Fréttablaðið - 27.03.2010, Blaðsíða 90
46 27. mars 2010 LAUGARDAGUR
BAKÞANKAR
Atla Fannars
Bjarkasonar
■ Pondus Eftir Frode Øverli
■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman
■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes
■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman
Æ fyrirgefðu!
Þetta voru bara
ósjálfráð við-
brögð!
Það er bara fárán-
legt að ég skuli
þurfa að þvo þvott-
inn minn sjálfur!
Enginn vina minna
þarf að gera það!
Alveg er ég viss um að
Amnesty International
þætti forvitnilegt að
heyra sögu unglings-
pilts sem er þvingaður
til að þvo þvott!
Nú þarf
ég að þvo
af mér
sjálfur.
En hvað
þú ert
myndar-
legur!
Hvernig
gengur
verndin?
Frábær-
lega!
Ég meina
mjög vel.
Jæja,
nokkuð
vel.
Æ, þú veist,
sæmilega.
Í raun er þetta
leiðinlegt, það gerist
aldrei neitt.
Það vantar alveg
vonda kalla í þetta
hús.
Ferilsskráin þín
er mjög glæsileg.
Hins vegar finnst
okkur að hæfi-
leikar þínir muni
ekki nýtast okkur
sem skyldi að svo
komnu máli...
Við
leysum
málin
með
bros
á vör
F O R S TJ Ó R I
Lengi hefur mig dreymt um að geta þekkt fávita þegar ég sé þá. Að
umgangast fávita er tímasóun af síðustu
sort og það væri því algjör munaður að
geta sleppt þeim samskiptum alfarið.
Það hefur hingað til reynst erfitt þar sem
fávitar eru ekki allir fífl og ná því stund-
um að sigla undir fölsku flaggi þar til
þeir afhjúpa sig.
ÞAÐ kviknaði því vonarneisti
í hjarta mínu þegar ég sá að á
Facebook hafði verið stofnaður
hópurinn Ísland fyrir Íslend-
inga. Meðlimir hópsins eiga
það flestir sameiginlegt að þola
ekki tilvist útlendinga á Íslandi og
finna fjölmenningarsamfélaginu
allt til foráttu – þrátt fyrir að
geta hvorki stafað orðið fjöl-
menningarsamfélag né skil-
ið merkingu þess. Það er
ágætisskilgreining á for-
dómum.
ÉG fylgdist með
hópnum stækka og
sigtaði út þá sem
voru augljóslega í
honum á fölskum
forsendum, til að
gera grín að ömur-
legum tilgangi hans. Sumir vilja að hóp-
urinn verði stoppaður, en ekki ég. Ég vona
svo sannarlega að það gerist ekki. Þarna
er nefnilega kominn hinn eini sanni opin-
beri gagnagrunnur af fávitum.
ALDREI áður höfum við séð jafn áreið-
anlegan lista af fordómafullum bján-
um sem gera sér ekki grein fyrir því að
flest vandamál landsins eru heimatilbúin.
Þarna erum við með full nöfn og myndir
af fávitunum sem gera samskipti við þá,
eða öllu heldur samskiptaleysi, miklu auð-
veldara. Þá geta foreldrar fundið börnin
sín á listanum og komið fyrir þau vitinu
ásamt því að makar geta á auðveldan hátt
látið verri helminginn róa láti hann til sín
taka í hópnum.
ÞAÐ eina neikvæða sem ég sé við þennan
hóp, fyrir utan tilgang hans, er að þarna
er kominn stefnumótavettvangur fyrir
fávita. Hópurinn er vin í eyðimörk fólks
sem hefur hingað til ekki fengið séns hjá
hinu kyninu vegna haturs á svertingjum
og ókannað land fyrir óalandi mannapa
sem kenna helvítis Pólverjunum um það
sem klikkar í þeirra eigin ömurlega veru-
leika. Þarna geta skoðanabræður og -syst-
ur fundið hvert annað og upplifað sanna
ást sem við getum aðeins vonað að beri
engan ávöxt.
Gagnagrunnur af fávitum
Frábær tilboð á
flottum símum
Sumarsundkort Vodafone
fylgir völdum símum.
0 kr. í sund í allt sumar.
Nokia 2720
16.900 kr.
Nokia 5230
33.900 kr.
LG Viewty
29.900 kr.
Sumar-sundkort fylgir*
Sumar-sundkort fylgir*
Sumar-sundkort fylgir*
*Gildir fyrir 6 - 18 ára í allar sundlaugar ÍTR til 1. september 2010