Fréttablaðið - 27.03.2010, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 27.03.2010, Blaðsíða 36
MENNING 2 Gagnkvæmt samstarf „Strax í upphafi sýndum við marga erlenda listamenn. Roni Horn sýnir hér annað árið, Ólafur Elíasson líka, Lawrence Weiner á listahátíð 2005 og verður þá hluti af prógramm- inu. Við vorum svolítið feimin að tala um það, en hér var hópur lista- manna sem við vildum vinna með, en það tók langan tíma að koma mönnum í skilning um að við vorum með þeim og þeir með okkur. Þetta var samvinna. Listamenn voru vanir að fara sínu fram. Og það tók tíma að breyta því á þann hátt að þeir ættu sér samstarfsfólk í gall- eríi. Á fyrstu árunum veittum við þeim ekki þá þjónustu sem síðar varð. Í dag erum við að vinna með átján listamönnum að staðaldri og við erum stolt af því að það er nán- ast sami hópurinn sem við höfum unnið með frá upphafi. það telst gott í sögu gallería; það segir sitt um okkur og um þau.“ Falinn vinnustaður „Við höfum séð það hjá listamönn- um sem við vinnum með að margt breytist í þeirra lífi og list og það er okkar að taka þátt í því: við verðum að vera hreinskilin í skoðanaskipt- um, þolinmóð þegar þeir renna inn í breytingaskeið og taka dýfur, og af sama skapi hafa þeir sýnt okkur skilning. Það er mikil vinna að sinna því öllu. Það dettur engum í hug sem gengur hér framhjá að hér sé fólk að vinna, það bera fáir skyn- bragð á hvað gerist í svona kompan- íi. Hér hengjum við ekki bara upp myndir. Það eru hér fimm hámennt- aðir starfsmenn á fullu og alltaf brjálað að gera, ekki bara við að selja myndir, það er allt umstang- ið í kringum okkar listamenn, allir eru þeir í alþjóðlegu samhengi, allir eru þeir að sýna úti um heim allan. Allflestir eru í einhverri samvinnu við önnur erlend gallerí sem við þurfum þá að vinna með að þeirra framgangi, lána verk út, sinna við- skiptavinum, veita upplýsingar. Okkar starf blasir ekki við.“ Alþjóðlegt samstarf Börkur segir að einungis fimmtung- ur af veltu i8 sé hér á landi: gallerí- ið er útflutningsfyrirtæki: „Þegar allt gekk hér vel var hlutfallið 60/40 en það er breytt. Við höfum sett áherslu á Ameríku síðustu fjögur ár. Við eigum góðan kúnna- hóp á austurströndinni og reynd- ar líka í Kaliforníu, þó höfum við aldrei farið þangað eða sjálf gert eitthvað þar. Kristján Guðmunds- son sýndi við góðan orðstír í San Diego nú fyrir stuttu, áður höfðu þau Egill Sæbjörnsson og Ragna Róbertsdóttir sýnt í Arizona. Auk sýninga listamanna okkar þar eru stóru póstarnir í starfi okkar í Ameríku listamessurnar: Armory Show í New York og Art BaselMi- ami Beach. Þangað höfum við farið þrjú, fjögur ár í röð og það er alveg nýr pakki fyrir okkur: inn á þess- ar messur er valið, það eru bara betri gallerí sem komast að og það kostar mikið að vera þar. Þar erum við farin að eiga góð viðskipti. Það er gaman að sýna verk listamanna héðan sem hafa ekki sést þar áður, og fá mikil og góð viðbrögð. Á þess- ar messur koma allir sem skipta máli fyrir gallerí eins og okkar: safnstjórar, sýningarstjórar, safn- arar, blaðamenn, allir sem skipta máli. Við þurfum að sækja um hvert einasta ár og það er ekkert öruggt að þú komist inn aftur með þína til- lögu að verkum og listamönnum. Það eru þúsund gallerí að berjast um þrjú hundruð bása. Þú verður að hafa eitthvað fram að færa.“ Auk þeirra Hreins, Kristjáns, Egils og Rögnu, vinnur i8 með Egg- erti Péturssyni, Elínu Hansdóttur, Finnboga Péturssyni, Hrafnkeli Sigurðssyni, Ívari Valgarðssyni, Karin Sander, Katrínu Sigurðar- dóttur, Lawrence Weiner, Ólafi Elíassyni, Ragnari Kjartanssyni, Roni Horn, Sigurði Guðmundssyni, Þór Vigfússyni og dánarbúi Birgis Andréssonar. En i8 hefur einnig sýnt fjöldann allan af öðrum lista- mönnum og verið með verk eftir þá til sölu. Bíll fastur í á Börkur segist hafa verið stoltur þegar hann sýndi nýja myndaseríu eftir Ólaf Elíasson á Armory Show í New York, Cars in Rivers Series 2009, safn mynda af bílum föstum í ám sem Ólafur safnaði úr mörgum áttum og hafði sérstaka tilvísun til hrunsins þegar það var sýnt hér á landi í fyrra í i8, þá í drögum, en myndirnar fékk hann hjá fólki sem hafði lent í því að festa jeppann sinn í ám landsins. Í New York var það komið upp í allri sinni dýrð, 35 mynda sería. Þarna erum við, sagði ég þegar fólk spurði mig hvað gengi á á Íslandi. Þetta var þegar kosning- arnar voru hér heima og allir vissu hvað var að gerast á Íslandi. Sumir sögðu að þetta væri í fyrsta sinn sem húmor væri að finna í verkum Ólafs. En það er svo margt í þess- ari röð: þetta er ekki bara maður að takast á við náttúruna, þetta er líka vísun í hagsöguna, umhverfið og svo margt annað.“ List og gjafavara Undanfarin ár hafa verið miklar hræringar á íslenskum myndlist- armarkaði. Nýlistasafnið hefur skipt um húsnæði, Kling og Bang líka, Safn lokað á Laugaveginum, framsæknum galleríum fækkaði en nú hafa önnur sprottið upp í staðinn. Hvernig lítur Börkur á þessa þróun? „Miðað við hvað frjótt og öflugt sköpunarstarf þrífst hér í borginni hjá þeim sem eru að gera eitthvað, þá er furðulegt að hér skuli ekki vera fleiri gallerí, rekin af lista- mönnum, sölu- og sýningarstaðir sem hafa metnað í því að sýna það besta sem verið er að gera. Grein- armunur sem fólk gerir á sýningu og sýningu er lítill. Fólk gerir ekki sama greinarmun á myndlist og því sem gert er í tónlist eða íþróttum. Það er lítill skilningur á því hvað skiptir máli. Það ríkir hér mennt- unarskortur sem ræðst af því hvað við kennum krökkunum okkar, hér er mikið ólæsi og innbyggð hræðsla að hafa skoðanir og tjá þær. Öll umræða fer í hringi. Hér erum við að ræða myndlist eins og ekkert hafi gerst síðan 1917. Víst væri gaman að sjá eitt eða tvö gall- erí sem eru rekin af stefnufestu og með skýra dagskrá koma upp. Ég myndi fagna því að þau væru fleiri. Þegar ég er spurður af áhugafólki um myndlist hvaða önnur gallerí þeir eigi að skoða verð ég alltaf svo- lítið kjánalegur. Ég sendi þá ekki í einhverjar „gjafavöruverslanir“. Hús og borg Það er í vændum mikil breyting á svæðinu kringum Tryggvagötu 16: veitingastaðir að opna, nýtt hverfi að rísa á Slippsvæðinu, Listasafn- ið og Miðbakkinn kallar á umferð. Börkur segist hafa leitað lengi að húsnæði sem hefði þá kosti sem gamla sementgeymslan hefur, hús sem þetta séu fágæt. Hann nefn- ir gömlu Landsmiðjuna sem Lista- háskólinn nýtir núna en það á að rífa, sem honum finnst dæmalaus heimska, fallegt hús og vandlega byggt, en það á að víkja í fram- tíðinni fyrir nýbyggingu undir Stjórnar ráðið. Mun það taka tím- ann sinn svo vandlega sem það er byggt. „Við erum fyrsta kynslóðin sem hefur búið í borg. Eftir hundrað ár verður borgarmenning kannski orðin okkur inngróin. Allir þeir sem hafa leikið sér sem börn í móa eða hrauni hugsa sitt þegar þeir koma í stórborg og horfa þar á börn að leik sem hafa aldrei kynnst óspjölluðu landi, þekkja bara götur og torg.“ Nú stendur yfir sýning í gallerí i8 á verkum Hreins Friðfinnssonar, henni lýkur reyndar í dag. Í næstu viku opnar í i8 sýning á verkum Lawrence Weiner. Í tengslum við báðar þessar sýningar og þær sem á eftir koma gefur i8 út myndverk: verkin eru gefin út í litlu upplagi og verðinu stillt í hóf, þau verða til sölu í Tryggvagötunni. Það er til- hlökkunarefni að eftir tvö, þrjú ár verði til röð verka sem almenning- ur hefur átt kost á að eignast. Dýr verk og ódýr „Viðmiðið er að þau kosti á bilinu 50 til 200 þúsund og ræðst það af fram- leiðslukostnaði, efni og fjölda ein- taka. Verk Hreins er tvö samtengd silkiþrykk og kostar rammað 110 þúsund. Verk Weiners er úr skornu áli og mun kosta tæp 200 þúsund. Mörg verk sem við seljum eru dýr. Það er því til þess vinnandi að geta boðið verk til sölu sem kosta ekki mikið og áhugamenn um mynd- list geta komist yfir. Lítil verk en stór í öllum skilningi. Næsta sýn- ing á eftir er spennandi: safn ljós- myndaverka Sigurðar Guðmunds- sonar frá 70-82. Hann hefur verið að safna saman gömlum stúdíum, skissum og listamannseintökum og öðru sem tengist Situation-röð- inni frá þessum tíma og við munum sýna. Þetta verður hluti af dagskrá Listahátíðar. Þarna eru bæði verk sem við höfum ekki séð áður og svo önnur sem sjást loks í þessu sam- hengi. Í júlí verður Elín Hansdóttir með sýningu hér en hún hefur vakið mikla athygli og er tvímælalaust einn okkar efnilegasti listamaður. Á sama tíma verður hér stórt sam- starfsverkefni við nokkur evrópsk gallerí: það koma hingað tíu gall- erí og setja upp sýningar í húsnæði sem stendur autt. Við ætlum að búa hér til galleríhverfi yfir hásumar- ið. Þetta eru spennandi gallerí frá Evrópu og koma hingað til að sýna sitt besta. Það verður mjög spenn- andi. Og fólk má koma – myndlist er nefnilega frábrugðin flestum öðrum menningaratburðum – það kostar ekkert að skoða hana og njóta.“ Stórt verkefni? Og þú ert hvergi banginn? „Og blindur og fávís, allt í senn. Þegar maður er að vinna með frá- bærum listamönnum og önnum kafinn hefur maður ekki tíma til að svekkja sig yfir umhverfinu. Ég er hvergi banginn.“ FRAMHALD AF FORSÍÐU Börkur og starfsfólk á vinnusvæði bak við hið hreina hvíta rými sem nú hýsir sýningarsal i8. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Í dag erum við að vinna með átján listamönnum að staðaldri og við erum stolt af því að það er nánast sami hópurinn sem við höfum unnið með frá upphafi. það telst gott í sögu gallería; það segir sitt um okkur og um þau.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.