Fréttablaðið - 27.05.2010, Page 10

Fréttablaðið - 27.05.2010, Page 10
10 27. maí 2010 FIMMTUDAGUR ASÍA „Þetta var óviðunandi ögrun af hálfu Norður-Kóreu og alþjóða- samfélagið verður að sýna ábyrgð og bregðast við,“ sagði Hillary Clinton, utanríkisráðherra Banda- ríkjanna í Seúl, höfuð- borg Suður-Kóreu, í gær. Norður-Kórea hót- aði því að stöðva alla umferð um landamæri ríkjanna inn á iðnaðar- svæði á landamærum þeirra. Að sögn yfir- valda í Suður-Kóreu var átta embættismönn- um á verksmiðjusvæði í landamæraborginni Kaesong í Norður- Kóreu vikið úr landi. Spennan í samskipt- um ríkjanna á rætur að rekja til þess að suður- kóresku herskipi var sökkt í lok mars. Í síð- ustu viku komst rann- sóknarteymi að þeirri niðurstöðu að norður- kóreskur kafbátur hefði sökkt því en 46 skip- verjar létu allir lífið í árásinni. Suður-Kórea hefur brugðist við tíðindunum með því að hætta við- skiptum við nágrannann í norðri, hefja áróðursstríð á landamærun- um og hindra umferð norður-kór- eskra flutningaskipa. Bandaríkjamenn hafa sagt að sannanir fyrir því að Norður- Kóreumenn séu sekir um að hafa sökkt herskipinu Cheonan séu nægilega sterkar og hafa stutt við bakið á Suður-Kóreumönnum. Ráðamenn Kína, aðalbandamanns Suður-Kóreu, hafa hins vegar sagt að þeir séu enn að skoða gögnin og hafa lítið gert nema hvetja ríkin til þess að grípa ekki til neinna aðgerða. „Ég tel að Kínverjar skilji alvarleika málsins og séu tilbúnir til þess að hlusta á áhyggjuradd- ir Suður-Kóreumanna og Bandaríkjanna,“ sagði Hillary sem sótti Kína heim áður en hún hélt til Seúl. Suður-Kóreumenn vilja að Öryggisráð Sam- einuðu þjóðanna fjalli um árásina á herskipið og hafa stuðning Banda- ríkjamanna í því. Norður-Kórea hefur vísað því alfarið á bug að hafa sökkt herskipinu og látið í veðri vaka að refsiaðgerðir gætu endað með stríði. Brugðist yrði til varnar gegn sálfræði- hernaði Suður-Kóreu og skipum og flugvélum ríkisins meinað að fara um yfirráðasvæði Norð- ur-Kóreu. Tæknilega hafa Suður- og Norður-Kórea verið í stríði síðan Kóreustríðinu 1950 til 1953 lauk vegna þess að því lauk ekki með friðarsamningi heldur vopnahléi. Samskipti ríkjanna bötnuðu mjög fyrir um tíu árum en hafa versnað síðan Lee Myung-bak varð forsæt- isráðherra Suður-Kóreu árið 2008. sigridur@frettabladid.is Spennan fær- ist í aukana á Kóreuskaga Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir alþjóðasam- félagið verða að bregðast við ögrunum N-Kóreu. Samskiptum Kóreuríkjanna hefur hrakað frá 2008. SUÐUR-KÓRESKIR HERMENN Hermenn Suður-Kóreu í varðstöð við Gangneung, aust- ur af Seoul, höfuðborg landsins. Í gær hótaði Norður-Kórea að stöðva alla umferð um landamæri ríkjanna og skjóta á hátalara sem Suður-Kórea notar til að útvarpa áróðri yfir í norðrið. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Ég tel að Kínverjar skilji alvarleika málsins og séu tilbún- ir til þess að hlusta á áhyggjuraddir Suður-Kóreu- manna og Bandaríkj- anna. HILLARY CLINTON UTANRÍKIS- RÁÐHERRA BANDARÍKJANNA DÓMSMÁL Tveir karlar á fimm- tugsaldri hafa verið ákærðir fyrir fjölda þjófnaða. Annar er ákærður fyrir mun fleiri brot en hinn. Sá stal meðal annars samskotabaukum AA- samtakanna úr kirkjunni í Grindavík. Þá braust hann inn í þrjár íbúðir á Akureyri og lét greipar sópa. Enn fremur braust hann inn í bílskúr þar sem hann stal miklu magni af stangveiði- búnaði og úr bát reyndi hann að stela tölvu, en treysti sér ekki með hana niður brattan stiga. - jss Ákærðir fyrir þjófnaðarbrot: Stal samskot- um úr kirkju STJÖRNUDANS Vinningshafar keppn- innar „Dancing With The Stars“, Derek Hough og Nicole Scherzinger, fá sér snúning í beinni útsendingu sjónvarps- þáttarins „Good Morning America“. FRÉTTABLAÐIÐ/AP STJÓRNMÁL Stjórn BSRB lýsir furðu og vonbrigðum með kaup Magma Energy á hlut Geysis Green á HS Orku. Segir í ályktun að þáttaskil hafi orðið í samfé- laginu þar sem þriðja stærsta orkufyrirtæki landsins sé nú að fullu í eigu erlends aðila. „Raforkuframleiðsla á að vera samfélagslegt verkefni,“ segir BSRB. Auðlindir eigi að vera sameign þjóðarinnar og nýting og arður af þeim eigi að skila sér til landsmanna. BSRB segir erlenda aðila hafa sölsað undir sig meirihluta eignarhalds HS Orku og að ríkis- stjórnin hafi sofið á verðinum þegar síst skyldi. Er salan hörm- uð og kallað eftir heildstæðri löggjöf um auðlindir þjóðarinn- ar. - bþs Kaup Magma á HS Orku: BSRB lýsir furðu og vonbrigðum Dalshrauni 13 og Grensásvegi 48, sími 578-9700 Höfum opnað nýja glæsilega verslun Hamborgarar með sérbökuðum hamborgarabrauðum Grísalundir með sælkerafyllingu Helgardesertinn: sælkeradraumur á Grensásvegi 48 Tilboð helgarinnar ELDHEITT EUROVISION EINTAK WWW.N1.IS / SÍMI 440 1000N1 Meira í leiðinni 31.998 KR. VERÐ ÁÐUR 39.998 KR. 8,8kW / 30,000 BTU I brennari úr ryðfríu stáli Postulínshúðaðar járngrindur fylgja Ryðfrí eldunarhlíf Flav-R-Wave™ Hágæða Accu-Temp™ hitamælir Sure-light™ elektrónískt kveikjukerfi Niðurfellanleg hliðarborð með áhaldakrókum TILBOÐSVERÐ TIL OG MEÐ 29. MAÍ: GASGRILL FRÁ BROIL KING 20% AFSLÁTTUR ÞÚ SPARAR 8.000 KR. GEM VNR. 076 53603IS VIÐSKIPTI Nýsköpunarfyrirtæk- ið Marorka stefnir að skráningu á hlutabréfamarkað. Gangi áætlan- ir eftir verður fyrirtækið skráð á hlutabréfamarkaðinn First North hér og í kauphöllina í Ósló í Noregi í mars á næsta ári. Síðasta markaðsskráning fyrir- tækis hér á landi var skráning Skipta í Kauphöllinni 19. mars 2008. Exista tók Skipti yfir með manni og mús örskömmu síðar og var félagið tekið af markaði í júní sama ár. „Þetta er hluti af þroska allra fyrirtækja. Við lítum á undirbún- inginn og skráninguna sem lið í að hjálpa Marorku að stækka frek- ar,“ segir Jón Ágúst Þorsteinsson, framkvæmdastjóri og einn stofn- enda Marorku. Fyrirtækið varð til árið 1998 en var skráð hjá Fyrirtækjaskrá fjór- um árum síðar. Það hefur þróað orkustjórnunarkerfi fyrir skip með það að markmiði að draga úr olíu- notkun. Hjá Marorku starfa þrjá- tíu í dag og eru áætlaðar tekjur sex hundruð milljónir króna. Ekki hefur verið ákveðið hversu stór hluti fyrirtækisins verður skráður þegar að kemur. „Við erum að skoða það,“ segir Jón Ágúst. - jab JÓN ÁGÚST ÞORSTEINSSON Fyrirtæki hefur ekki verið skráð á markað hér síðan í mars 2008. Marorka gæti brotið ísinn. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Sprotafyrirtækið Marorka hyggur á skráningu á hlutabréfamarkað eftir tæpt ár: Skráning á markað er þroskaskref

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.