Fréttablaðið - 24.04.2010, Page 29

Fréttablaðið - 24.04.2010, Page 29
zebra Þú þekkist! Sjúkraþjálfun snýst fyrst og fremst um að hjálpa fólki að hjálpa sér sjálft. Henni er ætlað að bæta líkamlegt og andlegt atgervi, efla þrek, auka kjark og bæta lífsgæði. Í sjúkraþjálfun leiðast atorka þín og þekking okkar á stoðkerfi og starfsemi líkamans hönd í hönd. Sú þekking grundvallast á margra ára sérhæfðri háskólamenntun. Hún auðveldar okkur að greina orsakir og veita ráðgjöf um hvernig þú getur tekist á við eða fyrirbyggt aðsteðjandi vanda. Árangurinn er þitt eigið verk. Þú ræður för – við vísum veginn og réttum þér hjálparhönd. Tugir þúsunda landsmanna notfæra sér þjónustu sjúkraþjálfara ár hvert. Fæstum dylst að það samstarf skapar mikil verðmæti. Þar vegur þyngst að sjúkraþjálfun lækkar lyfjakostnað, fækkar aðgerðum og innlagnardögum á sjúkrastofnunum og eykur afköst í vinnu eða námi. Mikil verðmæti eru í húfi. Við trúum því að tímakaupið þitt sé hvergi hærra en einmitt í sjúkra- þjálfuninni. Og þá á eftir að reikna öll launin sem ekki verða mæld í krónum og aurum.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.