Fréttablaðið - 27.03.2010, Blaðsíða 94

Fréttablaðið - 27.03.2010, Blaðsíða 94
50 27. mars 2010 LAUGARDAGUR utlit@frettabladid.is OKKUR LANGAR Í … DAÐRAÐ VIÐ TÍSKUNA Anna Margrét Björnsson Myndlista- og hönnunarsvið Eins árs undirbúningur fyrir nám í hönnun - myndlist eða arkitektúr. Umsóknarfrestur 6.apríl 2010 - FYRRA INNTÖKUPRÓF Umsóknarfrestur 1.júní 2010 - SEINNA INNTÖKUPRÓF www.myndlistaskolinn.is MÓTUN - leir og tengd efni 2ja ára DIPLOMANÁM - leið til BA gráðu. Námið er tilraunastofa þar sem efni, aðferðir og hugmyndir mætast Umsóknarfrestur 31.maí 2010 Hönnun Munda heldur áfram að heilla heimsbyggðina og á Reykjavík Fashion Festival um síðustu helgi vakti sýning hans mikið umtal. Erlend- ir blaðamenn og bloggarar telja Munda á góðri leið með að verða skær- asta stjarna íslenskrar hönnunar því þrátt fyrir ungan aldur búi hann yfir gífurlegri sköpunargleði og einstökum hæfileikum. Ljóst er þó að hinn litaglaði og mynstraði heimur Munda er ekki allra en sýningin leiftraði af krafti og húmor, sérstaklega í ljósi þess að hinar „tribal“- máluðu fyrirsætur héldu á pottablómum á tískupöllunum. - amb FRUMSKÓGARBRJÁLÆÐI HJÁ MUNDA: Æpandi litir og grafísk mynstur Geggjaðan sumar- legan kjól með jap- önskum teikningum frá Desigual. Fæst í GK Laugavegi. Andlitsserum „Le Sérum Fabuleux“ frá L‘Occitane sem endur- nærir húðina og yngir upp. Nýju pæjulegu glimmeraugn- skuggana frá Mac sem er hægt að nota á marga vegu. PRJÓN Hné- síður blár kjóll með rauðum og grænum treflum yfir. SAMFESTINGUR Nýjung frá Munda voru prjónaðir samfestingar á herra. SKÆRBLÁTT Hettupeysa með krossuð- um ræmum í bláum lit. Nú er hann senn á enda, þessi merkilegi mottumars sem hefur verið sniðug leið fyrir karlmenn til að sýna samstöðu í baráttunni við krabba- mein. Öllu óskemmtilegri tilhugsun er tillagan um rottumars sem dag- aði uppi á Facebook þó að ég og fleiri hafi eflaust flissað yfir tilhugs- uninni um hina tillöguna, júllujúní. Auðvitað er krabbamein dauðans alvara og ekkert til að gantast með en það er samt hressandi að skjóta smá húmor í þetta og sjá myndarlega karlmenn um allar trissur komna með yfirvaraskegg. Í vinnunni hjá mér er mér farið að líða eins og ég lifi á einhverjum öðrum áratug þegar það heyrði frekar til undantekn- ingar að menn væru skegglausir með öllu. Það er skemmtilegt að geta þess að fyrsta málverk af manni með yfirvaraskegg er frá um 300 fyrir Krist og er af írönskum hermanni á hesti. Yfirvaraskegg hafa einmitt oft verið tengd hermönnum á einhvern hátt og því háttsettari sem maður var í hernum því stærra og umfangsmeira yfirvaraskeggi skartaði hann. Á nítjándu öld var til dæmis enginn maður með mönnum nema að vera með flotta mottu. Yfirvaraskegg tíðkuðust líka til dæmis í Kína í gamla daga og er kallað „fu manchu“-yfirvaraskeggið en það er örmjótt og endarnir snúa niður. Mexíkóar voru líka hrifnir af mott- unni og sú frægasta var sennilega á hinum sögufræga Pancho Villa. Því miður hefur yfirvaraskeggið líka verið dregið í svaðið þar sem harð- stjórar og illmenni eru gjarnan veikir fyrir mottunni. Hið stutta og þvera Hitlers-yfirvaraskegg kemst því líklega aldrei aftur í tísku en gerði andlit hans ógleymanlegt. Svo getur yfirvaraskeggið líka minnt á þá hrikalega hallærislegu tísku áttunda áratugarins þegar annar hver maður gekk með mottu og síða lokka en konur féllu þó í unnvörpum fyrir stjörnum eins og Tom Selleck. Sjálf finnst mér hæfilegur hár- vöxtur í andliti karlmanna bæði kynþokkafullur og kósí. Ég verð þó að viðurkenna að ég er enginn sérstakur aðdáandi þess að slíkur hárvöxt- ur einskorðist við efri vör þó að mér finnist þetta vissulega skemmti- legt og oft ansi klæðilegt á ákveðnum karlmönnum. Sumir verða reynd- ar svo virðulegir að mann langar mest að setja á þá hatt og ímynda sér að maður sé í kvikmynd frá fimmta áratugnum. Ég vona að allir hlaupi ekki til og raki mottuna af um leið og fyrsti apríl gengur í garð. Að vera, eða vera ekki … með mottu > SÍÐASTI SÉNS Á ÁLAGAFJÖTRA Á sunnudaginn er síðasti sýningardagur hinnar gullfallegu sýningar Sögu Sigurðardóttur og Hildar Yeoman í Kling og Bang sem nefnist Álagafjötrar. Ljósmyndarinn Saga og fatahönn- uðurinn Hildur galdra fram dulúð og kyngi- magnaðan heim þar sem sögum úr grískri goðafræði og rússneskum ævintýrum er stillt upp í íslensku vetrarríki í blöndu af tískuteikn- ingum, ljósmyndum og myndbandsverki. Opið er frá 12-18 í Kling og Bang, Hverfisgötu 42.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.