salnum, Kópavogi. Gestur á þeim tónleikum verður sjálfur Björgvin Halldórsson. Friðrik kveðst ekki vilja upplýsa alveg strax hvaða menn þetta eru sem hann ætlar að semja með. Sumir séu þekktir fyrir þátttöku sína í sænsku Eurov- ision-keppninni. Þá hafa útgáfufyrirtæki í Svíþjóð óskað eftir fundum með honum. Söngvarinn er þó með báðar fæturna á jörðinni. „Ég ætla bara að gefa þessu sinn tíma og leyfa hlutunum að gerast á sínum hraða,“ segir Friðrik. Söngvarinn viðurkennir að hann hafi verið kom- inn inn í ákveðinn þægindaramma á Íslandi og það sé vissulega svolítil áhætta að segja skilið við hann. „En ég held að partur af þessu sé einmitt að brjót- ast út úr þessu og reyna eitthvað nýtt,“ segir Friðrik en unnusti hans, Ármann Skæringsson, ætlar einnig að flytja með honum út og er verið að leita að vinnu fyrir hann. Þá upplýsir Friðrik að þeir hafi augastað á íbúð í Stokkhólmi og hann vonast til að landa henni fyrr en seinna. „Ég held að ég hafi bara gott af þessu, ég veit alveg að ég á eftir að koma heim en draumur- inn er að sjálfsögðu að syngja eigið efnið fyrir fullu húsi.“ - fgg Friðrik Ómar í útrás til Svíþjóðar SAMAN Í SVÍÞJÓÐ Friðrik Ómar og Ármann hafa fundið íbúð í Stokkhólmi en þar ætla þeir að búa næstu misseri. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Í FREMSTU RÖÐ Ólafur Elíasson er í fremstu röð listamanna heims. HBO valdi hann ásamt Placido Domingo, Frank Gehry og Liv Ullmann til að taka þátt í heimild- armyndaþáttaröð undir nafninu Masterclass. „Við viljum fá íþróttaandann inn – að fólk upplifi sig sem íþrótta- stjörnur á tónleikum með okkur,“ segir Árni Vilhjálmsson úr hljóm- sveitinni FM Belfast. FM Belfast ætlar að senda frá sér boli, stuttbuxur og svitabönd í samstarfi við Henson í sumar. Klæðnaðurinn mun henta sér- staklega vel fyrir gesti á tón- leikum hljómsveitarinnar, en þar myndast iðulega gríðarlega sveitt stemning – svo sveitt að fólk hefur vanið sig á að fækka fötum á miðjum tónleikum. „Fólk hikar ekki við að fara úr buxunum á tónleikum og jafn- vel hoppa upp á svið í leiðinni,“ segir Árni. Það er því við hæfi að sérstakar FM Belfast-stuttbux- ur verði í boði á næstunni. „Fólk þarf þá ekki að vera algjörlega berskjaldað á nærfötunum þegar það fer úr buxunum á tónleikum. Þá getur það verið í FM Belfast-stutt- buxum.“ Stuttbuxurnar leysa einn- ig ákveðið innanbúðar- vandamál, en Árni segir það hafa komið reglu- lega fyrir að hann sé eini meðlimurinn sem kemur fram á nærbux- unum á meðan hinir klæðast stuttbuxum. „Ég er alltaf illa svikinn, hlaup- andi um einn á nærbuxunum á meðan þeir sleppa auðveldlega,“ segir hann. „Núna er komið að því að allir verði í stuttbuxum.“ FM Belfast hyggst einnig láta framleiða á sig íþróttagalla, sem koma sér vel í löngum tónleika- ferðum erlendis sem eru fram undan í vor og sumar. „Þegar maður ferðast í rútum langar leið- ir er óþægilegt að vera í þröngum gallabuxum,“ útskýrir Árni. „Það væri miklu betra að vera í þægi- legum íþróttagöllum. Enn þá betra ef allir væru í eins göllum – upp á andann.“ Hann bætir við að íþróttagallinn verði aðeins fyrir meðlimi hljómsveitarinnar „nema það þróist brjáluð eftirspurn eftir FM Belfast-íþróttagöllum“. Halldór Einarsson í Henson segir að hljómsveitir leiti allt- af annað slagið til fyrirtækis- ins. „Við ætlum að gera eitthvað sniðugt saman. Þetta er eins og við gerðum með Quarashi fyrir nokkrum árum. Það var mjög skemmtilegt,“ segir hann. „Við gerðum líka búninga fyrir Stuð- menn. Þetta dúkkar upp. “ En eitt að lokum, hefurðu hlust- að á FM Belfast? „Nei. Góður,“ segir Halldór og hlær. „Ég er enn þá bara í Tom Jones og Ragga Bjarna!“ atlifannar@frettabladid.is HALLDÓR Í HENSON: ÆTLUM AÐ GERA EITTHVAÐ SNIÐUGT SAMAN FM Belfast hannar boli, stuttbuxur og svitabönd SKEMMTILEGT SAMSTARF Hljómsveitin FM Belfast hyggst senda frá sér stuttbuxur, boli og svitabönd fyrir sumarið. Varningurinn mun koma sér vel á tónleikum hljómsveitarinnar, en á þeim er oft heitt í kolunum. Halldór í Henson hlakkar til samstarfsins. Treyjan sem hann heldur á er ekki úr línu FM Belfast. „Eldgosið á Fimmvörðuhálsi er frétt vik- unnar. En mér fannst svolítið skondið hvað brúðkaup þeirra Jónínu Ben og Gunnars tók mikið pláss. Þau rændu eiginlega kastljósinu af eldgos- inu þrátt fyrir að hafa gift sig í kyrrþey. Ég vona samt að þau verði ótrúlega hamingjusöm og hafi bara fundið hvort annað.“ Lilja Nótt Þórarinsdóttir leikkona. Fólk vikunnar er án nokkurs vafa Jónína Benediktsdóttir og Gunnar Þorsteinsson sem tókst að skyggja á heilt eldgos með brúð- kaupi sínu. Frétta- blaðið greindi frá því að þau hefðu mætt í viðtöl við morgunþáttinn H&M, Ísland í dag og síðar Spjallið við Sölva Tryggvason. Ofan á þetta bættust síðan viðtöl við Séð & heyrt og DV þannig að allir ættu nú að vita allt um hjónaband þeirra. Gunnar var annars meðal gesta á leiksýn- ingu Þjóðleikhússins, Gerplu. Athygli vakti að Gunnar fór út af sýningunni í hléi og héldu einhverjir að Gerpla Balt- asars Kormáks hefði farið fyrir brjóstið á eldklerkinum. Svo var þó ekki því sýningin var einfaldlega lengri en Gunnar bjóst við og þess vegna lét hann sig hverfa. Mikil gleði er í tónlistarheiminum eftir að tryggt hefur verið að Ice- land Airwaves verður haldin áfram. Útón auglýsir um helgina eftir framkvæmdastjóra og má búast við að margir úr bransanum skili inn umsókn. Meðal þeirra sem líklegt má telja að sæki um eru Róbert Aron Magnússon, tónleikahaldari í London, Eldar Ástþórsson hjá Kraumi og Egill Tómasson. Þeir hafa allir unnið að hátíðinni með Þorsteini Stephensen í gegnum árin. Auk þess hafa heyrst nefnd nöfn á borð við tón- leikahaldarana Grím Atlason og Kára Sturluson, Kamillu Ingibergsdóttur sem starfar hjá Útón og Jóhann Ágúst Jóhannsson sem lengi var kennd- ur við 12 Tóna. - fgg, hdm FRÉTTIR AF FÓLKI Lækjargata 2a 101 R. sími 511-5001 opið alla daga 9.00 - 22.00 Tilvalin ferminga rgjöf fyrir áhuga ljósmyndarann Viku- tilboð 9.995 6.995,- VEISTU SVARIÐ Svör við spurningum á síðu 8. 1 Valdís Óskarsdóttir. 2 Tvo. 3 Menntaskólanum í Reykjavík.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.