Fréttablaðið - 24.04.2010, Page 39

Fréttablaðið - 24.04.2010, Page 39
ALÞJÓÐLEGT KAFFIHLAÐBORÐ verður í Edin- borgarhúsinu á Ísafirði á morgun klukkan 15. Fólk frá ýmsum löndum ætlar að baka kökur frá sínu landi og hljómsveit flytur létta tónlist úr öllum áttum. Kjörið tækifæri til að kynnast matarvenjum annarra landa. „Það er í raun kvalræði fyrir mig að spila svona á balli. Á þessum tíma er ég yfirleitt kominn upp í rúm með bók. Dætur mínar hafa keypt handa mér einhvern orku- drykk, sem í hljóta að vera einhver eiturlyf, drykkirnir virka allavega og kýla mig upp,“ segir Guðmund- ur Andri Thorsson, rithöfundur og söngvari Spaðanna, en í kvöld er hið árlega Spaðaball á Nasa og hljómsveitin stígur á svið klukk- an 11. „Fram að því þarf ég að lesa dálítið mikið. Það er ýmislegt sem liggur fyrir að lesa yfir, bæði skáldsaga og svo ýmislegt fyrir Tímarit Máls og menningar. Kannski skrepp ég samt í líkams- rækt og sund en ég fer í Nautilus, sem eru stöðvar sem reknar eru í tengslum við sundlaugarnar og ég fer í sal sem tengdur er við heims- frægu sundlaugina á Álftanesi. Þar hleyp ég á meðan ég horfi á fjóra sjónvarpsskjái í einu en á einum er doktor Phil, öðrum fótboltaleikur, Dynasty oft á þeim þriðja og svo er rokkvídeó á þeim fjórða. Maður horfir á þetta allt í einu og fær ýmist andlega vanmáttarkennd þegar maður horfir á Phil eða lík- amlega þegar maður horfir á rokk- vídeóin.“ Fyrir tónleikana er Guðmundur Andri fremur lystarlítill og nartar því í eitthvað lítið, svo sem harð- fisk. Um kvöldið spila Spaðarnir svo eins lengi og fólk nennir að hlusta, oftast til svona þrjú. „Daginn eftir fer ég aftur að lesa, þarf líka að skrifa grein, þannig að þetta verður vinnusöm helgi hvað það varðar. Ég drekk kynstrin öll af kaffi til að halda einbeitingunni og ég þoli ekki pjattkaffi. Allra helst vil ég bankauppáhellingu en ég á pressukönnu sem ég notast við. Ég mun örugglega setja eitt- hvað háfleygt á fóninn til að rífa mig upp úr soranum frá kvöldinu áður, klassíska tónlist eða djass. Um kvöldið er það svo læri með öllu tilheyrandi.“ juliam@frettabladid.is Nóg af kaffi og orku- drykkjum yfir helgina Guðmundur Andri Thorsson rithöfundur segir dætur sínar gefa sér orkudrykki þegar hann spilar á balli með Spöðunum enda er hann vanari því að vera farinn að sofa klukkan 10 á kvöldin en syngja á balli. Guðmundur Andri Thorsson fer í ræktina í dag og horfir þar á fjóra sjónvarpsskjái í einu. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Sölufulltrúar Henný Árnadóttir henny@365.is 512 5427 Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is 512 5447 stærðfræði – íslenska – enska – danska – efnafræði – lestur eðlisfræði – franska – spænska – stafsetning o.fl Nemendaþjónustan sf • www.namsadstod.is • s. 557 9233 NÁMSAÐSTOÐ á lokasprettinum fyrir vorprófin Opið mán - fös 10-18, laugardaga 10-16 Mörkinni 6 - Sími 588 5518 Patti.is Landsins mesta úrval af sófasettum Dugguvogi 2 / s: 557 9510 / www.patti.is Opið : Mánud. - Föstud. frá 9 til 18 og Laugard. frá 11 til 16 kynnum nýju línuna 239.9 00 krKynninga rtilbo ð Horn sófi 2 H2 RÍN Láttu þér líða vel í sófa frá Patta tilboð gildir 24. april

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.