Fréttablaðið - 24.04.2010, Page 49

Fréttablaðið - 24.04.2010, Page 49
LAUGARDAGUR 24. apríl 2010 7 Skipulag Útboð Yfirmaður tækni- og þróunarstarfs (Chief Technical Officer – CTO) fyrir verkefnið 2012 – Nýtt upphaf Northern Lights Energy óskar eftir einstaklingi til að taka þátt í hönnun og uppbyggingu rafpóstakerfis fyrir rafbíla. Um er að ræða uppbyggingarstarf sem krefst mikillar hæfni í verkefnastjórnun. Umsjón með starfinu hafa Hilmar G. Hjaltason (hilmar.hjaltason@capacent.is) og Tómas Oddur Hrafnsson (tomas.hrafnsson@capacent.is) hjá Capacent Ráðningum. Umsóknarfrestur er til og með 25. apríl nk. Umsækjendur eru vinsamlega beðnir að sækja um starfið á heimasíðu Capacent Ráðninga, www.capacent.is. Umsóknum eiga að fylgja ítarlegar starfsferilsskrár og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið. Starfssvið • Yfirumsjón með öllum tæknimálum verkefnisins • Stefnumótun í tækni og þróunarmálum • Yfirumsjón með hönnun og uppsetningu á rafpóstakerfum og öðrum stoðkerfum fyrir rafbíla • Yfirumsjón með samsetningu rafpóstakerfis á Íslandi • Rekstur tæknideildar, en undir hana falla þjónustudeildir við rafbíla og rafpóstakerfi • Umsjón með rannsóknum á vegum verkefnisins Menntunar og hæfniskröfur • Verkfræði, tæknifræði • Reynsla af þróunarvinnu æskileg • Reynsla af verkefnastjórnun æskileg • Skipulögð vinnubrögð • Stefnumótandi hugsun • Alþjóðleg reynsla æskileg Northern Lights Energy I Lækjargötu 4 101 Reykjavík I 490 9000 I nle@nle.is I www.nle.is

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.