Fréttablaðið - 24.04.2010, Page 66

Fréttablaðið - 24.04.2010, Page 66
menning [ SÉRBLAÐ FRÉTTABLAÐSINS UM MENNINGU OG LISTIR ] AÐ TJALDABAKI Stórsveit Reykjavíkur stendur fyrir árlegu Stórsveita- maraþoni í Ráðhúsi Reykja- víkur á morgun frá kl. 13-18. Maraþonið er nú í fyrsta sinn haldið í tengslum við Barna- menningarhátíð í Reykjavík. Að þessu sinni koma eftirfar- andi stórsveitir fram: Stór- sveit Reykjavíkur, Stórsveit Tónlistarskóla FÍH, Stórsveit Tónlistarskólans í Garðabæ, Stórsveit Skólahljómsveita Reykjavíkurborgar, Big band Svansins og Smásveit Tónlist- arskóla Seltjarnarness, Stór- sveit Suðurlands, Léttsveit Tónlistarskóla Reykjanesbæj- ar, Stórsveit Lúðrasveitarinn- ar Svans og Stórsveit eldri borgara. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill á meðan húsrúm leyfir, en áhorfend- um er frjálst að koma og fara á meðan maraþonið stendur yfir. Þeir bernskufélagar úr Hafnarfirði, Davíð Þór og Steinn Ármann, frumsýna uppistands verk í kvöld í Borgarleikhúsinu eftir Ricky Gervais. Hann sló sem kunnugt er rækilega í gegn sem höfundur og aðalleikari The Office-þáttanna, sem eru einhverjir vinsælustu og mest verðlaunuðu sjónvarpsþættir síðari ára. Þeir Radíusbræður hafa gert þessar sýningar að sínum eigin með hjálp leikstjórans Gunnars B. Guð- mundssonar, sem leikstýrði síðasta Skaupi og kvikmynd- inni Astrópíu. Áhorfendur fá í raun tvöfaldan skammt af uppistandi í einni sýningu: fyrir hlé er það Pólitík með Davíð Þór og eftir hlé er það Villi- dýr með Steini Ármanni. Nóvember 2007 A u g lý si n g a sí m i Allt sem þú þarft…

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.