Fréttablaðið


Fréttablaðið - 24.04.2010, Qupperneq 68

Fréttablaðið - 24.04.2010, Qupperneq 68
32 24. apríl 2010 LAUGARDAGUR L ag Michaels Jackson heitins var sungið af mikilli innlifun í Hall- grímskirkju á mið- vikudaginn þegar sólin skein inn um steinda gluggana á þessum sólríka síðasta degi vetrar. Þetta voru nemendur á yngsta stigi Háteigsskóla sem sungu eins og englar en börnin sýndu þar óperuna Jörðina okkar sem var samin af tónmenntakenn- aranum Elínu Halldórsdóttur og leiklistakennaranum Rannveigu Þorkelsdóttur. Gospelkór Háskólans í Reykja- vík aðstoðaði börnin við síðasta lagið í óperunni en þar var á ferð lagið Earth song eftir Michael Jackson í íslenskri þýðingu. Börn- in hönnuðu og máluðu sjálf bún- ingana í Frístundaheimilinu í Háteigsskóla og börnin voru í hlut- verki fiska, fugla, spendýra, gróð- urs auk þess sem þau elstu túlkuðu svartklætt mannfólkið sem þurfti að bera gasgrímur vegna þess hve andrúmsloftið er orðið mengað. Verkið er einmitt eins konar ákall til mannfólksins um að snúa við þeirri neikvæðu þróun sem á sér stað í heiminum hvað umhverfis- mál snertir. Í tengslum við verk- efnið lærðu börnin um mengun, loftslagsbreytingar og fleira til að efla umhverfisvitund þeirra. Óvænta gesti bar að á sýningunni í Hallgrímskirkju en þar var stödd fréttastofan Al Jazeera sem var að gera fréttaúttekt um Ísland í skugga eldgossins. Myndskeið af glaðlegum íslenskum börnum var því í kjölfar- ið í heimsfréttunum á fimmtudag sem þótti endurspegla lífsgleði og þrautseigju íslensku þjóðarinnar á tímum þegar efnahagskreppa og eldgos skekja landið. Loftslagsbreytingar, mengun, rafmagnsbílar og endurvinnsla Börn úr Háteigsskóla tóku þátt í menningarhátíð barna í Reykjavík og sýndu óperuna Jörðin okkar í Hallgrímskirkju á miðviku- dagsmorgun. Fréttablaðið fékk að fylgjast með og spjalla við nokkur barnanna um hvaða hættur steðja að jörðinni okkar. SÖNGUR Á SÍÐASTA VETRARDEGI Börnin voru fest á filmu af fréttastofunni Al Jazeera þegar þau sungu lag Michaels Jackson um jörðina okkar á fimmtudag. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA BANNAÐ AÐ HENDA KÓKFLÖSKUM OG DRULLUGUM SOKKUM Úrsúla Örk, 7 ára. Veistu hvað er átt við þegar er talað um umhverfismál? Það þýðir að við eigum að hætta að fleygja rusli og dósum út um allt, og alls ekki kókflöskum og drullugum sokkum. Hvað finnst þér mætti fleira bæta í umhverfismálum? Mér finnst líka að fólk sé ekki nógu gott við dýrin sín, sumir fara nefnilega illa með dýrin sín. Og of mikil mengun getur látið dýrin úti í náttúrunni deyja. Hvað er það mikilvægasta sem við getum gert til að bjarga jörðinni? Ég myndi segja öllum sem eru búnir að drekka kókið sitt að fleygja dósunum í ruslið. Fólk er alltaf að fleygja rusli út um allt. Allt ruslið í heiminum er mesta vandamálið. Hvaða hlutverk lék bekkurinn þinn í dag? Við vorum dýrin og ég var broddgöltur. Það var skemmtilegt. FR ÉTTA B LA Ð IÐ / VA LLI JÖRÐIN VERÐUR SVÖRT OG ÓNÝT Nói Baldvin, 7 ára Var eitthvað nýtt sem þú lærðir um umhverfismál núna í skól- anum? Já! Ég vissi ekki að veðrið gæti breyst bara alveg strax af því að við erum að menga, að það kæmi kannski bara hagl og svo sól og svo rigning og svo vindur og svo snjór strax á eftir. Það væri ekki gaman ef veðrið yrði svona. Hvað gerist ef mannfólkið held- ur áfram að menga? Þá verður jörðin svört og ónýt og það verða engin dýr og grasið breytist í ösku. Hvað finnst þér að fólk eigi að gera til að hjálpa til? Fólk á að setja hluti í endur- vinnslu og búa til nýtt flott dót úr gömlu dóti sem það getur notað rosalega vel. Svo á fólk að fá sér rafmagnsbíl ef það vill endilega fá sér bíl, en það ætti samt bara að hjóla eða labba. Mér finnst líka alls ekki gott að drepa hvalina af því það er sorglegt og kannski verða þeir útdauðir ef veiðimennirnir veiða of mikið. Hvert er uppáhaldsdýrið þitt? Pandabjörn af því mér finnst þeir flottir og ég sá einn í dýra- garði einu sinni. Dagbjört Hanna, 8 ára Hvað ert þú búin að læra um jörðina okkar í skólanum? Að við eigum ekki bara að hugsa um mannfólkið heldur líka dýrin sem búa á jörðinni. Hvað gerist fyrir dýrin ef við meng- um of mikið? Sum dýr deyja út af mengun. Við verðum að vera góð við fiskana í sjónum og hætta að henda rusli og eitri í sjóinn. Og ef við mengum of mikið þá verður lofthjúpur- inn svo þykkur að hitinn festist við jörðina og þá bráðnar Grænland og svoleiðis og þá myndu allir fiskarnir deyja. Hvað var þitt hlutverk í sýningunni? Ég var að leika tré sem var að vaxa á jörðinni. SLÆMT EF GRÆNLAND BRÁÐNAR FLOKKUN Á RUSLI ER MIKILVÆG Nanna Francisca, 9 ára Hvert finnst þér vera mikil- vægasta umhverfismálið? Við verðum að hætta að menga og hugsa líka betur um dýrin sem lifa í náttúr- unni. Við verðum að hætta að henda rusli út um allt og vera góð við dýrin af því að þau bjuggu líka á jörðinni fyrst. Svo eigum við að nota rafmagnsbíla. Hvað fleira lærðir þú um umhverfið í skólanum? Ég lærði að það verði lofts- lagsbreytingar, það þýðir að veðrið fer að breytast af því að við erum búin að menga svo mikið og byggja verksmiðjur. Hvað finnst þér að fólk eigi að gera heima hjá sér til að hjálpa til? Fólkið ætti að flokka ruslið sem það hendir í ruslatunnurnar heima hjá sér. Hvaða hlutverk lékst þú í óperunni? Minn bekkur lék fólkið sem þarf að vera með gasgrímur af því að það er búið að menga jörðina svo mikið. NENNIR EKKI AÐ FLYTJA Á AÐRA PLÁNETU Ragnar Helgi, 8 ára Hvað ertu búinn að læra um jörðina okkar undanfarið? Við eigum ekki að eyðileggja jörðina okkar af því ég nenni ekki að flytja til Mars eða Júpíter eða eitthvað. Þá myndi ég bara vera fastur í geimnum og það er ekkert skemmtilegt þar. Það er eiginlega ekki neitt úti í geimnum. Hvert finnst þér vera stærsta vandamálið sem steðjar að jörðinni? Það er mengunin. Bílarnir og reykur úr sígarettum og svo líka þessi aska sem er að koma af Eyjafjallajöklinum eru að menga jörðina. Hvað finnst þér að við eigum helst að gera til að hjálpa til í umhverfismálum? Það sem við eigum að gera er að hætta að henda rusli á götuna og fá okkur rafmagnsbíla í staðinn fyrir venjulega bíla. Þeir menga ekki neitt. Mig langar að fá mér rafmagnsbíl. Og já, það má alls ekki henda rafgeymum í ruslið. Hvaða var skemmtilegast við að setja upp óperuna? Bekkurinn minn fékk að finna orð og svo kom alvöru rappari og gerði rappsöng úr orðunum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.