Fréttablaðið - 24.04.2010, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 24.04.2010, Blaðsíða 16
16 24. apríl 2010 LAUGARDAGUR FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is MENNING: Páll Baldvin Baldvinsson fulltrúi ritstjóra pbb@frettabladid.is HELGAREFNI: Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is og Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is greinar@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 E ftir bankahrunið hefur sú ógeðfellda breyting orðið í íslenzku samfélagi, að einhver hópur manna telur sjálf- sagt að gera aðsúg að heimilum manna til að tjá meiningu sína. Sumir hópar og einstaklingar, sem hafa siglt undir því flaggi að vilja koma skoðun sinni á framfæri, hafa í skjóli nætur unnið skemmdarverk á húseignum fólks. Forsvarsmenn fyrir- tækja í orku- og stóriðjugeiranum máttu þola slíkt, jafnframt sumir forvígismenn hinna föllnu banka. Fyrir rúmu ári tók fólk, sem vildi mótmæla meintum mannrétt- indabrotum gegn útlendingum hér á landi, upp á því að mótmæla við heimili dómsmálaráðherra og forstjóra Útlendingastofnunar. Og braut þar með gegn sjálfsögðum mannréttindum þessara einstakl- inga, að fá að vera í friði á heimili sínu. Nú síðast hefur verið mótmælt við heimili stjórnmálamanna, sem nefndir eru í rannsóknarskýrslu Alþingis vegna tengsla við bank- ana. Fólk hefur safnazt saman við heimili þessara einstaklinga og neitað að fara, þótt það hafi verið beðið um það af íbúum og lög- reglu. Þetta er skýrt brot á fyrstu málsgrein 71. greinar stjórnar- skrárinnar, sem er einföld í snið- um: „Allir skulu njóta friðhelgi einkalífs, heimilis og fjölskyldu.“ Uppákomur á borð við þessa eru því miður ekki einsdæmi í stjórn- málasögunni. Árið 1932, í kjölfar þess að Tryggvi Þórhallsson, þáver- andi forsætisráðherra, rauf þing og boðaði til kosninga, stóð múgur manna, einkum kjósendur Sjálfstæðisflokksins samkvæmt samtíma- heimildum, fyrir daglegum æsingum og ólátum við Ráðherrabústað- inn, sem þá var heimili forsætisráðherra. Tryggvi átti sjö börn, flest lítil. Sum þeirra urðu fyrir aðkasti vegna föður síns og þurfti að taka þau úr skóla tímabundið. Sagan af óspektunum við hús Tryggva Þórhallssonar hefur löng- um verið talin þeim til skammar, sem tóku þátt í þeim. Sennilega vonuðu flestir að stjórnmálabarátta á Íslandi hefði færzt upp á hærra plan, enda langt um liðið frá hinum róstusömu kreppuárum. Það þarf ekki mikla tilfinningagreind til að átta sig á hvaða áhrif það getur haft á börn þegar múgur safnast saman fyrir utan heimili þeirra og gerir hróp að foreldrum þeirra. Enginn ætti að geta leyft sér að svipta lítið fólk þannig öryggi eigin heimilis. Lögreglan gerir rétt í að hóta þeim handtöku, sem halda upptekn- um hætti og gera aðsúg að heimilum fólks. Athæfið er brot gegn lögum og stjórnarskrá. Auðvitað eiga menn rétt á að mótmæla orðum og gerðum stjórn- málamanna og krefjast afsagnar þeirra. Þeir geta gert það með því að efna til friðsamlegra mótmæla við Alþingi eða flokksskrifstofur, með því að skrifa greinar eða senda bréf. En heimili fólks á að láta í friði. Þeir sem hafa hímt við heimili stjórnmálamanna á kvöldin eiga að skammast sín og finna sér réttan vettvang til að mótmæla. Í framhaldi af rannsóknar-skýrslunni þótti forsætisráð-herra rétt að biðjast afsök-unar á því að Samfylkinguna hefði borið af leið norrænnar vel- ferðarhyggju með því að innleiða Blairismann. Hann var því blásinn af. Hvers vegna? Breski Verkamannaflokkurinn undir forystu Blairs hvarf frá rót- tækri vinstristefnu svipaðri þeirri og VG fylgir og lagaði sig að stefnu norrænu jafnaðarmannaflokkanna. Þáttur í þeirri stefnubreytingu var skýr Evrópustefna. Er forsætis- ráðherra að hverfa frá henni? Það vantar allt rökrétt samhengi í afsökunarbeiðni forsætisráð- herra. Sænskir sósíaldemókratar voru brautryðj- endur þessar- ar hugsunar þegar á kreppu- árunum. Hún hefur stundum verið kennd við hófsemd. Kjarni hennar felst í því að leyfa frjálsu atvinnulífi að njóta sín til þess að skapa verðmæti til að standa undir velferðarkerfinu. Alþýðu- flokkurinn gamli fylgdi þessari hefðbundnu norrænu línu frá því á viðreisnarárunum. Hvers vegna vill formaður Samfylkingarinnar nú færa flokkinn af þeirri leið? Sennilega á þetta að vera svar við siðferðilegri gagnrýni í rannsókn- arskýrslunni. Raunveruleg ástæða þessarar stefnubreytingar er þó líklega önnur. Til að róa órólega arm VG og halda ríkisstjórninni saman þarf að færa stefnu hennar lengra til vinstri. Þetta staðfestir því fyrst og fremst undirtök VG í stjórnarsamstarfinu. Vandinn er hins vegar sá að sú stefna VG sem Samfylkingin á nú að laga sig að er til vinstri við nor- rænu velferðarhagkerfin. Forsæt- isráðherra mistókst þar af leiðandi að sýna orsakasamhengi þessarar stefnubreytingar og skynsamlegr- ar framtíðarsýnar um endurreisn Íslands. SPOTTIÐ ÞORSTEINN PÁLSSON AF KÖGUNARHÓLI ÞORSTEINS PÁLSSONAR Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is SKOÐUN Hófsemdarstefnan blásin af Hugmyndafræðin 2003 Ein helsta brotalömin í hag-stjórninni í byrjun þess-arar aldar var óheyrileg-ur viðskiptahalli. Hann er góður mælikvarði á hvort þjóðir lifa um efni fram. Viðskiptahallinn er fjármagnaður með erlendum lánum og ríkissjóðstekjurnar bólgna vegna aukinna umsvifa sem þau hafa í för með sér. Þó að afgangur hafi verið á rekstri ríkissjóðs var hann aldrei nægur til að vinna gegn þessum falska vexti. Í framhaldi af hugmyndafræði- legum skilgreiningum forsætisráð- herra um frjálshyggju og norræna velferðarhyggju er fróðlegt að skoða hver afstaða einstakra stjórnmála- flokka var til þessa vanda á sínum tíma. Í kosningunum 2003 var til að mynda tekist á um skattamál. Allir flokkarnir boðuðu þá skatta lækkanir. VG var með hóf- sömustu tillögurnar en vildi samt lækka skatta. Samfylkingin taldi sig jafnvel bjóða meiri skatta lækk- anir en Sjálfstæðisflokkurinn. Í raun réttri voru það fyrst og fremst erlendar lántökur vegna viðskiptahallans sem gerðu þess- ar skattalækkanir mögulegar án halla á ríkissjóði. Kjarni málsins er sá að enginn grundvallarmunur kom fram á milli flokkanna. Til- lögur vinstri flokkanna sýna að stjórn þeirra hefði einnig lækk- að skatta; eytt um efni fram og lagt hornstein að þeim vanda sem orsakaði hrun krónunnar. Hugmyndafræðin 2007 Við fjárlagagerðina fyrir árið 2007 ákvað ríkis-stjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks að loka fjárlögum með níu milljarða króna afgangi. Flestum fannst það góð niðurstaða. Einstaka menn eins og Einar Oddur Kristjánsson gagn- rýndu hana þó og töldu að afgang- urinn yrði að skipta mörgum tugum milljarða króna til að vega upp á móti ofþenslu í hagkerfinu. Þegar horft er til baka getur engum dulist að gagnrýni Ein- ars Odds var á rökum reist. En hver var stefna Samfylkingar- innar og VG? Þessir tveir flokkar sammæltust þá í fyrsta skipti um fjárlagatillögur sem áttu að sýna hugmyndafræðileg skil gagnvart ríkisstjórnarflokkunum. Þau fólust í að eyða öllum afganginum. Með öðrum orðum: Samfylkingin og VG vildu ganga lengra en þáver- andi ríkisstjórn til að auka umsvif ríkissjóðs á grundvelli viðskipta- halla. Niðurstaðan er sú að þeir vildu eyða umfram efni og auka á vandann sem síðar leiddi af sér hrun krónunnar. Bæði ríkisstjórn- in og stjórnarandstaðan á þeim tíma fóru út af braut hófsamrar ríkisfjármálastefnu. Það var hreint ekki frjálshyggja. Hér má ekki rugla saman sið- ferði og pólitískum hugmyndum. Siðferðisbrestur getur orðið í þjóð- félaginu hvort sem menn halda sér hugmyndafræðilega til hægri eða vinstri. Það er slæmt ef menn ætla að fara hjáleið um þau siðferðilegu vandamál sem hrjá samfélag- ið með pólitískum hugtökum sem þeir hafa ekki vald á. Nú er þörf á skýrri hugmyndafræðilegri og sið- ferðilegri leiðsögn. Leiðin er sann- arlega ekki sú að yfirgefa hófsemd- arhyggjuna og halda lengra til vinstri eins og forsætisráðherra boðar. Sú ákvörðun forsætisráðherra að færa Samfylkinguna til vinstri opnar möguleika fyrir Sjálfstæð- isflokkinn og Framsóknarflokk- inn til að ná sterkari fótfestu á miðjunni. Fari svo að þeir grípi tækifærið verður fróðlegt að sjá með hvaða hætti. Það gerist ekki sjálfkrafa. Mótmælaaðgerðir við heimili fólks eru brot á friðhelgi einkalífsins. Mótmælt á röngum stöðum Aðalfundur Hugarfars verður haldinn í Hátúni 10, 105 Reykjavík, þriðjudaginn 27. apríl kl. 20:00. Dagskrá fundar eru hefðbundin aðalfundarstörf en undir liðnum önnur mál mun Auður Axelsdóttir frá Hugarafl i segja frá sínu félagi og niðurstöður skoðana- könnunar sem Hugarfar stóð fyrir verða kynntar. Stjórnin Félag fólks með heilaskaða og aðstandenda þess
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.