Fréttablaðið - 24.04.2010, Page 36

Fréttablaðið - 24.04.2010, Page 36
2 vín&veisla Heimalöguð súkku- laðilist á veisluborðið Lögreglumaðurinnn Hilmir Þór Kolbeinsson hefur dundað sér við konfektgerð undanfarið ár. Hann deilir hér með lesendum uppskrift að súkkulaði-trufflum sem eru einfaldar og góðar. 250 g dökkt súkkulaði (hægt að nota 50/50 dökkt og ljóst) ½ bolli rjómi Kakóduft Brytja súkkulaði niður. Hitið rjómann að suðu og bætið súkkulaðinu saman við. Takið pottinn af hellunni og hafið lokið á í nokkrar mínútur, eða þar til að hægt er að leysa súkkulaðið upp með sleif. Hægt er að bragðbæta blönduna með safa úr hálfri lím- ónu, 1-2 msk. af líkjör eða piparmintudropum – fer eftir smekk. Munið að nota ekki of mikið og smakkið alltaf til. Blöndunni er hellt í kalda skál og hrærð saman frá miðjunni með sleikju þar til allt leysist upp og blandan fær glansandi, dökkan lit. Hellið blöndunni í sprautupoka og sprautið dropum á smjörpappír og setjið í kæli þar til það er orðið stíft. Dýfið svo drop un um upp úr bráðnu súkkulaði og veltið því næst upp úr kakódufti. FALLEGT SKRAUT Ef útbúa á skraut á tertur, kökur eða eftirrétti má alltaf gera súkkulaðiskraut, sem bæði er áferðarfallegt og gott. Einfalt er að gera slíkt sælgæti með því að skafa krullur af súkkulaði- stykki með til dæmis grænmet- iskrælara eða hentugum hnífi. RÉTT MAGN MIKILVÆGT Þegar boðið er til veislu, til dæmis í vel útilátið kaffiboð, er ágætt að áætla áður magn veitinga. Á vefsíðu Leiðbeiningastöðvar heimilanna, leidbeiningastod.is, er að finna haldbærar upp- lýsingar um slíkt. Þar segir að með tertum og brauðréttum er gjarnan miðað við tvær til þrjár tertusneiðar á mann og tvo til þrjá skammta af brauðrétt- um, heitum og köldum, ¼ af flatköku á mann, til dæmis með hangikjöti eða reyktum laxi. Þar eru líka upptaldar þær tertur sem ávallt vekja lukku, svo sem frönsk súkkulaðiterta, rjómatert- ur, ávaxtatertur, til dæmis peruterta, ostatertur og gulrótarkaka, og tekið fram að með þeim sé gott að hafa eitthvað minna sætt, svo sem kleinur, formkökur, smákökur og þess háttar og miðað við eina sneið eða stykki á gest. Einnig skal hafa í huga hvort einhver gestanna hafi ofnæmi fyrir eggjum, hveiti eða einhverju öðru. Svartfugl er gómsæt villibráð og hentar vel bæði sem aðalréttur og forréttur við hvers kyns hátíðleg tilefni, brúðkaup, afmæli og fleira. Meðfylgjandi er ljúffeng uppskrift að svartfugli í aðalrétt. Miðað er við 1 kíló af úrbeinaðri svartfugls- bringu á mann, með sítrónulög sem inniheldur: 1 dl sítrónusafa, 1 dl ólífuolíu, ½ dl hökkuð myntublöð, 1 msk. ferskt rósmarín, 1 msk. rif- inn sítrónubörk, 1 tsk. af hvítum pipar og 1 msk. af salti. Blandið öllu saman, marinerið bringur í að minnsta kosti þrjá tíma við stofu- hita og fjórtán tíma eða upp í sól- arhring í ísskáp. Steikið bringu á pönnu í eina til eina og hálfa mín- útu á hvorri hlið. Berið fram með til dæmis bragðmikilli sósu, bak- aðri kartöflu og grænmeti. VEL ÚTILÁTIN VILLIBRÁÐ Svartfugl er einstaklega gómsætur og tilvalinn sem for- eða aðalréttur í veisluna. Lögreglumaðurinn Hilmir Þór Kolbeinsson býr til kon-fekt og listaverk úr súkkulaði á milli þess sem hann sinnir fjöl- skyldu og vinnu. Hann deilir með lesendum nokkrum súkkulaðifyllt- um ráðum fyrir veislur og önnur tækifæri þegar fólk vill gera vel við gesti sína. „Það blundaði alltaf í mér að gerast bakari eða kokkur,“ segir Hilmir. „Bræður mínir eru kokk- ar og það hefur alltaf verið mikið stússað í eldhúsinu í fjölskyld- unni.“ Hilmir byrjaði að dunda sér við konfektgerð á síðasta ári en ákvað svo um jólin að prófa sig áfram á markaðnum, auglýsti vör- urnar á netinu undir merkjum HK konfekt og segir viðtökurnar hafa verið góðar. Hilmir býr til alls kyns lista- verk úr súkkulaði; páskaegg, öskjur, skálar og konfektmola. Hann segir nauðsynlegt að nota dökkt súkkulaði í vinnuna, erlent eða íslenskt fari bara eftir smekk fólks. Hann sótti engin námskeið, heldur prófaði sig áfram með hjálp ýmissa bóka og netsins. „Mér finnst fólk stundum ekki átta sig á þeim óendanlega fróðleik sem KONFEKTGERÐIN ER ÁSTRÍÐA Hilmir hafði svo gaman af konfektgerðinni að hann gerði sér lítið fyrir og stofnaði konfektgerðarfyrirtæki í kringum hana. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR Ljúffeng villibráð í aðalrétt vín&veisla fylgir laugardagsblaði Fréttablaðsins l Útgefandi: 365 miðlar l Forsíðumynd: NordicPhotos/Getty netið hefur að geyma. Ef ég lendi í einhverjum vandræðum við mat- seldina þá er nánast undantekn- ingalaust hægt að finna lausnina á Google eða YouTube,“ segir hann. „Þetta er annars yfirleitt ekkert mál og lítur út fyrir að vera mun flóknara en þetta í raun er.“ Hilmir hefur verið lögreglumað- ur í 11 ár, en slasaðist við störf á síðasta ári og var óvinnufær í sex mánuði. Hann hefur snúið aftur til starfa, en finnur sér enn tíma til að bræða súkkulaði og búa til úr því skemmtilega hluti. „Ég kem oft heim eftir dagvakt, kyndi undir pottunum og tek þetta fram að kvöldmat. Þetta er ágætis tilbreyt- ing og svo er þetta líka svakalega gaman. Ég er líka bara að dunda mér við þetta hérna heima þannig að fjölskyldan getur hjálpast að.“ Súkkulaði-trufflur 30-40 stk. FASTUR LIÐUR Í BRÚÐ KAUP- UM Púnsinn var sá drykkur sem var hvað vinsælastur af drykkjaföng- um í íslenskum brúðkaupum á 19. öld þegar blaðað er í heimildum og hefur 19. öldin af þeim sökum stund- um verið kölluð púnsöldin. Drykkurinn samanstóð þá af rommi, sítrónu, heitu vatni, kanelbörk og sykri og borinn fram í skálum. Þar sem fáir Íslendingar höfðu efni á að bera púnsinn fram í vínglösum handa öllum í veislunni (þótt það hafi svo sem þekkst á fínustu heimilum) var drykkurinn vinsæli þá jafnan drukkinn úr fallegum kaffibollum. GÓÐ ÞJÓNUSTA Að mörgu þarf að huga þegar halda á standandi veislu. Ef von er á mörgum gestum getur til að mynda verið heillaráð að ráða þjóna til starfa. Þumalputta- reglan er þá sú að miða við einn þjón á hverja fjörutíu til fimmtíu gesti. Auðvitað getur það þó verið misjafnt eftir veislu hversu marga þjóna þarf en þó er alltaf frekar betra að ráða of marga heldur en fáa í öryggisskyni svo ekkert fari úrskeiðis. Sími 544 2140 Glös frá Erik Bagger 20% afsláttur.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.