Fréttablaðið


Fréttablaðið - 27.05.2010, Qupperneq 6

Fréttablaðið - 27.05.2010, Qupperneq 6
6 27. maí 2010 FIMMTUDAGUR Hefur þú rætt beint við ein- hvern af frambjóðendunum fyrir sveitarstjórnarkosningarn- ar í þínu sveitarfélagi? JÁ 30,6% NEI 69,4% SPURNING DAGSINS Í DAG: Fylgdist þú með undankeppni Söngvakeppni evrópskra sjón- varpsstöðva á þriðjudagskvöld? Segðu þína skoðun á visir.is SAMGÖNGUR Flugfélagið Ernir ætlar að hefja áætlunarflug milli Reykjavíkur og Vestmannaeyja í byrjun ágúst. Félagið ætlar að kaupa nítján sæta skrúfuþotu til að anna flugleiðinni en slík vél kost- ar rúmlega milljón dali, jafnvirði 130 milljóna króna. Er hún vænt- anleg til landsins í júlí, „ef guð og góðir menn lofa“ eins og Hörður Guðmundsson, framkvæmdastjóri félagsins, orðar það. Ríkið lætur af stuðningi sínum við flug milli Vestmannaeyja og Reykjavíkur í lok júlí, en þá flyst áfangastaður Herjólfs á fastaland- inu frá Þorlákshöfn til Landeyja- hafnar. Flugfélag Íslands hefur notið ríkisstyrksins undanfarin ár en hann nam 124 milljónum króna á síðasta ári. Árni Gunnarsson, framkvæmda- stjóri Flugfélags Íslands, segir ekki grundvöll fyrir áframhald- andi flugi félagsins eftir að styrk- urinn verður aflagður. „Þrátt fyrir ágætan árangur við að fjölga far- þegum er kostnaðurinn enn of mik- ill og farþegafjöldinn ekki nægur til að þetta standi undir sér,“ segir hann. Farþegum hafi fjölgað mjög; úr innan við tuttugu þúsund árið 2006 í 34 þúsund í fyrra. Árni segir miklum fjármunum hafa verið varið til markaðsstarfs, bæði af hálfu Flugfélagsins og Vestmannaeyjabæjar. Synd sé að ekki sé hægt að fylgja því starfi eftir. Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, fagnar áhuga Ernismanna enda skipti öflugar flugsamgöngur Eyjasamfélagið miklu máli. Hann er ósáttur við ákvörðun ríkisins um að slá ríkis- styrkinn af með öllu en telur eðli- legt að hann hefði minnkað um tíu til tuttugu prósent eins og almennt sé um ríkisútgjöld í niðurskurðar- aðgerðum stjórnvalda. Hörður Guðmundsson hjá Erni bendir á að Vestmannaeyjaflug hafi ýmist verið styrkt eða ekki í gegnum árin. „Nú á að reyna að gera þetta á við- skiptalegum forsendum eins og eðlilegt er,“ segir hann. Ráðgert er að fljúga þrisvar til fjórum sinn- um á dag milli lands og Eyja yfir sumartím- ann og tvisvar til þrisvar yfir veturinn. Ferðum verði fjölgað eða fækkað í sam- ræmi við eftirspurn. Að sögn Harð- ar er viðbúið að dýrasta farið kosti um átta þúsund krónur en í boði verði tilboðspakkar af ýmsu tagi. Fargjöld Flugfélagsins hafa kostað frá rúmum fimm og upp í tíu þús- und krónur. bjorn@frettabladid.is Ernir kaupir milljón dala vél til Eyjaflugs Flugfélagið Ernir hefur áætlunarflug milli Reykjavíkur og Vestmannaeyja í ág- úst. Þá hættir ríkið að styrkja flugleiðina og Flugfélag Íslands leggur af sitt flug. HEIMAEY 124 milljóna króna ársframlag ríkisins til flugs milli lands og Eyja fellur niður í lok júlí þegar Herjólfur byrjar að sigla til Landeyjahafnar. FRÉTTABLAÐIÐ/ÓSKAR P. HÖRÐUR GUÐMUNDSSON ÁRNI GUNNARSSON ELLIÐI VIGNISSON Lamisil Once 1% húðlausn inniheldur 10 mg af terbínafíni (sem hýdróklóríð). Lamisil Once er einskammta meðferð við fótsvepp (tinea pedis). Ekki má nota Lamisil Once ef til staðar er ofnæmi fyrir terbínafíni eða einhverju öðru innihaldsefni lyfsins. Lamisil Once er eingöngu ætlað til útvortis notkunar. Lyfið er eingöngu ætlað til húðmeðferðar á fótum. Lamisil Once á ekki að nota á meðgöngu nema brýna nauðsyn beri til. Konur með barn á brjósti eiga ekki að nota Lamisil Once. Börn og unglingar undir 18 ára aldri eiga ekki að nota lyfið þar sem reynslu skortir af slíkri notkun. Lyfið á einungis að bera á einu sinni. Best er að bera Lamisil Once á húðina eftir sturtu eða bað. Lyfið verður að bera á báða fætur, jafnvel þótt einkenni sjáist einungis á öðrum fæti. Þetta tryggir eyðingu sveppsins. Hann getur leynst víðar á fótum þótt ekki sjáist nein merki um hann. Lamisil Once er mild lausn og ertir sjaldnast húðina. Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá. Lesið vandlega leiðbeiningarnar sem fylgja hverri pakkningu. Markaðsleyfishafi: Novartis Healthcare. Umboð á Íslandi: Artasan ehf., Suðurhrauni 12a, 210 Garðabæ. – Þú finnur fjölda girnilegra uppskrifta að kvöldmatnum á www.gottimatinn.is Ég man ekki up pskrifti na en ég m an í hv erju ég var þegar é g eldað i MBA “In a world full of MBA programmes this one is a real gem. Clearly world-class.” Dr. David Griswold, kennari við Boston University og Háskólann í Reykavík www.hr.is/mba FJÁRFESTU Í SJÁLFUM ÞÉR! ALÞJÓÐLEGT NÁM MEÐ VINNU DÓMSTÓLAR Þrír menn hafa verið dæmdir til fangelsisrefsingar fyrir brot gegn frjálsræði, lík- amsárás og tilraun til fjárkúg- unar. Einn þeirra var dæmdur í fimmtán mánaða fangelsi, annar í tuttugu mánuði og sá þriðji í fimm mánaða fangelsi. Tveir mannanna voru sakfelld- ir fyrir alla ákæruliðina sem að ofan greinir. Þriðji maðurinn var sakfelldur fyrir allt nema líkams- árás. Mönnunum var gefið að sök að hafa í mars 2009 svipt mann í Reykjavík frelsi sínu. Þeir leiddu hann nauðugan að bif- reið og ýttu honum í farangursrými hennar. Einn mannanna ók síðan í Öskjuhlíð á meðan hinir kýldu hinn frelsissvipta ítrekað í andlitið. Í Öskuhlíð tóku þremenn- ingarnir manninn úr bíln- um og misþyrmdu honum með höggum og spörkum. Einn þeirra sló hann með steini og annar klippti með garðklippum í litla fingur annarrar handar hans. Enn fremur létu mennirnir fórnarlambið hringja í syst- ur sína. Þeir hótuðu henni að beita bróðurinn frek- ara ofbeldi ef hún borg- aði þeim ekki hálfa milljón. Þeir skildu m a n n i n n s vo lemstraðan eftir við slysadeild Landspítala. - jss Þrír menn dæmdir í fangelsi fyrir frelsissviptingu, líkamsárás og fjárkúgun: Beittu garðklippum á fingur manns GARÐKLIPPUR Þrír voru í gær dæmdir fyrir að pynta mann með garðklippum. DÓMSMÁL Þinghald yfir nímenn- ingunum, sem ákærðir hafa verið fyrir innrás á Alþingi í búsáhalda- byltingunni í desember 2008, hefur verið boðað 29. júní klukkan hálf níu. Ragnar Aðalsteinsson, einn verjenda nímenninganna, kveðst aldrei fyrr hafa verið boðaður til þinghalds klukkan 8.30, hvorki í Héraðsdómi Reykjavíkur né Bæj- arþingi Reykjavíkur þar áður. „Þetta er ný reynsla,“ segir hann. Í þinghaldinu mun verjend- um gefast kostur á að leggja fram skriflegar greinagerðir, að sögn Ragnars sem telur jafnframt lík- legt að hann muni svara bókunum ákæruvaldsins varðandi gagna- öflun. Réttarhöldin yfir nímenningun- um hafa verið með nokkuð óvenju- legum hætti þar sem mikil aðsókn hefur verið að þeim og fólki vísað út sem ekki hefur fengið sæti í dómsal. Þá hefur lögregla verið kvödd til og Ragnar gert athuga- semdir við að lögreglumenn væru viðstaddir þinghaldið. Aðstandendur nímenninganna og stuðningsmenn hafa hins vegar gert kröfu um að fá að vera við- staddir þinghald í málinu. - jss Nímenningarnir í Alþingismálinu boðaðir í Héraðsdóm Reykjavíkur: Þinghald á óvenjulegum tíma VIÐ DÓMSALINN Fjöldi fólks vildi komast inn í dómsalinn við síðasta þinghald yfir nímenningunum. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN IÐNAÐUR Kynningarfundir um Ísland í tengslum við markaðs- átakið Inspired by Iceland verða haldnir á helstu markaðssvæð- um ferðaþjónustunnar í Evrópu í þessari viku, að því er fram kemur á vef Ferðamálastofu. „Fundirnir verða fyrir erlenda blaðamenn og ferðaþjónustuaðila í Mílanó, Barcelona, Frankfurt, París, Amsterdam, Kaupmanna- höfn, Stokkhólmi og Ósló. Gert er ráð fyrir fundum í Bandaríkj- unum í framhaldinu,“ segir jafn- framt á vefnum. - óká Ísland kynnt í Evrópu: Fjallað um eld- gos og ferðamál KJÖRKASSINN
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.