Fréttablaðið - 24.04.2010, Page 43
Sölufulltrúar Viðar Ingi Pétursson vip@365.is 512 5426 Hrannar Helgason hrannar@365.is 512 5441
Forritari
Við leitum að forritara sem hefur þekkingu á forritun í .NET umhverfinu og á hönnun og smíði
gagnagrunna. Mikilvægt er að viðkomandi hafi áhuga á að vinna í hóp og geti tekið þátt í
flóknum samvinnuverkefnum. Við leggjum áherslu á að viðkomandi ástundi öguð vinnubrögð
og hafi lifandi áhuga á að þróa ferla og upplýsingakerfi Hagstofu Íslands.
Menntunar- og hæfniskröfur
• Háskólapróf í tölvunarfræði eða sambærilegt.
• Þekking á .NET-vefforritun.
• Þekking á SQL, hönnun og forritun.
• Samviskusemi.
• Góðir samskiptahæfileikar.
Gagnagrunnssérfræðingur
Við leitum að vönum gagnagrunnsmanni sem hefur reynslu af hönnun og þróun gagnagrunna
og rekstri Microsoft SQL Server. Við leggjum áherslu á að viðkomandi sé vanur teymis vinnu og
geti unnið sjálfstætt að lausn vandamála með fólki sem ekki hefur tæknilegan bakgrunn. Við-
komandi þarf að hafa metnað og áhuga á að vinna í kerfjandi umhverfi við úrvinnslu flókinna
verkefna.
Menntunar- og hæfniskröfur
• A.m.k. 3 ára reynsla af hönnun og forritun gagnagrunna.
• Reynsla af rekstri gagnagrunnskerfa.
• Þekking á Microsoft SQL Server og tengdum kerfum.
• Þekking á Data Warehousing æskileg.
• Sjálfstæði í starfi.
• Góðir samskiptahæfileikar.
• Öguð vinnubrögð.
Laus störf hjá Hagstofu Íslands
Hagstofa Íslands gegnir forystuhlutverki í opinberri hagskýrslu-
gerð og mikill metnaður einkennir starfið sem þar fer fram.
Hlutverk Hagstofu Íslands er að veita tölfræðilegar upplýsingar
um þjóðfélagsleg málefni og tryggja að áreiðanleiki og óhlut-
drægni séu í fyrirrúmi í opinberri hagskýrslugerð. Alþjóðlegt sam-
starf er öflugt og þróunar vinna skipar veglegan sess í starfsemi
stofnunarinnar. Nánari upplýsingar má finna á www.hagstofa.is.
Borgartúni 21a
150 Reykjavík
528 1000
Um er að ræða fullt starf og er æskilegt að þeir sem ráðnir verða geti hafið störf sem fyrst. Laun eru sam-
kvæmt kjarasamningi fjármálaráðuneytisins og hlutaðeigandi stéttarfélags.
Umsóknarfrestur er til og með 8. maí 2010 og skulu umsóknir berast til: Starfsumsókn, Borgartúni 21a, 150
Reykjavík eða rafrænt á netfangið starfsumsokn@hagstofa.is. Öllum umsóknum verður svarað og umsækj-
endum tilkynnt um ráðstöfun starfsins þegar ákvörðun hefur verið tekin. Nánari upplýsingar veitir Ólafur
Arnar Þórðarson [olafur.thordarson@hagstofa.is], sími 528 1000.
Laugavegi 13, 101 Reykjavík
sími 515 5800, rannis@rannis.is
www.rannis.is
Hlutverk Rannís er að veita faglega aðstoð og þjónustu við undirbúning og framkvæmd vísinda- og
tæknistefnu Vísinda- og tækniráðs. Rannís er miðstöð stuðningskerfis vísinda- og tæknisamfélagsins.
Í vörslu Rannís eru opinberir samkeppnissjóðir s.s. Rannsóknarsjóður og Tækniþróunarsjóður. Rannís
sér um greiningu á rannsóknum og nýsköpun á Íslandi og gerir áhrif rannsókna og nýsköpunar á
þjóðarhag og hagvöxt sýnilegan. Rannís er miðstöð upplýsinga og miðlunar alþjóðasamstarfs vísinda-
og tæknisamfélagsins.
Starfið, sem er fullt starf, felst í umsjón með umsóknum og úthlutunum úr sjóðum í umsýslu
RANNÍS. Umsjón með framkvæmd og þátttöku í erlendum verkefnum á vegum RANNÍS. Daglegum
samskiptum við viðskiptavini stofnunarinnar. Skipulagningu funda og ráðstefna sem og þátttaka í öðru
kynningarstarfi og öðrum tilfallandi verkefnum.
Menntunar- og hæfniskröfur:
● Gerð er krafa um meistarapróf í náttúru- eða umhverfisvísindum en doktorspróf er æskilegt
● Reynsla af rannsóknum er æskileg
● Reynsla af alþjóðasamstarfi er kostur
● Metnaður til að ná árangri í starfi með því að veita góða þjónustu,
sýna vönduð vinnubrögð og frumkvæði
● Góð íslenskukunnátta, færni í ensku og að minnsta kosti einu Norðurlandamáli
Upplýsingar um starfið veitir Magnús Lyngdal Magnússon á rannsókna- og vísindasviði.
Sími 515 5800 eða magnus@rannis.is.
Umsóknarfrestur er til og með 3. maí 2010. Sjá nánari upplýsingar á www.rannis.is eða starfatorg.is.
Við ráðningu í starfið verður tekið mið af jafnréttisáætlun Rannís.
Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun hefur verið
tekin um ráðningu.
sérfræðingi
Óskum eftir
á sviði náttúru- og umhverfisvísinda