Fréttablaðið


Fréttablaðið - 24.04.2010, Qupperneq 32

Fréttablaðið - 24.04.2010, Qupperneq 32
MENNING 2 menning kemur út mánaðarlega með laugardagsblaði Fréttablaðsins. Ritstjórn: Páll Baldvin Baldvinsson Hönnun: Kristín Agnarsdóttir Forsíðumynd: Stefán Karlsson Auglýsingar: Bjarni Þór Sigurðsson bjarnithor@365.is N ýja sviðið var mjalla- hvítt þegar fyrsti leik- arinn byrjaði að lesa sannleiksskýrsluna, glóðvolga úr prent- smiðjunni, mánudaginn 12. apríl klukkan 11. Hvít tjöld hengu með- fram veggjunum, sviðið var hvítt og hvítar ábreiður þöktu stólana; upplifunin svipuð því að sitja inni í altumlykjandi sannleika. Sviðs- myndin tilheyrði Dúfunum, þýsk- um farsa um farsa, en hentaði ekki síður fyrir íslenska farsann í hnausþykkum skýrslubindun- um, þennan farsa um farsa um farsa um farsa um farsa um farsa um farsa um farsa um farsa um farsa … Og leikarinn byrjaði að lesa Sannleikann. Hann nefndi útlenska doktora og prófessora sem hefðu aðstoðað við skýrslugerðina og ríkisendurskoð- anda Danmerkur voru færðar sér- stakar þakkir ásamt fleiri mætum embættismönnum í öðrum löndum. Ég iðaði í sætinu, hrædd um að skýrslan væri vélrænt embættis- mannatal sem yrði erfitt að lesa úr nokkurn sannleika. En brátt æstist leikurinn. Strax á fyrsta hálftímanum kom í ljós að skýrslan var á kjarnyrtu mannamáli, svo æsispennandi að spennusagnahöfundar fölna í samanburði. Einhver hvíslaði að nú hefðu skáldadraumar Davíðs Oddssonar ræst, hann hefði aldeilis skilið eftir sig bók svo um munaði. Já, þessi bók, í öllum þessum bindum, staðfesti æsifréttir undan- farinna missera. Manns versti grunur varð að veruleika, sama veruleika og hefur umbreyst í fáránleika á síðustu tveimur árum. Unglingar úr Versló og MH rápuðu um salinn, eldri maður í hjólastól kom sér fyrir við sviðið og vinnuveðruð kona í úlpu settist fyrir aftan mig sem sat þarna helt- ekin, hugaræsingurinn þvílíkur að mér fannst ég renna saman við hvítuna í umhverfinu og umbreyt- ast í hreina tilfinningu: Sorg. Markmið skýrslunnar er að draga upp sem heilstæðasta mynd af hruni bankanna svo lesendur öðlist sjálfir forsendur til að móta sér skoðun, glumdi í eyrunum. Þetta markmið hafði svo sannar- lega náðst, en við að heyra lestur- inn bar tilfinningasemi skoðanir LEIKDÓMUR UM sannleiksskýrsluna Hluti af leikarahóp Borgarleikhússins sem las skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis: Elma Lísa, Halldór Gylfason, Unnur Ösp Stefánsdóttir, Jörundur Ragnarsson og Nína Dögg Filippusdóttir við upphaf lestursins. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Síðasta vetrardag var nýr innlendur vefur opnaður með viðhöfn landsmönnum og þeim erlendum mönn- um sem læsir eru á íslensku. Nýi vefurinn, www. handrit.is, opnar áhugasömum rafrænan aðgang að handritum sem varðveitt eru í Árnasafni í Kaup- mannahöfn, handritadeild Landsbókasafns Íslands – háskólabókasafns og í Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. Einnig er veittur aðgangur að stafrænum myndum af handritunum. Katrín Jak- obsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, opn- aði vefinn á ársfundi Árnastofnunar sem haldinn var á Hótel Sögu á miðvikudag. Söfnin þrjú sem standa að handrit.is varðveita hinn skrifaða menningararf þjóðarinnar og með opnun vefsvæðisins er nú veittur nýstárlegri aðgangur að bæði innihaldi handritanna og að hand- ritunum sjálfum. Þar með opnast auðvelt aðgengi að þúsundum íslenskra og nor- rænna handrita og skjala frá fyrri öldum. Nú þegar hafa um 200.000 blaðsíður verið myndaðar og eru mynduð handrit 851. Á síðasta ári var Handritasafn Árna Magnússonar tilnefnt á sérstaka varð- veisluskrá UNESCO, Minni heimsins (Memory of the World Register), svo ekki verður um villst að íslensk hand- rit vekja athygli á alþjóðavettvangi. Varðveisluskráin Minni heimsins hefur að markmiði að stuðla að og efla varðveislu gagna, stuðla að opnu aðgengi að menningararfi og efla vitund um tilvist og gildi menningararfs. Skráning er lykill að gagnasöfnum, opnar sýn á efni þeirra og stuðlar að markvissari leit og notkun. Ljósmyndun eða stafræn myndataka gagna stuðlar að varðveislu þeirra þar sem oft verður minni þörf á að handleika sjálf frumgögnin sem hefur á löng- um tíma leikið mörg þeirra illa. Að gera skráningu og myndir af frumgögnum aðgengileg á vefnum opnar aðgengi að þeim með öðrum hætti en hing- að til og mun, ef vel tekst til, efla vitund um þann mennningararf sem handrit og skjöl geyma og jafn- framt auka áhuga á rannsókn hans. Vefsíðan www.handrit.is hefur öll þrjú megin- markmið Minnis heimsins að leiðarljósi og leggur grunninn að miklu verki sem mun ná utan um allan handritaforða safnanna þriggja sem að því standa. Það verk verður unnið á næstu árum. Þá er eftir í samstarfi við erlend söfn sem enn geyma íslensk handrit að byggja brýr yfir í erlend stafræn söfn svo á einum stað verði ein gátt opin í íslenska ritheima á handriti. - pbb Langi menn að rýna í handrit Árni Magnússon, afkastamesti og mikilvægasti safnari handrita á sautjándu öld, gæti litið lífsverk sitt og eftirkomenda augum á www. handrit.is – hefði hann tölvuaðgang. Auður Jónsdóttir rithöfund- ur var við upphaf lesturs leik- ara Borgar- leikhússins á skýrslu rannsókn- arnefndar Alþingis um or- sakir og framgang hrunsins. Hún hélt þar stutta tölu og var síðan að sniglast kringum lesturinn sem varði í nokkra sól- arhringa. Að því búnu fór hún heim og settist við skriftir og hér er grein. PISTILL AUÐUR JÓNSDÓTTIR yfirliði. Þetta hefði ekki þurft að gerast, bara ef ef… ef… og ef … Einhvers staðar las ég að reiði væri varnarhimna utan um sorg, sá reiði væri fyrst og fremst sorgmæddur. Á þess- ari stundu sannreyndi ég kenninguna á eigin skinni meðan orðin seytluðu inn í hlustirnar: …skulduðu meira en stofn- fé bankanna … eigandi: bankinn hepp- inn með mig sem lántakanda … hámarka hag stærstu hluthafa frekar en gæta hag þeirra smærri … áhættan tekin þegar vel viðraði, en áhætta skapast þegar hún er tekin … skekkja í … Heyrði ég rétt? Skekkja í útreikning- um bankanna á andvirði sínu upp á 7000 milljarða. Hvernig geta 7000 milljarðar verið skekkja í útreikningum? Sennilega misheyrðist mér í koffínfráhvörfum. Ég rölti fram til að fá mér kaffi og bakkelsi í anddyrinu og uppgötvaði að ég hafði hlustað á skýrsluna í næstum tvær klukkustundir. Já, ætli mér hafi ekki misheyrst, tautaði ég ringluð yfir skammhlaupinu í tímanum, fullviss um að ég hefði aðeins setið þarna í tuttugu mínútur. Þarna frammi var fólki svo mikið niðri fyrir að því svelgdist á vínarbrauðinu. Sumir gráti næst af reiði, aðrir kjaft- stopp. Hvað er hægt að segja við þessu öllu saman? Leikhússtjórinn spjallaði við mann og annan; það var ekki annað að sjá en hann væri sjálfur gáttaður á þessum framúr- stefnulega harmleik sem fyllti út í hverja örðu af andrúmslofti á Nýja sviðinu. Svipaða sögu var að segja um leikara og áhorfendur sem töluðu saman í skringi- lega spyrjandi alhæfingatón; undrun og reiði dönsuðu tangó. Auðvitað er með eindæmum áhrifa- mikið að heyra góða lesara lesa upp sann- leiksskýrsluna, en það er líka ólýsanlega mikilvægt að hún sé til í þessu formi: Á netinu og á geisladiskum á Blindrabóka- safninu fyrir sjónskerta og alla þá sem þreytast fljótt við lestur. Barasta partur af lýðræðinu! Þó er hópur sem fær aldrei skilið þessa skýrslu, sama þótt Blindrabókasafnið dreifi henni út um allar jarðir. Nefnilega siðblindir. Leikararnir voru nýbyrjaðir að lesa skýrsluna þegar fyrstu kandídatarnir mættu í viðtöl til að verja hlutverk sín í harmleiknum. Þeir kröfðust þess að fá að gera athugasemdir við Sannleikann. Vildu ómögulega kannast við hann í þess- ari mynd. Nei, Sannleikurinn er misskiln- ingur. En ég bara spyr: Ef enginn er sekur hvernig fór þetta þá allt svona? Þarftu að skerpa hugann fyrir prófin? Énaxin jurtablandan eykur einbeitingu og úthald! Fæst í apótekum, heilsubúðum og heilsuhillum stórmarkaðanna ORKA & KRAFTUR ÚR NÁTTÚRUNNI
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.