Fréttablaðið - 27.03.2010, Blaðsíða 101

Fréttablaðið - 27.03.2010, Blaðsíða 101
LAUGARDAGUR 27. mars 2010 57 Aldrei fór ég suður, hin mikla tónlistarhátíð á Ísafirði, verður haldin í sjöunda skipti um páskana. Að vanda úir og grúir af alls kyns tónlist, en aldrei hafa verið jafnmörg atriði og núna, 37 samtals. Meðal þess heitasta er ísfirska rokkbandið Nine elevens, sem popp- ar upp á nokkurra ára fresti með eldgítur- um og látum. Annað frægt vestfirskt rokk- band á Aldrei er Urmull, sem hefur ekki spilað lengi. Þeir gáfu út plötu sem var illa unnin og umslagið það ljótasta í sögu Íslands. Þessi plata er nú að koma út aftur þar sem Ben Frost endurmasterar og Svavar í Skakk- a manage „rímixar“ umslagið. Reggae-bolt- arnir í Hjálmum snúa nú aftur, en eitt fræg- asta augnablik Aldrei-hátíðarinnar var þegar hinn frægi Ísfirðingur Dóri Hermanns henti þeim af sviðinu af því honum fannst þeir svo leiðinlegir. Líkur eru taldar á að Dóri kynni Hjálma aftur á svið svo það er ómögulegt að segja fyrir um það hvað þeir fá að spila mörg lög í ár. Rúnar Þór, síðasti töffarinn á landinu, mætir í leðurjakkanum með Ray Ban-gler- augun og sítt að aftan og tekur nokkur lög. Mugison verður þarna að sjálfsögðu, en hann er sá eini sem fær alltaf að spila, og Muggi, pabbi Mugisons, kemur fram með hljómsveit- inni Yxnu. Önnur bönd sem spila á þessum tveimur dögum sem hátíðin stendur yfir eru meðal annars Morðingjar, Bloodgroup, Dikta, Hjaltalín og Ingó og Veðurguðirnir. Einnig verða söngkonurnar Lay Low, Ólöf Arnalds, Sigríður Thorlacius og Lára Rúnars á svæð- inu sem og gríngengið Mið-Ísland. Að vanda er ókeypis inn á allt saman. - drg Verður Hjálmum aftur hent af sviðinu? HJÁLMAR Hljómsveitin er eitt af þeim 37 atriðum sem koma fram á Aldrei fór ég suður á Ísafirði. Þeir mæta aftur Dóra Hermanns, sem henti þeim af sviðinu síðast þegar þeir spiluðu á hátíðinni. Meðlimir hljómsveitarinnar Belle & Sebastian munu stjórna tónlistarhátíðinni All Tomorrow‘s Parties í desember næstkom- andi. Hátíðin stendur frá 10.-12. desember í Minehead á sunnan- verðu Englandi. Meðlimir Belle & Sebastian munu velja um 40 hljómsveitir sem koma fram á hátíðinni. Árið 1999 stjórnuðu krakk- arnir í Belle & Sebastian hátíð- inni Bowlie Weekender sem síðar varð að All Tomorrows Parties. Endurkoma þeirra nú er til að fagna tíu ára velheppnaðri hátíð. Belle & Sebastian spilaði á Íslandi árið 2006 og sveitin hefur löngum notið vinsælda hér á landi. Ný plata sveitarinnar er í vinnslu. Íslandsvinir stýra hátíð BELLE & SEBASTIAN Héldu frábæra tónleika á Íslandi árið 2006. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Peaches Geldof, vandræðabarn hungurpopparans Bobs Geldof, er enn og aftur búin að koma sér á forsíður bresku slúðurpress- unnar. Að þessu sinni eru það nektarmyndir sem lekið var á Netið í gær. Þær sýna Peaches í erótískum stellingum, heldur fáklædda. Umræddur einstakl- ingur hélt því fram að hann hefði átt stundargaman með Peaches á hótelherbergi og á meðan hefði hún neytt heróíns. Fjölmiðlafulltrúar Geldof-fjölskyldunnar voru ekki lengi að vísa eiturlyfjasögunum á bug en þeir stað- festu að mynd- irnar væru af Peaches, þær hefðu hins vegar verið tekn- ar til einkabrúks. „Allt annað eru bara hugarórar þess sem sendi myndirnar,“ segir í yfirlýsingu sem barst breska blaðinu The Daily Mail. Peaches í vandræðum Óveðursskýin hrannast upp hjá bandaríska tónlistarmannin- um Prince. Eins og fjölmiðlar greindu frá í gær skuldar hann himinháar upphæðir í fasteigna- gjöld og í gær varð hann fyrir enn einu fjárhagslega áfallinu. Írskt tónleikahaldsfyrirtæki að nafni MCD fór í mál við Prince eftir að hann ákvað að fresta tónleikum sínum í landinu með aðeins nokkurra daga fyrirvara. Forsvarsmenn MCD fóru ekki fram á neina skiptimynt heldur um 400 milljónir íslenskra króna. Umrætt mál hefur verið í gangi síðan í febrúar en þá ákváðu tón- leikahaldarar og Prince að semja um greiðslu utan dómstóla. Þegar sú greiðsla barst hins vegar ekki og hvorki heyrðist hósti né stuna frá hinum smávaxna listamanni fór MCD í hart og fékk sitt fram. Prince skuld- ar peninga BERRÖSSUÐ Peaches Geldof var mynduð í sér- kennilegum stellingum af meintum elskhuga. LAUGAVEGUR 26 · KRINGLAN · WWW.SKIFAN.IS Stærsta hljómplötuverslun á Íslandi Nýtt í Skífunni Ný tónlist Nýir tölvuleikir SWEET 7 SUGABABES Glæný plata sem inni- heldur lögin About A Girl og Get Sexy. GLEE THE MUSIC VOL. 2 Ennþá fleiri lög úr þessari vinsælu sjónvarpsseríu. HEAD FIRST GOLDFRAPP Fimmta hljóðversplata Goldfrapp. Inniheldur smellinn Rocket. STING IN THE TAIL SCORPIONS Glæný plata frá þýsku þungarokksveitinni. SLÖKUN OG VELLÍÐAN FRIÐRIK KARLSSON Fimm diska kassi með fjórum eldri ófáanlegum plötum auk einnar splunkunýrrar. BEN 10 ALIEN FORCE VILGAX ATTA · PS2 Ben Tennyson er mættur með geimver- urnar 10 í nýjasta leik sínum. DAWN OF WAR 2 CHAOS RISING · PC Nýr söguþráður, nýjar herdeildir og fleiri möguleikar. JUST CAUSE 2 · PS3 Stærsti leikvöllur tölvuleikjanna, meira en 40 tíma spilun. 5CD HEILSUBÆLIÐ 2 · DVD TWILIGHT · DVD
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.