Fréttablaðið - 24.04.2010, Qupperneq 6
6 24. apríl 2010 LAUGARDAGUR
VIÐSKIPTI „Þetta hefur vissulega
neikvæð áhrif á lífeyrissjóðina.
En við byrjuðum að færa niður
kröfur okkar á sparisjóðina árið
2008 og höfum gert það reglulega
síðan þá,“ segir Gylfi Jónasson,
framkvæmdastjóri Festa lífeyris-
sjóðs, um yfirtöku ríkisins á Spari-
sjóði Keflavíkur og Byr í gærnótt.
Hann segir niðurfærsluna þegar
komna fram í ársreikningi.
Talið er að LSSR, Gildi og Líf-
eyrissjóður verzlunarmanna tapi
á bilinu sex til átta milljörðum
króna á yfirtöku ríkisins á spari-
sjóðunum tveimur.
Forsvarsmenn sparisjóðanna
beggja skiluðu starfsleyfum
þeirra til Fjármálaeftirlitsins í
fyrrakvöld og tók ríkið þá yfir í
kjölfarið. Þetta eru stærstu spari-
sjóðir landsins og hefur verið
unnið að fjárhagslegri endurskipu-
lagningu þeirra síðan í fyrravor.
Ráðamenn hafa talað þannig um
sparisjóðina að stutt hafi verið í
að ríkið legði þeim báðum til eig-
infjárframlag sem miðaði að því
að reisa þá við. Báðir sparisjóðirn-
ir áttu að mynda hryggjarstykkið
í endurreisn sparisjóðakerfisins.
Óvíst er með næstu skref.
Kröfuhafar sparisjóðanna höfðu
frest út þessa viku til að taka sam-
komulagi ríkisins sem leiða átti til
eiginfjárframlags úr ríkissjóði.
Viðbúið var að ríkið myndi leggja
Byr til um ellefu milljarða króna
miðað við eiginfjárstöðu hans í
árslok 2007.
Kröfuhafar sparisjóðanna
höfðu flestir samþykkt að færa
kröfur sínar á hendur sparisjóð-
unum báðum verulega niður, eða
í kringum sextíu prósent, síðasta
haust. Eftir því sem næst verður
komist mun hafa á þá hallað í
flestum tilboðum hins opinbera
eftir það og áttu kröfuhafar að fá
undir þrjátíu prósentum um ára-
mótin. Þetta sættu þýsku kröfu-
hafarnir sig ekki við, ekki síst
Bayerische Landesbank, sem
hefur tapað háum fjárhæðum á
viðskiptum sínum hér. Því hafi
hann ákveðið að taka ekki tilboði
ríkisins.
Eignir sparisjóðanna hafa verið
settar inn í nýtt félag sem heyr-
ir undir Bankasýslu ríkisins og
situr ekkert eftir í gömlu spari-
sjóðunum annað en kröfur lánar-
drottna. Ríkið, sem tryggir allar
innstæður, mun leggja hvorum
þeirra til fimm milljarða evra,
jafnvirði 860 milljóna króna, í
samræmi við Evróputilskipan-
ir um fjármálafyrirtæki. Gylfi
Magnússon, efnahags- og við-
skiptaráðherra, segir viðbúið að
sú fjárhæð hrökkvi skammt.
„Þetta á ekki að verða mikil
byrði fyrir skattgreiðendur. Við
vonumst til að endurheimta það,
svo sem með sölu eigna,“ segir
hann. jonab@frettabladid.is
VIÐSKIPTI „Ég tel það áhuga-
verða áskorun að halda áfram að
byggja upp banka sem mun gegna
lykilhlutverki við endurreisn efna-
hagslífsins,“ segir Höskuldur H.
Ólafsson, forstjóri greiðslukorta-
fyrirtækisins Valitor, sem mun
taka við bankastjórastóli í Arion
banka í júní. Stjórn bankans til-
kynnti um ráðninguna í gær.
Höskuldur tekur við starfinu af
Finni Sveinbjörnssyni, núverandi
bankastjóra sem setið hefur frá
því seint í október 2008. Finnur gaf
ekki kost á sér áfram.
Í tilkynningu frá stjórn Arion
banka kemur
fram að fjöru-
tíu manns hafi
sótt um banka-
stjórastöðuna,
sem auglýst var
í lok síðasta árs.
Við val á nýjum
bankastjóra var
sérstaklega litið
til þess að við-
komandi hefði
víðtæka stjórnunarreynslu, meðal
annars úr fjármálageiranum.
Höskuldur, sem verið hefur for-
stjóri Valitor síðastliðin fjögur ár
Höskuldur H. Ólafsson hefur verið ráðinn bankastjóri Arion banka:
Breytingar með nýjum manni
RECEPTIE KONINGINNEDAG 2010
De Consul Generaal der Nederlanden, de heer
Bjarni Finnsson, en zijn echtgenote heten alle
Nederlanders hartelijk welkom op de
Koninginnedagreceptie te houden op
Donderdag 29.april
van 17.00 - 19.00 uur
in Rafveituheimilinu
Rafstöðvarvegi við Elliðarár, 110 Reykjavík.
Wie aan de uitnodiging gehoor wil geven
wordt verzocht zich vóór
27. april op te geven bij het Consulaat,
tel. 533 1002. Op werkdagen geopend
tussen 10:00 en 12:00. Of via e-mail:
holland@holland.is
Séreignarsparnaði þínum er
vel varið hjá Auði
Eru lífeyrismálin þín í lagi?
Við tökum vel á móti þér
Veldu ábyrga arðsemi
Þýskir kröfuhafar
fengu leið á ríkinu
Fjármálaeftirlitið hefur tekið yfir stærstu sparisjóði landsins. Kröfuhafar telja
ríkið hafa valtað yfir þá og því hafi þeir ekki tekið tilboði þess. Yfirtakan mun
ekki kosta skattgreiðendur mikið, að mati efnahags- og viðskiptaráðherra.
BYR Bankasýsla ríkisins mun eignast stærsta sparisjóð landsins. Einu eignirnar í gömlu sparisjóðunum eru kröfur lánardrottna.
FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Auglýsingasími
Allt sem þú þarft…
HÖSKULDUR H.
ÓLAFSSON
■ Nýráðinn bankastjóri Arion
banka er menntaður viðskipta-
fræðingur.
■ Hann er kvæntur Sigríði Ólafs-
dóttur og eiga þau þrjú börn.
Bankastjórinn
og áður í 17 ár hjá Eimskipi, segir
viðbúið að breytingar verði með
nýjum manni í brúnni. „Ég mun
í fyrstu kynnast starfsfólki og
stjórnendum. En það koma alltaf
breytingar með nýju fólki,“ segir
hann. - jab
Telur þú að kjósa ætti til
Alþingis áður en núverandi
kjörtímabil rennur út?
Já 46,5%
Nei 53,5%
SPURNING DAGSINS Í DAG
Stóðu fjölmiðlar sig illa í að-
draganda bankahrunsins?
Segðu þína skoðun á visir.is
BELGÍA, AP Roger Vangheluwe, 73
ára belgískur biskup, sagði af
sér í gær og viðurkenndi að hafa
níðst á ungum dreng, bæði þegar
hann var prestur og eftir að hann
varð biskup árið 1984.
„Fórnarlambið ber þess enn
merki,“ sagði Vangheluwe í yfir-
lýsingu. Hann segist hafa játað
brot sitt við drenginn og fjöl-
skyldu hans, „og ég hef beðið þau
fyrirgefningar. En það hefur ekki
dugað til þess að hann fyndi frið,
og það hefur heldur ekki dugað til
þess að ég fyndi frið.“ - gb
Belgískur biskup segir af sér:
Viðurkennir
kynferðisbrot
„Þetta er dapurleg niðurstaða í ljósi þess hvað málið
var komið langt á veg,“ segir Eggert Þór Aðalsteinsson,
formaður Samtaka stofnfjáreigenda. Stofnfjáreigendur
tapa öllu sínu. Fyrri áætlanir gerðu ráð fyrir að þeir
héldu eftir um fjórum prósentum af eign sinni. Þeir
tóku sumir hverjir háar fjárhæðir að láni við umdeilda
stofnfjáraukningu í Byr síðla árs 2007.
Íslandsbanki, þá Glitnir, lánaði fimm hundruð stofn-
fjáreigendum tíu milljarða króna. Þeir hafa deilt um
tryggingu fyrir lánunum en lengi hefur verið því haldið
fram að veð hafi verið í bréfunum sjálfum.
Sumir stofnfjáreigenda munu vera mjög skuldsettir
eftir stofnfjáraukninguna. Líklegt er að málið verði leyst
fyrir dómstólum.
Skuldugir stofnfjáreigendur
„Her er enginn barlómur. Flestir eru ánægðir en undrandi yfir þessari niður-
stöðu,“ segir Herdís Pála Pálsdóttir, mannauðsstjóri og yfirmaður rekstrar hjá
Byr sparisjóði, um yfirtöku ríkisins á sjóðnum í fyrrinótt. Hún segir viðskipta-
vini hafa stutt starfsfólkið með hlýjum kveðjum.
Hjá Byr starfa um tvö hundruð manns en í kringum 130 hjá Sparisjóði
Keflavíkur.
Herdís segir marga hafa tekið þátt í fjárhagslegri endurskipulagningu
sparisjóðsins og því hafi komið flatt upp á samstarfsfólk hennar að viðræður
við kröfuhafa hafi runnið út í sandinn.
Viðskiptavinir sýna hlýhug
EGGERT ÞÓR
AÐALSTEINSSON
KJÖRKASSINN