Fréttablaðið - 27.03.2010, Blaðsíða 86
42 27. mars 2010 LAUGARDAGUR
lífrænt
lífrænt
lífrænt
lífrænt
lífrænt lífrænt
1
Vaknaði hálf-
átta, hentist í föt
og upp á góðær-
isfákinn og beint
í vinnuna, þar
sem þetta skrifborð tekur
á móti mér. Ég tók aðeins
til á því eftir myndatök-
una, samt ekki of mikið.
Þetta má ekki líta út eins
og skrifborð á hótelher-
bergi.
2
Í útsendingu, að
mála mig. Við
Heiða málum
okkur oft saman
og tölum um
lífið og tilveruna og sam-
stillum okkur (ekki með
kveikt á hljóðnemanum).
Eigum svona „stelpur
saman á snyrtingunni“-
móment.
3
Ólafur Páll var
ekki í vinnunni
þennan dag, svo
helmingur vinnu-
tímans fór í að
upplýsa alls konar fólk
um að hann væri ekki í
vinnunni. Hér er Stein-
þór Helgi, plöggskrímsli,
í heimsókn hjá Ólafi sem
var ekki á staðnum. Stein-
þór er einmitt maðurinn sem fann upp djamm-flipp-hæ-
stuð-písmerkið®. Þennan dag fagnaði Steinþór því að fimm
ár voru liðin síðan hann vann Gettu betur.
4
Á heimavelli. Systir mín sannar fyrir mér að hana
sárvantar plokkara. „Það fer að vaxa á mig skegg.“
Með á myndinni er pabbi minn sæti sem var í góðu
tuðstuði þetta kvöld. Systir mín reyndi að kæta
hann með því að syngja fyrir hann hiphop-lag sem
hún var að búa til með vini sínum.
5
Ég kenni magadans og Bollywood-dans í Kramhús-
inu. Hér er miðstigshópurinn minn í Bollywood.
Þær eru núna að læra dans úr kvikmyndinni Om
Shanti Om sem ég mæli með. Mæli líka með því að
læra að dansa Bollywood. Gefandi, hressandi og
snilldarbrennsla.
6
Ég er lítið heima þessa dagana. Eftir tvo Bollywood-
tíma fór ég á sirkusæfingu. Á morgun er frumsýn-
ing á Sirkus Sóley og við æfum öll kvöld. Slípum,
pússum og hnýtum góðlátlega í hvert annað. Þarna
eru: bakið á Gísla Leifs, Benóný Ægisson, höfundur
tónlistar, Katla Þórarinsdóttir, yfirdansari og aðstoðarsirk-
usstjóri, og Lee Nelson sirkusstjóri. í speglinum sést svo í
Salóme R. Gunnarsdóttur og Þórdísi Schram dansmeyjar.
Magadans, sirkus og skrifborð á haus
Margrét Erla Maack byrjaði að vinna á Rás 2 haustið 2008 eftir að hafa unnið hálft ár sem skrifta hjá Evu Maríu.
Hún og Heiða Ólafsdóttir byrjuðu með þáttinn H og M um miðjan febrúar. Hún er stúdent frá MR 2004 og segist svo
hafa hjakkað í ensku í Háskólanum en ekki klárað. Hún ætlaði að taka smá pásu og vinna á RÚV en er þar enn. Hún
segist vera hámenntuð í magadansi og mun sýna listir sínar með Sirkus Ísland í Salnum í Kópavogi yfir páskana.
MYNDBROT ÚR DEGI Þriðjudagurinn 23. mars 2010 l Símamyndir/Photobooth í Macbook.