Fréttablaðið - 24.04.2010, Page 60

Fréttablaðið - 24.04.2010, Page 60
6 vín&veisla Í slensk-ameríska og Mekka Wines & Spirits kvöddu vetur og heilsuðu sumri með glæsi- legri vörusýningu síðasta vetrar- dag á Grand Hóteli í Reykjavík. Með sýningunni slógu þessi tvö öflugu fyrirtæki, sem sinna bæði viðskiptavinum í veitinga- og mat- vælageiranum, tvær flugur í einu höggi og sameinuðu krafta sína á fjölbreyttri og spennandi vörusýn- ingu. ÍSAM og Mekka W&S eru með heimsþekkt vörumerki til sölu og á sýningunni gafst gestum kost- ur á að skoða, smakka og kynnast frábærum vörum fyrirtækjanna. Jón Kristinn Ásmundsson, mat- reiðslumeistari, var einn þeirra sem matreiddi ljúffenga rétti ofan í gesti en meðfylgjandi er uppskrift frá honum að nauta rib-eye með red chili. Allsnægtir í mat og drykk á Grand Hóteli Íslensk-ameríska og Mekka Wines & Spirits héldu glæsilega vörusýningu á Grand Hóteli. Gest- ir gæddu sér á ýmsu lostæti, þar á meðal ljúffenga nautasteik frá Jóni Kristni Ásmundssoni. SYKURMEISTARI Maria Shramko, Rússlandsmeistari í sykurskrauti, sýndi listir sínar. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI SÆTAR Dýrindis tertur í regnbogans litum freista alltaf. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI 4 x 200 g nauta rib-eye-steikur (fást í Kjötkompaníi) KRYDDSMJÖR 200 g smjör (við stofuhita) ½ tsk. saxað ferskt chili 1 tsk. saxaður hvítlaukur 1 dl saxað ferskt kóríander ½ dl söxuð steinselja Nýmalaður pipar Blandið öllu saman í skál og hrærið saman með gaffli. Kælið í ísskáp þar til notað. GRILLAÐ GRÆNMETI 4 stk. meðalstórar kartöflur 1 stk. sæt kartafla 6 stk. vorlaukur 20 stk. perlulaukur 1 stk. hvítlaukur ½ stk. ferskt rautt chili 1½ dl jómfrúarolía Sjávarsalt og nýmalaður pipar Skerið kartöflur í fjóra báta, afhýðið sætu kartöfluna og skerið í 3 sentimetra þykkar sneiðar, afhýðið hvítlauk og merjið aðeins undir hnífsblaði. Saxið chili gróft og afhýðið perlulauk. Setjið allt saman í álform og kryddið vel með salti og pipar. Grillið á miðlungshita í 40 mínútur. Passið að kjötið hafi staðið í stofuhita í minnst 2 klst. áður en það er grillað. Hitið grillið vel, skellið kjöti á mjög heitt grillið og grillið í mínútu á hvorri hlið, en færið þá kjötið á annan helm- ing grillsins og slökkvið þar undir, en haldið miðlungshita á grillinu hinum megin og grillið í 3 mínútur á hvorri hlið. Látið kjötið standa í nokkrar mínútur og berið fram með Ora- grillsósum. Nauta rib-eye red chili með kryddsmjöri og grilluðu grænmeti fyrir 4 HREINASTA LOSTIÆTI Nauta rib-eye red chili með kryddsmjöri og grilluðu grænmeti er herramannsmatur í brúðkaup þar sem fólk sér um matinn sjálft. GOTT Á GRILLIÐ Jón Kristinn Ásmundsson, matreiðslumeistari í Grímsá veiðihúsi, á heiðurinn að þessari ómótstæðilegu uppskrift. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI VINUVA PINOT GRIGIO (HVÍTVÍN) Mjög skemmtilegt vín í veisluna. Brakandi ferskt í nefi með ilm af nýslegnu grasi og sítrusávexti. Bragð af sætu greipi og mildum kryddum með meðallanga endingu. Hentar vel með mat og eitt og sér. Verð 1.790 kr. VINUVA PINOT NOIR (RAUÐVÍN) Létt og gott í veisluna. Ljósrautt að lit með fjólubláum tón. Ilmur af rauðum sætum berjum, hindberjum og jarðarberjum. Í bragði má finna góðan kirsuberjatón. Eftirbragðið er milt og mjúkt. Verð 1.790 kr. CONDESA DE LEGANZA TEMPRANILLO (RAUÐVÍN) Þægilegt og vandað vín frá Spáni. Sultaður ávöxtur,kanill og plómur í ilmi með vanillu eftirkeim. Verður bara betra og betra. Verð 1.690 kr. CONDESA DE LEGANZA VERDEJO (HVÍTVÍN) Virkilega gott hvítvín frá Spáni. Sítrónu gult með grænum tónum og með ilm af ananas, sítrónum og nýslegnu grasi. Verð 1.690 kr. MONTERIO TEMPRANILLO Gott kassavín frá Spáni. Rúbínrautt með ilm af lyngi, pipar og apótekara lakkrís. Vínið mjúkt með miðlungs langt eftirbragð. Frábært með lambi og léttari réttum. Verð 4.491 kr. Bestu kaupin Bestu kaupin 3 RAUÐVÍN 2 HVÍTVÍN

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.