Fréttablaðið - 24.04.2010, Page 22

Fréttablaðið - 24.04.2010, Page 22
22 24. apríl 2010 LAUGARDAGUR Þ að var fyrir átta árum að einleikur Bjarkar Jakobsdóttur, Selló- fan, var frumsýndur í gamla frystihúsinu í Hafnarfirði. Verk- ið var frumraun Bjarkar, sem sá fyrir sér að sýna það kannski tíu til fimmtán sinnum, og fá úr því fína reynslu í sarpinn. Raunin varð allt önnur. Björk sýndi um 200 sýning- ar hér heima á þriggja ára tímabili. Síðan hefur Sellófan verið sýnt í sextán uppfærslum og ellefu lönd- um utan Íslands; Færeyjum, Sví- þjóð, Finnlandi, Þýskalandi, Belgíu, Tékklandi, Sviss, Ítalíu, Rússlandi og nú síðast í Úkraínu. Nú er aftur komið að því að Sellófan verði sýnt á Íslandi. Í þetta sinn tekur Þórunn Lárus- dóttir að sér einleikinn og fer með hann á ensku. Hann verður frum- sýndur 24. júní í Iðnó og verður sýndur tvisvar til þrisvar í viku í allt sumar. Stílað er inn á ferða- menn í Reykjavík, en það er nýja fyrirtækið Reykjavík by day and night sem hefur veg og vanda af því. Björk er hæstánægð með það framtak, enda þykir henni menn- ingarúrval fyrir ferðamenn lengi hafa verið lélegt. Og hún er ekki síður ánægð með að hafa fengið Þórunni Lárusdóttur til liðs við sig. „Ég hef fylgst með Þórunni í mörg ár og hún er alveg frábær leikkona. Og hún er alveg í miðri geðsýkinni sjálf, með tvö lítil börn, þannig að ég veðja á að hún eigi eftir að heilla útlendingana upp úr skónum.“ Að setja verkið upp á ensku er gamall draumur Bjarkar. Hún réðst þó ekki í verkefnið fyrr en nú, enda ástæðan ærin. Sýning- unni hefur verið boðið á Edinborg- arhátíðina í ágúst. Þar verður hún í hinu virta Pleasance, einu af þrem- ur virtustu leikhúsum Edinborgar- hátíðarinnar. Heimur Sellófansins Upphafið að Sellófan-ævintýr- inu öllu má rekja til ára Bjarkar hjá Hafnarfjarðarleikhúsinu, sem hún stofnaði ásamt hópi fólks árið 1993. „Þarna sýndum við mikið af verkum eftir karlhöfunda, með karlmenn í aðalhlutverkum – eðli- lega, því flestir skrifa jú út frá sínum eigin veruleika og þarna voru strákar í meirihluta. En eftir að hafa leikið mikið af eiginkon- um og mæðrum karlanna í aðal- hlutverkum var mig farið að langa í eitthvað annað. Ég fór að skoða einleiki eftir konu, sem ég gæti hugsað mér að setja upp, en komst að raun um að þeir voru flestir börn síns tíma. Það vantaði verk um konur eins og mig, sem voru að reyna að höndla nútímann, stöðugt með þennan sektarbolta í fanginu yfir því að vera ekki straujandi rúmfötin eins og mamma gerði og þar af leiðandi ekki alveg að standa sig, hvorki sem móðir né húsmóðir. Í þeim hlutverkum var ég náttúrulega alveg að skíta á mig, ekki með eina einustu smá- kökutegund fyrir jólin eða neitt!“ segir Björk, sem á þessum tíma var með tvo unga syni. Í dag hefur hún bætt um betur og á líka hund og þrjá hesta. Og hún er enn þann dag í dag á kafi í heimi Sellófans- ins. Hann hefur þó heldur betur breitt úr sér. Senur í lífi ýmissa kvenna Svo virðist vera að efni leiksýn- ingarinnar eigi alveg jafn vel við samtímann hér og í öðrum vestrænum löndum eins og hann gerði fyrir átta árum. Þetta kemur Björk sjálfri svolítið á óvart. „Ég hélt einu sinni að Sellófan myndi kannski eldast svolítið hratt. Svo eldist það bara ekki neitt, nema þá kannski að því leyti að sýningin er svolítið 2007. Eftir á að hyggja er þetta verk nefnilega ágætis sögu- heimild, því í því sést vel hvað geðveikin var orðin mikil hérna, þegar allir voru dálítið mikið í því að meika það, vildu eignast stærra hús en næsti maður, stærri bíl og líka hærri yfirdrátt. Þetta er svolítið séríslenskt. Ég til dæmis þurfti alveg að breyta bíltegund- inni sums staðar, úr upphækkuð- um jeppa í sportbíl. En það kann- ast allir við þessa samkeppni við náungann. Hún er ekkert séríslensk.“ Senurnar í Sellófan tók Björk margar hverjar úr eigin lífi. Þó ekki allar. „Ég notaði veruleika minn og kvenna í kringum mig, mömmu, systur minnar og vin- kvenna, þó ég hafi svo sem ekkert verið að auglýsa að þetta væri ekki allt saman um mig. Ég fór eftir þeirri gullnu reglu að hafa skal það sem fyndnara reynist og heim- færa það upp á sjálfa sig.“ Með hauspoka á frumsýningu Fyrst þegar framleiðendur höfðu samband við Björk og föluðust eftir því að kaupa réttinn til að sýna Sellófan erlendis varð hún himinlifandi. „Ég var ótrúlega glöð! Að einhver vildi sýna litla verkið mitt, ef verk skyldi kalla, eftir litla leikkonu, ef leikkonu skyldi kalla!“ Þegar sýningunum fjölgaði var gleðin þó ekki alltaf allsráðandi, því fyrst um sinn kom Björk ekki að uppsetningu og leik- stjórn verksins sjálf, og voru sýn- ingarnar því misjafnar að gæðum. Í verstu tilfellunum langaði Björk sjálfa að sitja með hauspoka yfir frumsýningunni. „Þetta er bara þannig verk að það þarf að passa mjög vel upp á léttleikann og þögn- ina inn á milli sena. Annars verður þetta bara hlaupandi og gargandi kerling. Svo er þráðurinn svo stutt- ur í að þetta skemmtilega verk breytist í femínískt reiðileikrit.“ En er þetta þá kannski femínískt leikrit í grín-dulargervi? „Nei, alls ekki! Ég var einmitt ekki á femín- ískum nótum þegar ég skrifaði það. En auðvitað var ég að spyrja mig ákveðinna spurninga, til dæmis um hvort þetta jafnrétti væri yfirleitt að virka. En ég reyndi að hafa það undir niðri. Um leið og dvalið er of mikið þar líður verkið fyrir það. Þetta á að vera verk um konu sem er rosalega opin, hress og jákvæð en er samt einhvern veginn ekki alveg að fatta hvernig maður á að fara að þessu. Um leið og hún verð- ur reið og sár og fer að tala of hátt nennir maður henni ekki.“ Eftir að hafa séð nokkrar sýning- ar þar sem ekki náðist rétt tilfinn- ing ákvað Björk að leita aftur til upprunans – sjálfrar sín. Á síðustu Hafa skal það sem fyndnara reynist … … og heimfæra það upp á sjálfa sig. Það var regl- an sem Björk Jakobsdóttir fór með þegar hún náði sér í senur úr eigin lífi og kvennanna í kring- um hana, bjó til leiksýninguna Sellófan og setti upp í Hafnarfjarðarleikhúsinu. Síðan eru liðin átta ár og verkið hefur verið sýnt mörg hundruð sinnum í hinum ýmsu útfærslum út um víða ver- öld. Björk settist niður með Hólmfríði Helgu Sig- urðardóttur og sagði henni þroskasögu Sellófans, sem er hvergi nærri lokið. BJÖRK JAKOBSDÓTTIR Einleikur Bjarkar, Sellófan, hefur verið settur upp víða um heim. Margar uppfærslurnar hafa að Bjarkar mati verið stórgóðar. Aðrar ekki eins góðar. Og sumar svo slæmar að Björk vildi helst sitja með hauspoka á frumsýningunni. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Ég hef fylgst með Þórunni í mörg ár og hún er alveg frá- bær leikkona. Og hún er alveg í miðri geðsýkinni sjálf, með tvö lítil börn, þannig að ég veðja á að hún eigi eftir að heilla útlendingana upp úr skónum. Sellófan um alla Evrópu

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.