Fréttablaðið - 24.04.2010, Síða 94

Fréttablaðið - 24.04.2010, Síða 94
58 24. apríl 2010 LAUGARDAGUR 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 PERSÓNAN LÁRÉTT 2. skrambi, 6. sjúkdómur, 8. óhróður, 9. svif, 11. í röð, 12. rándýr, 14. flatfót- ur, 16. kúgun, 17. arinn, 18. við, 20. ryk, 21. blaðra. LÓÐRÉTT 1. lítill, 3. ónefndur, 4. faxtæki, 5. starf, 7. brasa, 10. kraftur, 13. suss, 15. hremma, 16. mælieining, 19. spil. LAUSN VEISTU SVARIÐ Svör við spurningum á síðu 10 1 Deilur um tungumál. 2 Anna Mjöll hitti leikarann George Clooney. 3 Ásta Dís Óladóttir er formaður stjórnar sparisjóðsins. LÁRÉTT: 2. ansi, 6. ms, 8. níð, 9. áta, 11. mn, 12. refur, 14. ilsig, 16. ok, 17. stó, 18. hjá, 20. im, 21. masa. LÓÐRÉTT: 1. smár, 3. nn, 4. símriti, 5. iðn, 7. steikja, 10. afl, 13. uss, 15. góma, 16. ohm, 19. ás. Ísbúð Vesturbæjar opnar útibú á horni Strandgötu og Fjarðargötu í Hafnarfirði um miðjan maí. Hafnfirskir aðdáendur ísbúðarinnar sem hafa þurft að keyra til Reykjavíkur eftir uppáhaldsísnum sínum geta því sparað bensínkostnaðinn verulega í sumar. „Þegar við fengum þetta pláss alveg niðri í miðbæ Hafnarfjarðar var ekkert annað hægt en að fara bara til þeirra. Þetta er orðið svo langt að keyra og bensínið er komið í 200 kall,“ segir Baldur Bjarnason, eigandi Ísbúðar Vesturbæjar. „Við finnum fyrir miklum áhuga á þessu svæði. Við höldum að það sé hægt að reka ísbúð þarna. Ef það er ekki hægt verður henni bara lokað en ég hef bullandi trú á þessu,“ segir Baldur. Framkvæmdir standa yfir þessa dagana í nýja úti- búinu, sem verður 100 fermetrar að stærð. Baldur lætur ekki bágt efnahagsástand á Íslandi á sig fá. Á meðan flestir eru að minnka við sig opnar hann nýja ísbúð með bros á vör. Kreppan hefur þó haft sín áhrif. „Fólk er enn þá að kaupa ís á fleygiferð en kreppan kemur hinum megin frá, eða í innkaupunum. Við finn- um fyrir henni í sælgætinu. Þegar það er 150 prósenta hækkun í innkaupunum verðum við að hækka en við reynum að halda því algjörlega í lágmarki.“ Ísbúð Vesturbæjar við Hagamel er ein rótgrónasta ísbúð landsins, enda hefur hún verið starfandi í fjöru- tíu ár. Nýtt útibú var opnað við Grensásveg fyrir tveimur árum og að sögn Baldurs hefur sá rekstur gengið vel. „Við erum með öðruvísi ís en allir aðrir. Það er enginn annar með hann, hvað sem menn segja,“ segir hann og á þar við hinn vinsæla gamla ís. - fb Hafnfirðingar fá gamla ísinn Í HAFNARFIRÐI Eigandinn Baldur Bjarnason ásamt dætrum sínum við nýja útibúið í Hafnarfirði sem verður opnað um miðjan maí. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN „Ég hef ekki stundað sjósund sem sport en hef þurft að synda ansi mikið í sjónum að undanförnu,“ segir Ólafur Darri Ólafsson leik- ari sem er byrjaður að undirbúa sig fyrir aðalhlutverkið í nýrri kvik- mynd Baltasars Kormáks, Djúpið. Myndin er lauslega byggð á ótrú- legu afreki Guðlaugs Friðþórsson- ar sem synti í land eftir að bát hans hvolfdi skammt frá Heimaey með þeim afleiðingum að fjórir félagar Guðlaugs fórust. Ólafur leikur aðal- hlutverkið og þarf því að vera ansi vanur köldum sjónum enda má fast- lega reikna með því að myndin ger- ist að mestu leyti á hafi úti. „Ég var náttúrlega svolítið í sjónum í Brúð- gumanum og svo líka í Roklandi þannig að maður er kominn með smá grunn.“ Ólafur hyggst ekki fara til sjálf- skipaðra sjósundsfræðinga til að undirbúa sig fyrir sund í köldu vatni. „Nei, ég ætla bara að fara í góðra vina hópi og hlakka bara mikið til að henda mér í sjóinn,“ segir Ólafur en hann hyggst þó leita ráða hjá Stefáni Mána Sig- þórssyni rithöfundi sem hefur tekið ófá sundtök í köldum sjónum. En sjósundið er ekki eini undir búningurinn sem Ólaf- ur Darri hyggst henda sér út í því hann hefur skráð sig á köfunar- námskeið. „Ég hef aldrei kafað og ætlaði reyndar að fara á svona nám- skeið síðasta haust. En það kemur sér vel að gera þetta núna og fyrst maður er að fara að leika í þessari bíómynd er bara eins gott að láta slag standa,“ segir Ólaf- ur. - fgg Ólafur Darri í sjósund og köfun fyrir Djúpið GÓÐIR GARPAR Stefán Máni mun taka Ólaf Darra í smá kennslustund um hvernig sé best að haga sér í sjósundi. Gísli Galdur Þorgeirsson Aldur: 27 ára Starf: Tónlistarmaður og plötu- snúður. Fjölskylda: Kristín Kristjánsdóttir og Bríet Eyja Gísladóttir. Búseta: Vesturbænum, nánar tiltekið vestarlega í Vesturbænum. Stjörnumerki: Bogamaður. Gísli Galdur Þorgeirsson ætlar að hætta að spila þegar dóttirin mætir á Kaffi- barinn. „Við erum að vonast til að þetta verði fyrsti titillinn af þremur í sumar, en maður veit aldrei,“ segir plötusnúðurinn Margeir Ingólfsson úr knattspyrnuliðinu KF Mjöðm. Liðið, sem er skipað fjölda lista- spíra úr Reykjavík, sigraði nýver- ið á Vormóti KF Mjaðmar sem var ætlað að búa liðið undir utandeild- ina sem hefst í byrjun maí. Aðeins fjögur lið tóku þátt í Vormót- inu, sem verður að teljast nokk- uð óvenjulegt. „Þetta voru lið sem kannski voru ekki að berjast um titilinn í fyrra. Vinningslíkurnar áttu að vera ekki alltof óhagstæð- ar okkur en þetta voru hörkulið og það stóð mjög tæpt á því í þessum leikjum okkar,“ segir Margeir, sem stóð fyrir sínu í úrslitaleiknum. Hann jafnaði skömmu fyrir leiks- lok með viðstöðulausu bylmings- skoti eftir að Sindri Már Sigfússon úr hljómsveitinni Seabear skallaði boltann til hans. Vítaspyrnukeppni þurfti til að útkjá málin og þar var Mjöðmin sterkari aðilinn. „Þetta er búið að vera ösku- buskuævintýri. Fyrsta árið gekk ekki neitt, annað árið voru það átta liða úrslitin og núna er kom- inn bikar í höfn, eða skjöldur,“ segir Margeir, sem gekk til liðs við Mjöðm fyrir einu ári. Annar nýr liðsmaður er Arnór Dan Arn- arson, söngvari rokksveitarinnar Agent Fresco. Á meðal annarra meðlima eru Örvar Þóreyjarson Smárason úr múm, Högni Egilsson úr Hjaltalín, Einar Sonic úr Singa- pore Sling, listmálarinn Davíð Örn Halldórsson og leikararnir Sveinn Ólafur Gunnarsson og Jör- undur Ragnarsson. Gamall fram- herji Vals, Anthony Karl Gregory, spilaði einnig með liðinu í einum leik í fyrrasumar. Aðalframherji liðins er aftur á móti Georg Kári Hilmarsson úr Sprengjuhöllinni, MARGEIR INGÓLFSSON: SKORAÐI MEÐ VIÐSTÖÐULAUSU SKOTI Fyrsti titill listaspíranna í KF Mjöðm kominn í höfn KF MJÖÐM Utandeildarliðið KF Mjöðm sigraði á Vormóti KF Mjaðmar sem var haldið fyrir skömmu. Georg Kára Hilmarssyni, liðsmanni Sprengjuhallarinnar og KF Mjaðmar, hefur verið líkt við N´Gog, framherja Liverpool. Anthony Karl Gregory fyrrverandi framherji Vals spilaði einn leik með KF Mjöðm. eða N´Gog eins og hann hefur verið nefndur eftir kollega sínum hjá Liverpool. Georg er ánægð- ur með samlíkinguna enda sjálf- ur mikill púlari. „Þetta er nú aðal- lega nafnagrín en ég vona að ég haldi bolta aðeins betur en N´Gog,“ segir hann og hlær. „Ég er sjálf- ur meira með þetta týpíska breska markanef eins og Alan Shearer eða Robbie Fowler.“ Georg á óvenjulega sögu að baki í boltanum því hann hóf feril sinn hjá þýska atvinnumannaliðinu Hamborg. „Pabbi var í námi í tón- listarháskólanum í Hamborg og í gegnum skólaliðið sem ég var í var mér og öðrum strák boðið að vera með HSV. Ég get ekki sagt að þetta sé reynsla sem ég byggi á en það var ekki leiðinlegt að hefja ferilinn svona sterkt.“ Þess má geta að verðlauna- skjöldurinn sem KF Mjöðm vann á Vormótinu hangir uppi á skemmti- staðnum Karamba þar sem almenningur getur litið dýrðina augum. freyr@frettabladid.is M YN D /M ATTH ÍA S Á R N I IN G IM A R SSO N Bergur Ebbi Benediktsson og félagar í uppistandshópnum Mið-Ísland eru staddir í Danmörku og ætla að fara með gamanmál í Kaupmannahöfn í kvöld. Uppi- standið verður á íslensku en úr innsta hring heyrist að strákarnir ætli að krydda grínið með tungumálinu „danglish“ sem er einhvers konar óskilgetið afkvæmi dönsku og ensku … Lögfræðidramað Réttur rann sitt skeið á sunnudag á afar sannfær- andi hátt, en áhorfendur voru skild- ir eftir í óvissu um hvort persóna Víkings Kristjánssonar væri lífs eða liðin. Miðað við lokaatriðið er þó ljóst að handritshöfundar þátt- anna gera ráð fyrir framhaldi, en samkvæmt heimildum Fréttablaðs- ins eru Margrét Örnólfsdóttir og Sigurjón Kjartansson ekki enn byrjuð að skrifa þriðju þáttaröðina. Um 17 prósent þjóðarinnar fylgdust með þáttun- um og gera má ráð fyrir að margir bíði spenntir eftir framhaldi. Gríðarleg umræða skapaðist um varirnar á Ásdísi Rán eftir að hún kom fram í þætti Loga í beinni fyrir jól árið 2008. Athyglin var svo mikil að Ásdís sá sig knúna til að blogga um uppskriftina að þokkafullum vörum, en hún þvertók fyrir að hafa fengið hjálp frá lýtalæknum. Í for- síðuviðtali nýs tölublaðs tímaritsins Nýtt líf kveður við nýjan tón. Þar viðurkennir Ásdís að varirnar hafi ekki aðeins notið góðs af hefð- bundnum snyrtivörum: „Þar fyrir utan hef ég ekki farið í aðrar skurðaðgerðir til þess að halda útlitinu við. Jú, ok, ég hef fengið mér gel í varirnar.“ - afb FRÉTTIR AF FÓLKI Lækjargata 2a 101 R. sími 511-5001 opið alla daga 9.00 - 22.00 Ávísunin veit ir þér 1.000 kr. a fslátt af bókak aupum. Hún gildir í b ókabúðum þ egar keyptar eru bækur útgefnar á Ísl andi fyrir 3.500 k r. að lágmark i. Þegar þú not ar þessa 1.000 kr . gjöf rá bóka- útgefendum og bóksölum eflir þú lestu r íslenskra barna. Af hve rri notaðri áví sun renna 100 kr. t il styrktar bóka söfnum grun nskólanna. STYRKJUM SK ÓLABÓKASÖ FNIN! 1.000 KR. AFS LÁTTUR! Ávísun á lestu r Gildir til 3. ma í 2010 Bóka útgefendur o g bóksalar 1.000,- Eittþúsund vika bókarinnar úrval nýrra kilja á 1.995,- fullt verð 2.490,-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.