Fréttablaðið


Fréttablaðið - 27.05.2010, Qupperneq 16

Fréttablaðið - 27.05.2010, Qupperneq 16
16 27. maí 2010 FIMMTUDAGUR „Kosningarnar snúast í raun og veru ekki um þau sjálfsögðu verkefni sem sveitarstjórnir eru að glíma við, sem er að verja velferðina og reyna að halda uppi atvinnustiginu, heldur snúast þær um það hvaða hugmyndafræði verður beitt við þessa vinnu,“ segir Sóley Tómasdóttir, oddviti Vinstrihreyf- ingarinnar - græns framboðs. „Allir flokkar segjast ætla að standa vörð um grunnþjónustuna og það segjast allir flokkar ætla að halda uppi atvinnustiginu, en það sem skiptir máli er hvernig ætlum við að fjármagna það og hvernig ætlum við að tryggja að þessi grunnþjónusta verði áfram aðgengileg öllum.“ Sóley segir flokkinn hafa sérstöðu í þessum málum. „Við viljum að borgin axli ábyrgð, ekki bara sem stjórnvald, heldur einnig sem atvinnurekandi. Borgin er einn stærsti atvinnurekandi á landinu og við getum ekki ætlast til þess að hjól atvinnulífsins fari af stað nema við, sem þessi stóri atvinnurekandi, öxlum ábyrgð. Þá viljum við standa fyrir mörgum litlum atvinnuátaksverkefnum þar sem við byggjum á frumkvæði borgarstarfsfólks.“ Sóley vill samstarf um að finna verkefni sem hjálpi borgarbúum í gegnum kreppuna, bæti velferð og auki menntun. Þá segir hún að stuðla verði að auknu atvinnustigi iðnaðarmanna, en það sé stærsti hópur atvinnulausra. „Við viljum að farið verði í viðhaldsverkefni og sérstaklega verði hugað að því að auka aðgengi fatlaðra að opinberum byggingum.“ Sóley segir borgarsjóð hafa rýrnað mikið eftir hrun og áralanga óráðsíu og verkefnið sé að tryggja öllum aðgang að grunnþjónustu. Tekna verði að afla. „Það er hægt að gera með tvennum hætti, annars vegar hækka gjaldskrár, hins vegar með því að hækka útsvar. Hækkun gjaldskrár færi flatt á alla óháð tekjum eða félagslegri stöðu, en útsvarið er tekjutengt. Hækkun á því kemur því miklu betur niður á þeim sem standa verst í samfélaginu. Kaldársel Tryggðu barninu þínu ánægjulega sumardvöl. sumarbúðir KFUM og KFUK Skráning og nánari upplýsingar í síma 588-8899 og á www.kfum.is Laust er í eftirfarandi flokka: Tímabil Aldur Kyn 01. Stelpur í stuði 01.06. - 05.06. 10-12 (1998-2000) Stelpur 02. Flokkur 07.06. - 11.06. 8-10 (2000-2002) Strákar 03. Ævintýraflokkur 14.06. - 18.06. 11-13 (1997-1999) Bæði 04. Leikjanámskeið - dagvistun 21.06. - 25.06. 6-9 (2001-2004) Bæði 05. Flokkur 28.06. - 02.07. 8-10 (2000-2002) Stelpur 06. Leikjanámskeið - dagvistun 05.07. - 09.07. 6-9 (2001-2004) Bæði A T A R N A Nóatúni 4 · Sími 520 3000 www.sminor.is 129.900 Þvottavél - WM 14E261DN Tilboðsverð: kr. stgr. (Verð áður: 159.900 kr.) tilboðsverði Þvottavélar & þurrkarar nú á 129.900 Þurrkari - WT 44E103DN Tilboðsverð: kr. stgr. (Verð áður: 156.900 kr.) Oddi – umhverfisvottuð prentsmiðja. Höfðabakka 7, 110 Reykjavík, sími 515 5000, www.oddi.is Þetta er sýnishorn af nafnspjaldi Þetta er sýni shorn af nafnspjald i Hringdu í síma ef blaðið berst ekki SVEITARSTJÓRNAR- KOSNINGAR Hvað segja oddvitarnir? „Það sem sker okkur frá öðrum er að við tökum ekki við fjárframlögum og styrkjum. Þegar búið er að bera á þig fé ertu öðrum háður við ákvarðanatöku,“ segir Ólaf- ur F. Magnússon, oddviti H-listans. Hann segir H-listann þann eina sem ekki þiggi styrki og kallar hina flokkana mútuflokka, þar sem þeir stundi þá iðju. Hann telur gríðarlega mikilvægt að auka heiðarleika í ráðhúsinu og segir að þeir sem fé þiggi séu háðir veitendunum. Ólafur óttast að áratugabaráttu hans í skipulagsmál- um sé stefnt í voða, komist hans sjónarmið ekki að í borgarstjórn. Þá telur hann mikilvægt að forgangsraða í þágu fólksins í borginni. Ólafur nefnir sérstaklega mikla lántöku Orkuveitu Reykjavíkur og ábyrgð borgarbúa vegna Kárahnjúkavirkjunar. „Það felast mjög mikil verðmæti í því að huga að samborgurum sínum. Það er mann- auður sem við viljum standa vörð um. Við viljum fjármagnið til fólksins en ekki til íslenskra milliliða og stóreignafólks, sem græða umtalsvert, en mest græða þó erlendu málmbræðslurnar.“ Flugvöll áfram og heiðarleika í ráðhúsið „Atvinnumálin skipa fyrsta sætið. Við verðum að byggja borgina upp til að auka tekjuflæðið og lækka atvinnuleysistölurnar. Þetta er mikilvægasta málið,“ segir Haraldur Baldursson, sem skipar annað sæti F-lista, Frjálslynda flokksins. Hann vill að komið verði á fót atvinnusetri þar sem hugmyndir komi ofan úr háskólaumhverfinu og leiði niður í sprotafyrirtæki, sjávarútveg og iðnað, svo dæmi séu nefnd. „Við verðum að snúa borginni á hausinn og fara að framleiða. Það er engin leið framhjá því. Það er hægt að skreyta þetta með fallegum orðum en það er eina leiðin út úr þessu.“ F-listinn vill minnka kostnað borgarkerfisins og fækka um eitt stjórnsýslustig á öllum sviðum og færa æðstu stjórnendur nær gólfinu en nú er. „Þá erum við eini flokk- urinn sem horfist í augu við það að gríðarlegur kostnaður fellur á borgina í október þegar farið verður að bera fólk út úr húsum sínum. Enginn þorir að tala um þetta.“ Har- aldur segir skilmála Alþjóðagjaldeyrissjóðsins þannig hafa bein áhrif í borginni og á þá velferð sem nauðsynlegt sé að standa vörð um. Verðum að fara að framleiða eitthvað Ekki verkefnin heldur hugmyndafræðin seta borgarstjórnar af Margréti. Lítil ánægja virtist hjá samstarfs- flokkunum með endurkomu hans og þurfti hann að skila inn læknis- vottorði áður en hann tók sæti. Hinn 21. janúar tilkynnti Ólaf- ur, ásamt borgarfulltrúum Sjálf- stæðisflokksins, um myndun nýs meirihluta. Ólafur yrði borgar- stjóri til 22. mars 2009 og Hanna Birna forseti borgarstjórnar. Þá voru 100 dagar liðnir frá því að Tjarnarkvartettinn komst til valda. Ekki sat Ólafur lengi í stóli borgarstjóra því meirihlutinn sprakk 14. ágúst 2008, eftir 203 daga stjórn. Nýr meirihluti Sjálf- stæðis- og Framsóknarflokks tók við völdum og situr enn. „Okkar fyrsta mál á dagskrá er að keyra í gegn nýtt skipulag með íbúðabyggð í Vatnsmýrinni. Það er búið að kjósa flugvöllinn í burtu og áætlanir gera ráð fyrir því að hann fari í tveimur hlutum árin 2016 og 2020. Við viljum flýta fyrir nýju samkomulagi og um leið og það liggur fyrir margfaldast verðmæti landsins, en í dag er það áætlað um 70 milljarðar króna,“ segir Baldvin Jónsson, oddviti Reykjavíkurframboðsins. Baldvin segir ljóst að fjárfestar standi ekki í röðum eftir nýju landi, en mikilvægt sé að nýta eignir borgar- innar. Það megi til að mynda gera með því að veðsetja landið hóflega. Tíu prósenta veðsetning mundi skila sjö milljörðum króna. Baldvin segir þetta lykilatriði til þess að vinna á stærsta vandamálinu sem sé atvinnuleysið. „Það er 11 prósenta atvinnuleysi í borginni sem kostar kerfið í heild 11 milljarða á ári. Það er stærsta verkefni velferðarkerfisins að takast á við þetta, bæði þar sem þetta er gríðarlega dýrt fyrir kerfið, en ekki síst vegna tilfinningalegs – og félagslegs óöryggis fólks.“ Þá sé mikilvægt að taka skerðingu síðustu missera til baka. Burt með flugvöllinn og vinnum á atvinnuleysinu „Við viljum halda áfram á sömu braut með það að hækka ekki skatta og hækka ekki gjaldskrár umfram verðlags- þróun. Þá viljum við viðhalda þeirri stefnumörkun sem verið hefur í gangi hjá núverandi meirihluta,“ segir Einar Skúlason, oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík. Einar segir mikilvægt að efla atvinnu og Framsóknarflokkurinn vill fara í fleiri átaksverkefni með atvinnutryggingasjóði. „Þá höfum við skoðað mikið atvinnuleysi eftir hverfum, en það er mest á Kjalarnesi og í Breiðholti. Þar þarf að laga tölu- vert mikið, til dæmis í Fellunum þar sem umhverfið hefur drabbast niður. Það má sameina atvinnuátaksverkefni og fegrun hverfisins.“ Þá segir Einar mikilvægt að viðhalda átaksverkefninu Völundarverki, sem snýr að atvinnulausum iðnaðarmönnum. Framsóknarflokkurinn sjái fyrir sér átak í því að breyta íbúðum aldraðra til að gera þeim kleift að búa sem lengst heima. Það mætti gera undir merkjum Völundarverks. Þá sé gríðarlega mikilvægt að halda áfram að forgangsraða í þágu velferðarkerfisins og barna. Flokkurinn vill einnig endurreisa atvinnuþróunarfélagið Aflvaka. „Við viljum líka efla ferðamannaborgina Reykjavík og gera hana að meiri áfangastað en stoppistöð ferðamanna á leið út á land. Þá viljum við laða að fjölbreyttari hóp ferðamanna, horfa til fjölskyldufólks. Reykjavíkurborg verður að fá meiri tekjur af ferðamönnum, í samstarfi við ferðaþjónustuaðila.“ Fjölga ferðamönnum og efla atvinnu Kolbeinn Óttarsson Proppé kolbeinn@frettabladid.is Framhald af síðu 12
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.