Fréttablaðið - 24.04.2010, Page 8

Fréttablaðið - 24.04.2010, Page 8
 24. apríl 2010 LAUGARDAGUR8 GOS Í EYJAFJALLAJÖKLI Aðalfundur Félags tæknifólks i rafiðnaði verður haldinn fimmtudaginn 29. apríl 2010 kl. 17 að Stórhöfða 31, Grafarvogsmegin. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Kosning fulltrúa á ársfund Stafa. Önnur mál. Halldór Oddsson lögfræðingur fjallar um höfundarréttarmál. „Ég hef fulla trú á að grasið spretti upp úr öskunni í sumar því hér er rigningasamt og hlýtt en ég óttast að erfitt verði að heyja á túnunum þar sem askan rótast upp undan vélunum.“ Þetta segir Guðni Þor- valdsson, doktor í gróðurfræðum og einn þeirra sem nú sinnir kind- um sínum og klárum við erfiðar aðstæður austur undir Eyjafjöll- um. Jörðin hans Raufarfell er á því svæði sem öskulagið er hvað þykkast. „Besta ráðið er að rækta túnin upp aftur og plægja öskuna niður í jarðveginn, þá verður hún bara til bóta, til lengri tíma litið. Ég mun gera það í áföngum,“ segir hann. Guðni er reyndar bara frístunda- bóndi því hann býr í Reykjavík og starfar sem prófessor við Land- búnaðarháskóla Íslands. Hann tekur sér frí frá kennslunni um sauðburðinn sem nú er í full- um gangi og var einmitt að fóðra ærnar sínar þegar litið var við hjá honum. Þær úða í sig heyinu með glansandi snoppur og koma greini- lega vel undan vetri, hvernig sem sumarhagarnir verða. Nokkrar eru bornar. Sú fyrsta bar fyrir mán- uði og er stolt með sín stóru fyrir- málslömb í kró fremst í fjárhúsinu. Tvær þær næstu eru þrílembdar. Greinileg frjósemi í stofninum. „Samkvæmt sónarskoðun verða 2,2 lömb undir hverri á í hjörðinni. Einhverjar ær verða því að ganga undir þremur lömbum í sumar ef öll lifa,“ segir Guðni. „En það er afleitt að koma ekki lambfénu út undir bert loft.“ - gun Guðni Þorvaldsson, prófessor og frístundabóndi, sinnir kindum og klárum: Hefur trú á að grasið spretti ALLT Á KAFI Í ÖSKU „Besta ráðið er að rækta túnin upp aftur og plægja öskuna niður í jarðveginn, þá verður hún bara til bóta, til lengri tíma litið.,” segir Guðni. MEÐ ÞRÍLEMBINGA Guðni með nýborin lömb í fjárhúsinu. Fullt var út úr dyrum í gær í flugstöðinni á Akureyrarflugvelli sem þjónaði sem miðstöð millilandaflugs Íslendinga. Breyttar vindáttir lokuðu þó flugvellinum um miðnæturbil. „Maður vildi svo sem gjarnan hafa traffíkina af öðrum ástæðum en þeim sem við stöndum frammi fyrir,“ sagði Sigurður Hermanns- son, umdæmisstjóri Flugstoða á Akureyrarflugvelli, síðdegis í gær. Vegna lokunar flugvallarins í Keflavík og Reykjavíkurflugvallar var í gær öllu millilandaflugi beint til Akureyrar. Farþegum sem koma þurfti til og frá höfuðborgarsvæðinu var ekið á milli í rútum. Fullt var út úr dyrum í flugstöðinni þegar rúturnar komu með farþega til brottfarar. Samkvæmt fréttum Ríkissjónvarpsins komu upp tilvik þar sem farþegar fóru norður en komust ekki í tilætlað flug því ekki hafði verið gert ráð fyrir þeim. Flogið var með farþega til og frá Glasgow og til Berlínar og Kaupmannahafnar. Um klukkan sex í gær höfðu tólf vélar í millilandaflugi lent á Akureyri og tíu tekið á loft. Akureyri líka úr leik Nýjasta spá um öskufall gerði ráð fyrir að vindur myndi beina ösku yfir Eyjafjörð um miðnætti í gær og loka þar með fyrir millilandaflug á Akureyri. Spáin fól sömuleiðis í sér að flugvellirnir fyrir sunnan verða lokaðir áfram. Að sögn Hjördísar Guðmundsdóttur, upplýsingafulltrúa Flugstoða, virtist sem hægt yrði að halda Egilsstaðaflugvelli opnum fyrir millilandaflug. Óljóst var í gærkvöld hvernig flugfélögin myndu bregðast við þessu ástandi. Staðan sem upp kom í gær var ekki óvænt. „Vissulega voru menn farnir að hugsa um þetta og farnir að gera sér grein fyrir því að þetta væri hlutur sem gæti gerst hvenær sem væri. Þannig að menn voru búnir að undirbúa sig,“ sagði Sigurður sem kvað allt hafa gengið nokkurn veginn í samræmi við áætlanir í gær. „Það tekur alltaf tíma, þegar þetta umfangsmikil aðgerð er að fara í gang, að slípa einhverja agnúa af en heilt yfir held ég að þetta hafi gengið vel.“ Mannskap var bætt við í flest störf á Akureyrarflugvelli í gær. Sigurður segir að þótt álagið sé margfalt á við það sem venjan er sé öryggisleit og tollskoðun sam- bærileg við það sem tíðkast á Keflavíkurflugvelli. Sigurður segir Norðlendinga búna undir framhald. „En það er náttúrulega algjörlega háð veðri og vindum,“ segir hann. Mesti krafturinn úr gosinu Magnús Tumi Guðmundsson jarð- eðlisfræðingur sagði í gær að mesti krafturinn væri nú úr gos- inu í Eyjafjallajökli. „Við metum Akureyrarflugvöllur líka úr leik MANNHAF Á AKUREYRARFLUGVELLI Farþegar Iceland Express til Berlínar fylltu vel út í flugstöðina á Akureyrarflugvelli í gær. MYND/ÖRLYGUR HNEFILL Þegar hefur verið hafist handa við hreinsum á bænum Önundar- horni undir Eyjafjöllum, en jörð- in varð sérstaklega illa úti þegar Svaðbælisá hljóp skömmu eftir að gosið hófst í Eyjafjallajökli. Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, kynnti þessa ákvörðun, sem tekin var í samráði við stjórn Bjargráða- sjóðs. Stjórnin fundaði í gær um málið. Sjóðurinn mun styrkja ábúendur í hreinsuninni. Þá er til skoðunar að hækka varnar- garða við Svaðbælisá í námunda við Þorvaldseyri og jafnvel dýpka farveg árinnar. Ákvörðun um það verður tekin á næstunni. - kóp Gripið strax til aðgerða: Hreinsað á Ön- undarhorni SVAÐBÆLISÁ Styrkja þarf varnargarða við Svaðbælisá og jafnvel að dýpka árfarveginn. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Flugvél Landhelgisgæslunnar TF-SIF og þyrlan TF-GNÁ voru fluttar til Akureyrar í gær. Þetta var gert eftir að spá um gjóskudreifingu frá Eyjafjalla- jökli benti til þess að loftrými umhverfis Keflavíkur- og Reykjavíkurflugvöll kynni að lokast fyrir blindflugsumferð í ákveðinn tíma. Samkvæmt upplýsingum á vef Almannavarna flaug TF-SIF yfir gosstöðvarnar að morgni föstudags á leið til Akureyrar og voru ratsjármyndir af gos- stöðvunum sendar Veðurstofu og Raunvísindastofnun. - óká Gæsluvélar fluttar norður: Forðast lokun fyrir sunnan Vart varð við ösku á undirlendi Suðurlands í gær eftir að vindur snerist til vesturs frá gosinu í Eyjafjallajökli. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Hvolsvelli var meðal annars öskufall við Bakkaflugvöll og í Fljótsdal . Þá varð fólk vart við ösku á bílum og öðru á Hvolsvelli en engar sérstakar varúðarráðstafanir voru gerðar. Mjög hefur dregið úr krafti eldgossins og mun minni aska skilar sér úr gígnum en áður. Öskuspá Veðurstofu Íslands gerir ráð fyrir því að í dag berist öskumistur væntanlega til vesturs og norðvesturs frá eldstöðinni og jafnvel til Reykjavíkur. Á morgun berist síðan öskumistur til vesturs og suðvesturs og jafnvel í örlitlum mæli til Reykjavíkur. Á mánudag er líklegt að áfram verði austlæg í úrkomulitlu veðri og að öskumistur leggi til vesturs. Öskumistur til Reykjavíkur stærðargráðuna núna þannig það séu að koma tuttugu til þrjátíu tonn á sekúndu miðað við sjö hundruð til átta hundruð tonn á sekúndu þegar gosið var í hámarki fyrstu þrjá dag- ana,“ sagði Magnús Tumi, sem kvað engar mælingar að styðjast við til að spá fyrir um framhaldið. „Meirihlutinn af þessu efni hleðst upp í gíg við gosstöðvarnar og ösku- fall er lítið en aska getur borist víða ef það er sterkur vindur. Það er sennilegt að það versta sé afstað- ið í þessu gosi, þótt það sé náttúru- lega ekkert útlokað. Gosið getur hætt á morgun eða jafnvel mallað áfram mánuðum saman af svipuð- um krafti og það gerir núna,“ sagði Magnús Tumi Guðmundsson. gar@frettabladid.is FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.